Leikarinn Matthew McConaughey var einstaklega rómantískur er hann bað nýbökuðu eiginkonu sína, Camilu Alves, að giftast sér.
Bónorðið fór fram á jóladag í fyrra og og var sjálfur demantshringurinn falinn undir jólatrénu. „Þetta var síðasti pakkinn sem var opnaður og ég hafði pakkað honum inn í sjö gjafaöskjur svo það tók langan tíma að opna þetta," segir leikarinn í samtali við People Magazine en parið gekk í það heilaga um síðustu helgi við hátíðlega athöfn.
Rómantískt bónorð
