Bláu augun þín Jóhannes Kári Kristinsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. Íslendingar eru oft með gráblá augu, sem þýðir einfaldlega að lítið er af litarefni í lithimnu augans. Svertingjar eru með margfalt meira litarefni í lithimnunni, sem gerir augu þeirra dökkbrún. Slík augu hlífa augasteininum og sjónhimnunni fyrir stórum hluta geislunarinnar. Bláu augun gera það miklu síður. Litarefni í augnbotnum (sjónhimnu) tekur til sín sólarljós. Á sama hátt er miklu minna af litarefni í augum ljóshærðra eða skolhærðra heldur en í augum þeirra sem eru með dökkt hár og sérstaklega þeirra sem eru þeldökkir. Hinir ósýnilegu útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru helstu skaðvaldarnir. Þeir geta valdið bruna á yfirborði augans, ekkert ósvipað sólarbruna. Þeir sem hafa fengið svokallaða snjóblindu eða rafsuðublindu þekkja þetta og gleyma því aldrei, þar sem sársaukinn er gríðarlegur til viðbótar tímabundinni sjónskerðingu sem af því hlýst. Þetta gerist t.d. hjá þeim sem nota ekki geislavörn á meðan þeir eru að rafsjóða eða uppi á jökli. Allir þekkja það að það má ekki horfa beint í sól, þar sem það getur skaðað sjónhimnu og valdið blindu. Langvarandi útfjólublá geislun er líka varasöm. Augnlok geta orðið fyrir skaða eins og húð annars staðar á líkamanum. Hrukkur myndast auðveldlega í þunnri, viðkvæmri húðinni í kringum augun og hefur það aukist mjög að augnlæknar og lýtalæknar sprauti botox í svæðin til að minnka hrukkur og skera burt húðfellingar. Í sumum tilvikum getur krabbamein myndast á augnlokum, oftast á hvarmi. Stundum er hægt að nema það brott án þess að valda meiru en minniháttar óreglu í augnlokinu, en fyrir kemur að stærri útlitsgalli verður eftir. Þá getur verið erfitt að loka auganu, sem leiðir til þess augað verður þurrt og jafnvel borið skaða af. Langvarandi geislun frá sólinni getur líka valdið því að óeðlilegur vöxtur verði frá slímhimnu yfir á hornhimnuna. Þá myndast gráhvítur þríhyrningur inn á hornhimnu sem kallað er „pterygium", eða hornhimnuvængur á íslensku. Þessi vefur verður oft rauður og talsvert útlitslýti á auganu. Þetta er ekki algengt hér á landi en sést oftar í sólríkum löndum nær miðbaug. Augasteinninn er viðkvæmur fyrir sólarljósi. Ský á augasteini myndast oftar og fyrr hjá þeim sem eru í mikilli sól. Nýleg íslensk augnrannsókn leiddi þetta m.a. í ljós. Sjónhimnan er einnig viðkvæm fyrir sól, og er aldursbundin augnbotnahrörnun (macular degeneration) mun algengari hjá þeim sem hafa fengið mikla geislun í auga. Ský á augasteini og aldursbundin augnbotnahrörnun valda sjónskerðingu og jafnvel blindu. Hægt er að nema brott ský á augasteini, en aldursbundin augnbotnahrörnun er erfiðari viðfangs, þótt ýmis meðferðarúrræði hafi komið fram á undanförnum árum. Best er þó að fyrirbyggja skaða á augum, ekki síst þar sem margar skemmdir eru óafturkræfar. Hvetja þarf börn til að nota sólgleraugu, þar sem stór hluti þessara skaða er uppsafnaðar skemmdir á vefjum augans. Nokkrar rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að meir en helmingur barna notar aldrei sólgleraugu. Hvetja þarf til meiri sólgleraugnanotkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólargeislum með sólarvörn. Bent skal á að ýmis lyf, s.s. sýklalyf, getnaðarvarnarpillan, róandi lyf og ýmis lyf sem notuð eru til að meðhöndla psoriasis og bólusjúkdóma í húð (acne) geta aukið á skaða sólarinnar bæði í húð og í augum. Góðir Íslendingar: Notið sólgleraugu og hvetjið börnin til að nota þau líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. Íslendingar eru oft með gráblá augu, sem þýðir einfaldlega að lítið er af litarefni í lithimnu augans. Svertingjar eru með margfalt meira litarefni í lithimnunni, sem gerir augu þeirra dökkbrún. Slík augu hlífa augasteininum og sjónhimnunni fyrir stórum hluta geislunarinnar. Bláu augun gera það miklu síður. Litarefni í augnbotnum (sjónhimnu) tekur til sín sólarljós. Á sama hátt er miklu minna af litarefni í augum ljóshærðra eða skolhærðra heldur en í augum þeirra sem eru með dökkt hár og sérstaklega þeirra sem eru þeldökkir. Hinir ósýnilegu útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru helstu skaðvaldarnir. Þeir geta valdið bruna á yfirborði augans, ekkert ósvipað sólarbruna. Þeir sem hafa fengið svokallaða snjóblindu eða rafsuðublindu þekkja þetta og gleyma því aldrei, þar sem sársaukinn er gríðarlegur til viðbótar tímabundinni sjónskerðingu sem af því hlýst. Þetta gerist t.d. hjá þeim sem nota ekki geislavörn á meðan þeir eru að rafsjóða eða uppi á jökli. Allir þekkja það að það má ekki horfa beint í sól, þar sem það getur skaðað sjónhimnu og valdið blindu. Langvarandi útfjólublá geislun er líka varasöm. Augnlok geta orðið fyrir skaða eins og húð annars staðar á líkamanum. Hrukkur myndast auðveldlega í þunnri, viðkvæmri húðinni í kringum augun og hefur það aukist mjög að augnlæknar og lýtalæknar sprauti botox í svæðin til að minnka hrukkur og skera burt húðfellingar. Í sumum tilvikum getur krabbamein myndast á augnlokum, oftast á hvarmi. Stundum er hægt að nema það brott án þess að valda meiru en minniháttar óreglu í augnlokinu, en fyrir kemur að stærri útlitsgalli verður eftir. Þá getur verið erfitt að loka auganu, sem leiðir til þess augað verður þurrt og jafnvel borið skaða af. Langvarandi geislun frá sólinni getur líka valdið því að óeðlilegur vöxtur verði frá slímhimnu yfir á hornhimnuna. Þá myndast gráhvítur þríhyrningur inn á hornhimnu sem kallað er „pterygium", eða hornhimnuvængur á íslensku. Þessi vefur verður oft rauður og talsvert útlitslýti á auganu. Þetta er ekki algengt hér á landi en sést oftar í sólríkum löndum nær miðbaug. Augasteinninn er viðkvæmur fyrir sólarljósi. Ský á augasteini myndast oftar og fyrr hjá þeim sem eru í mikilli sól. Nýleg íslensk augnrannsókn leiddi þetta m.a. í ljós. Sjónhimnan er einnig viðkvæm fyrir sól, og er aldursbundin augnbotnahrörnun (macular degeneration) mun algengari hjá þeim sem hafa fengið mikla geislun í auga. Ský á augasteini og aldursbundin augnbotnahrörnun valda sjónskerðingu og jafnvel blindu. Hægt er að nema brott ský á augasteini, en aldursbundin augnbotnahrörnun er erfiðari viðfangs, þótt ýmis meðferðarúrræði hafi komið fram á undanförnum árum. Best er þó að fyrirbyggja skaða á augum, ekki síst þar sem margar skemmdir eru óafturkræfar. Hvetja þarf börn til að nota sólgleraugu, þar sem stór hluti þessara skaða er uppsafnaðar skemmdir á vefjum augans. Nokkrar rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að meir en helmingur barna notar aldrei sólgleraugu. Hvetja þarf til meiri sólgleraugnanotkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólargeislum með sólarvörn. Bent skal á að ýmis lyf, s.s. sýklalyf, getnaðarvarnarpillan, róandi lyf og ýmis lyf sem notuð eru til að meðhöndla psoriasis og bólusjúkdóma í húð (acne) geta aukið á skaða sólarinnar bæði í húð og í augum. Góðir Íslendingar: Notið sólgleraugu og hvetjið börnin til að nota þau líka.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun