Plata innan í annarri plötu 14. júní 2012 08:00 forpsrakki Billy Corgan er forsprakki bandarísku rokksveitarinnar The Smashing Pumpkins. nordicphotos/getty The Smashing Pumpkins gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár á mánudaginn. Hún er hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope. Sjöunda hljóðversplata The Smashing Pumpkins, Oceania, kemur út á mánudaginn á vegum EMI. Upptökur fóru fram í hljóðveri forsprakkans Billy Corgan í Chicago með gítarleikaranum Jeff Schroeder, trommaranum Mike Byrne og bassaleikaranum og söngkonunni Nicole Fiorentino. Að sögn Corgan er Oceania „plata innan í annarri plötu", eða hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope en fyrsta lagið þaðan kom út 2009. The Smashing Pumpkins var stofnuð í Chicago 1988 af Corgan og gítarleikaranum James Iah. Til liðs við þá gengu bassaleikarinn D"arcy Wretzky og trommarinn Billy Chamberlin. Sveitin náði athygli tónlistarunnenda fimm árum síðar á grunge-tímabilinu með annarri plötu sinni Siamese Dreams. Aðdáendahópurinn stækkaði enn frekar með hinni tvöföldu Mellon Collie and the Infinite Sadness en bæði hún og Siamese Dreams fengu frábæra dóma gagnrýnenda. Eftir að hafa verið ein vinsælasta rokksveit heims á tíunda áratugnum fór að halla undan fæti. Chamberlin var rekinn vegna eiturlyfjaneyslu sinnar og Pumpkins gaf í framhaldinu sem tríó út plötuna Adore. Hún fékk heldur slakar viðtökur. Árið 2000 kom út Machina/The Machines of God, með Chamberlin aftur um borð. Skömmu síðar ákvað Corgan að leggja Pumpkins niður eftir að Machina II/The Friends & Enemies of Modern Music leit dagsins ljós, eingöngu á netinu. Árið 2005 tilkynnti Corgan svo um endurkomu Pumpkins en hvorki Iah né bassleikarinn Melissa Auf der Maur, sem hafði gengið til liðs við sveitina í stað Wretsky, höfðu áhuga á að taka þátt. Corgan og Chamberlin, tóku því aleinir upp Zeitgeist árið 2007. Hún fékk misjafna dóma og töldu margir að hljómsveitin væri ekki söm eftir að Iah og D"Arcy hættu. Corgan er samt ekki af baki dottinn og er ánægður með hljómsveitina. „Jeff, Mike og Nicole eiga stóran þátt í hljómi og áferð Oceania. Hún er ólík öllum öðrum plötum sem ég hef gert." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
The Smashing Pumpkins gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár á mánudaginn. Hún er hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope. Sjöunda hljóðversplata The Smashing Pumpkins, Oceania, kemur út á mánudaginn á vegum EMI. Upptökur fóru fram í hljóðveri forsprakkans Billy Corgan í Chicago með gítarleikaranum Jeff Schroeder, trommaranum Mike Byrne og bassaleikaranum og söngkonunni Nicole Fiorentino. Að sögn Corgan er Oceania „plata innan í annarri plötu", eða hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope en fyrsta lagið þaðan kom út 2009. The Smashing Pumpkins var stofnuð í Chicago 1988 af Corgan og gítarleikaranum James Iah. Til liðs við þá gengu bassaleikarinn D"arcy Wretzky og trommarinn Billy Chamberlin. Sveitin náði athygli tónlistarunnenda fimm árum síðar á grunge-tímabilinu með annarri plötu sinni Siamese Dreams. Aðdáendahópurinn stækkaði enn frekar með hinni tvöföldu Mellon Collie and the Infinite Sadness en bæði hún og Siamese Dreams fengu frábæra dóma gagnrýnenda. Eftir að hafa verið ein vinsælasta rokksveit heims á tíunda áratugnum fór að halla undan fæti. Chamberlin var rekinn vegna eiturlyfjaneyslu sinnar og Pumpkins gaf í framhaldinu sem tríó út plötuna Adore. Hún fékk heldur slakar viðtökur. Árið 2000 kom út Machina/The Machines of God, með Chamberlin aftur um borð. Skömmu síðar ákvað Corgan að leggja Pumpkins niður eftir að Machina II/The Friends & Enemies of Modern Music leit dagsins ljós, eingöngu á netinu. Árið 2005 tilkynnti Corgan svo um endurkomu Pumpkins en hvorki Iah né bassleikarinn Melissa Auf der Maur, sem hafði gengið til liðs við sveitina í stað Wretsky, höfðu áhuga á að taka þátt. Corgan og Chamberlin, tóku því aleinir upp Zeitgeist árið 2007. Hún fékk misjafna dóma og töldu margir að hljómsveitin væri ekki söm eftir að Iah og D"Arcy hættu. Corgan er samt ekki af baki dottinn og er ánægður með hljómsveitina. „Jeff, Mike og Nicole eiga stóran þátt í hljómi og áferð Oceania. Hún er ólík öllum öðrum plötum sem ég hef gert." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira