Björn Hlynur Haraldsson og félagar hans í leikhópnum Vesturporti voru um liðna helgi staddir í Wiesbaden, Þýskalandi, þar sem þeir settu upp verkið Axlar-Björn fyrir þarlenda áhorfendur.
Sýningin fór fram í Wartburg-leikhúsinu en á bloggsíðu leikhópsins kemur fram að sjálfur rokkkóngurinn Elvis hafi spilað á sama sviði. Elvis spilaði í leikhúsinu er hann var í hernum samkvæmt heimildum meðlima Vesturports sem voru ánægðir með þennan fróðleiksmola.
Vesturport er á mikilli ferð og flugi í sumar en aðra helgina í júlí sýnir það Hamskipti á Spáni og heldur svo til Norðurlandanna í lok sumars með alþjóðlega leikritið Bastards.
Á sama sviði og Elvis
