Forsetinn og Skúli Finnur Torfi Stefánsson skrifar 16. júní 2012 06:00 Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. Um það fyrra segir Skúli, að „forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra". Í þessum orðum virðist sú hugsun liggja að forseti verði ekki þvingaður með líkamlegu valdi til að sinna skyldum sínum og er það að sönnu alveg rétt. Hitt er á að líta að menn eru ekki almennt þvingaðir til að hlýða lögum með slíkum hætti heldur er vitneskja um viðurlög venjulega látin duga. Maður sem neitar að greiða skattinn sinn er ekki færður með lögregluvaldi niður á skattstofu og féð þar dregið upp úr vösum hans. Skatturinn hefur önnur úrræði sem virka mun betur. Forsetinn er þvingaður til að gegna skyldum sínum samkvæmt stjórnarskrá, á sama hátt og almennt er, með hótunum um viðurlög. Skúli segir að gagnvart forseta sé „engum viðurlögum fyrir að fara enda er forsetinn ábyrgðarlaus", skv. stjskr. Hér fipast Skúli í skilgreiningunum, því að ábyrgðarleysi forseta nær aðeins til stjórnarathafna, sem eru að öllu leyti á ábyrgð og valdi ráðherra. Að öðru leyti ber hann að fullu ábyrgð á gjörðum sínum rétt eins og annað fólk. Þá er og sérstakt ákvæði í 2.mgr. 11. greinar stjskr. þar sem því er lýst hvernig dæma má forsetann til refsingar fyrir ólöglega háttsemi. Þar er viðurlögunum lýst og þar með þeirri lögþvingun sem á forseta hvílir til þess að fara eftir lögum í störfum sínum. Það er að sönnu erfiðara og viðurhlutameira að koma refsiábyrgð fram við forseta en venjulegt fólk, en heimildin er fyrir hendi. Um síðara atriðið, málskotsrétt forsetans, leyfði ég mér að segja að talsmenn pólitísks forseta hefðu aldrei fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Skúli hefur nú bætt úr þessu. Hann segir skoðun sína eiga „skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð". Í lögfræði er mikið lagt upp úr því að skoða og skilja réttarheimildir og vega og meta gildi þeirra, sem er mjög misjafnt. Æðst réttarheimilda er stjórnarskráin sjálf og verður allt annað að lúta henni. Því næst koma sett lög, dómar Hæstaréttar og má svo lengi telja. Greinargerðir með lagafrumvörpum geta talist veita skýringu á hugmyndum þess sem samdi greinargerðina og þeirra sem hann starfaði fyrir, en raunar ekkert um hugsanir þeirra sem á endanum samþykktu frumvarpið. Umræður á Alþingi festast lítt í hendi, því ekki aðeins segja menn eitt nú og annað á eftir, heldur kunna þeir einnig að greiða atkvæði þvert gegn ræðum sínum. Aðdragandi að setningu stjórnarskrár hefur, eftir því sem ég best veit, ekki talist réttarheimild hingað til. Ef átt er við fjölmiðlaumræðu hefur hún að lögum ekkert gildi. Réttarheimildir Skúla eru því heldur léttvægar og aldeilis fráleitt að þær víki til hliðar skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar. Þrátt fyrir skoðanaágreining okkar Skúla kemur mér ekki til hugar að hann láti stjórnast af „vanþekkingu eða óskammfeilni" svo vitnað sé til orða hans sjálfs. Ég leiði ekki hugann að því af hverju Skúli lætur stjórnast. Hitt veit ég að þær hugmyndir hafa lengi verið uppi, að lögin ættu að vera þannig að leið væri til þess að bera lög frá Alþingi undir atkvæði kjósenda. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það gæti verið til bóta, þótt mér sýnist ótækt að forseti hafi slík völd. Þar eru önnur og betri úrræði tiltæk. Leiðin sem fara á í þessu máli er að breyta stjórnarskránni með löglegum hætti. Meðan lögin eru eins og þau eru ber að fara eftir þeim. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dómstóla skera úr. Allt annað er frumstætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágreiningur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. Um það fyrra segir Skúli, að „forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra". Í þessum orðum virðist sú hugsun liggja að forseti verði ekki þvingaður með líkamlegu valdi til að sinna skyldum sínum og er það að sönnu alveg rétt. Hitt er á að líta að menn eru ekki almennt þvingaðir til að hlýða lögum með slíkum hætti heldur er vitneskja um viðurlög venjulega látin duga. Maður sem neitar að greiða skattinn sinn er ekki færður með lögregluvaldi niður á skattstofu og féð þar dregið upp úr vösum hans. Skatturinn hefur önnur úrræði sem virka mun betur. Forsetinn er þvingaður til að gegna skyldum sínum samkvæmt stjórnarskrá, á sama hátt og almennt er, með hótunum um viðurlög. Skúli segir að gagnvart forseta sé „engum viðurlögum fyrir að fara enda er forsetinn ábyrgðarlaus", skv. stjskr. Hér fipast Skúli í skilgreiningunum, því að ábyrgðarleysi forseta nær aðeins til stjórnarathafna, sem eru að öllu leyti á ábyrgð og valdi ráðherra. Að öðru leyti ber hann að fullu ábyrgð á gjörðum sínum rétt eins og annað fólk. Þá er og sérstakt ákvæði í 2.mgr. 11. greinar stjskr. þar sem því er lýst hvernig dæma má forsetann til refsingar fyrir ólöglega háttsemi. Þar er viðurlögunum lýst og þar með þeirri lögþvingun sem á forseta hvílir til þess að fara eftir lögum í störfum sínum. Það er að sönnu erfiðara og viðurhlutameira að koma refsiábyrgð fram við forseta en venjulegt fólk, en heimildin er fyrir hendi. Um síðara atriðið, málskotsrétt forsetans, leyfði ég mér að segja að talsmenn pólitísks forseta hefðu aldrei fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Skúli hefur nú bætt úr þessu. Hann segir skoðun sína eiga „skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð". Í lögfræði er mikið lagt upp úr því að skoða og skilja réttarheimildir og vega og meta gildi þeirra, sem er mjög misjafnt. Æðst réttarheimilda er stjórnarskráin sjálf og verður allt annað að lúta henni. Því næst koma sett lög, dómar Hæstaréttar og má svo lengi telja. Greinargerðir með lagafrumvörpum geta talist veita skýringu á hugmyndum þess sem samdi greinargerðina og þeirra sem hann starfaði fyrir, en raunar ekkert um hugsanir þeirra sem á endanum samþykktu frumvarpið. Umræður á Alþingi festast lítt í hendi, því ekki aðeins segja menn eitt nú og annað á eftir, heldur kunna þeir einnig að greiða atkvæði þvert gegn ræðum sínum. Aðdragandi að setningu stjórnarskrár hefur, eftir því sem ég best veit, ekki talist réttarheimild hingað til. Ef átt er við fjölmiðlaumræðu hefur hún að lögum ekkert gildi. Réttarheimildir Skúla eru því heldur léttvægar og aldeilis fráleitt að þær víki til hliðar skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar. Þrátt fyrir skoðanaágreining okkar Skúla kemur mér ekki til hugar að hann láti stjórnast af „vanþekkingu eða óskammfeilni" svo vitnað sé til orða hans sjálfs. Ég leiði ekki hugann að því af hverju Skúli lætur stjórnast. Hitt veit ég að þær hugmyndir hafa lengi verið uppi, að lögin ættu að vera þannig að leið væri til þess að bera lög frá Alþingi undir atkvæði kjósenda. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það gæti verið til bóta, þótt mér sýnist ótækt að forseti hafi slík völd. Þar eru önnur og betri úrræði tiltæk. Leiðin sem fara á í þessu máli er að breyta stjórnarskránni með löglegum hætti. Meðan lögin eru eins og þau eru ber að fara eftir þeim. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dómstóla skera úr. Allt annað er frumstætt.
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar