Forsetinn og "stefnan“ Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 16. júní 2012 06:00 Getur forseti Íslands haft „stefnu" í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu" ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. Ýmsar ástæður liggja til þess að forseti Íslands getur ekki haft sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Þyngst á metunum er það að utanríkismál þjóðarinnar eru á valdsviði og verksviði ríkisstjórnar á hverjum tíma og þannig vilja flestir væntanlega hafa það þegar til lengdar lætur, hvað sem líður væringum stundarinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa skráða og yfirlýsta stefnu í utanríkismálum og við höfum hana meðal annars í huga þegar við setjum krossinn í þingkosningum. Þannig hefur ríkisstjórn umboð kjósenda til að fara með utanríkismál, en forseti hefur ekki slíkt umboð. Auk þess hefur ríkisstjórnin á sínum vegum starfskrafta og aðstöðu til að framfylgja mótaðri stefnu í utanríkismálum. Það er mikilvæg forsenda því að sannkölluð „stefna" er ekki bara orð á blaði heldur þarf líka að fylgja þeim vilji og geta til að framfylgja stefnunni. Forseti Íslands hefur ekki aðstöðu til þess og getur því ekki sjálfur framfylgt í okkar nafni hugsanlegri stefnu sem hann kann að telja sig hafa. Allir vita hvernig fer fyrir báti með tveimur ræðurum þar sem annar rær áfram en hinn afturábak; báturinn hefur þá enga stefnu og fer jafnvel villur vega. Eins mundi fara fyrir skipi ef skipstjóri og stýrimaður væru á öndverðum meiði um stefnu skipsins og réðu jafnmiklu. Skipið hefði enga stefnu, hegðun þess yrði til athlægis og eins gott að veðurguðir skipti ekki skapi. Núverandi forseti Íslands hefur lýst áhuga á því að hafa sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Meðal annars hefur hann allt aðrar hugmyndir um samskipti og vináttu Íslands við önnur ríki en áður hafa tíðkast. Áhugi hans á viðskiptum við Kína og Rússland hefur þannig vakið sérstaka athygli en þar virðist sem hann vilji róa í allt aðra átt en þorri landsmanna sem hefur skömm á mannréttindabrotum stjórnvalda í þessum löndum. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu köttinn til að skipta ostinum fyrir sig. – Forsetinn, ríkisstjórnin og þjóðin sitja þá að lokum uppi með enga stefnu. Ef Ísland á sér óvildarmenn mun sá púki fitna drjúgum á fjósbitanum af þessu brölti öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Getur forseti Íslands haft „stefnu" í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu" ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. Ýmsar ástæður liggja til þess að forseti Íslands getur ekki haft sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Þyngst á metunum er það að utanríkismál þjóðarinnar eru á valdsviði og verksviði ríkisstjórnar á hverjum tíma og þannig vilja flestir væntanlega hafa það þegar til lengdar lætur, hvað sem líður væringum stundarinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa skráða og yfirlýsta stefnu í utanríkismálum og við höfum hana meðal annars í huga þegar við setjum krossinn í þingkosningum. Þannig hefur ríkisstjórn umboð kjósenda til að fara með utanríkismál, en forseti hefur ekki slíkt umboð. Auk þess hefur ríkisstjórnin á sínum vegum starfskrafta og aðstöðu til að framfylgja mótaðri stefnu í utanríkismálum. Það er mikilvæg forsenda því að sannkölluð „stefna" er ekki bara orð á blaði heldur þarf líka að fylgja þeim vilji og geta til að framfylgja stefnunni. Forseti Íslands hefur ekki aðstöðu til þess og getur því ekki sjálfur framfylgt í okkar nafni hugsanlegri stefnu sem hann kann að telja sig hafa. Allir vita hvernig fer fyrir báti með tveimur ræðurum þar sem annar rær áfram en hinn afturábak; báturinn hefur þá enga stefnu og fer jafnvel villur vega. Eins mundi fara fyrir skipi ef skipstjóri og stýrimaður væru á öndverðum meiði um stefnu skipsins og réðu jafnmiklu. Skipið hefði enga stefnu, hegðun þess yrði til athlægis og eins gott að veðurguðir skipti ekki skapi. Núverandi forseti Íslands hefur lýst áhuga á því að hafa sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Meðal annars hefur hann allt aðrar hugmyndir um samskipti og vináttu Íslands við önnur ríki en áður hafa tíðkast. Áhugi hans á viðskiptum við Kína og Rússland hefur þannig vakið sérstaka athygli en þar virðist sem hann vilji róa í allt aðra átt en þorri landsmanna sem hefur skömm á mannréttindabrotum stjórnvalda í þessum löndum. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu köttinn til að skipta ostinum fyrir sig. – Forsetinn, ríkisstjórnin og þjóðin sitja þá að lokum uppi með enga stefnu. Ef Ísland á sér óvildarmenn mun sá púki fitna drjúgum á fjósbitanum af þessu brölti öllu.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun