Vafasöm vigtun sjávarafla Kristinn H. Gunnarsson skrifar 7. júní 2012 06:00 Hinar opinberu reglur um vigtun fiskafla eru hriplekar sem gatasigti. Látið er að mestu eftirlitslaust í hendur vinnsluaðila að ákvarða magn, stærð, meðalþyngd og tegund aflans. Framkvæmd vigtunarinnar þýðir að kaupendum aflans einum er treyst fyrir því að gefa ríkinu upp hve mikill kvóti hefur verið nýttur. Þetta er vafasamt fyrirkomulag. Afli er að jafnaði vigtaður fyrst á hafnarvog sveitarfélagsins. Hins vegar hafa um 90 fiskkaupendur um allt land leyfi til þess að endurvigta aflann. Það er gert innan veggja fyrirtækisins án viðveru opinberra eftirlitsmanna. Endurvigtunin er send til hafnarvogarinnar þar sem fyrst var vigtað. Beri tölunum ekki saman ræður endurvigtunin og er færð inn í gagnagrunn Fiskistofu. Ekkert samband er milli vigtunarkerfanna tveggja og því engin leið að staðreyna mælingu fiskkaupandans. Gildandi fyrirkomulag býður hættunni heim, þar sem endurvigtunin er að mestu í höndum aðila sem fjárhagslegan ávinning hafa af því að hafa rangt við. Sé fiskaflinn vanvigtaður er hægt að veiða meira en nemur útgefnum kvóta og sé meðalþyngd lækkuð verður fiskverðið lægra en rétt er. Afleiðing af svindli er að meira er veitt en kvóti leyfir og að ríkið, sveitarfélögin, fiskseljandi og sjómenn eru hlunnfarin um kvóta og tekjur. Sáralítið af veiddum afla er endanlega vigtaður af hinu opinbera eða hlutlausum og trúverðugum aðila. Fiskur sem vinnsluskip veiða er aldrei vigtaður heldur er stuðst við mælingar á afurðum eftir á. Óunninn fiskur sem seldur er erlendis er vigtaður þar. Mest af óunnum fiski sem seldur er innanlands er vigtað af fiskkaupandanum. Aðeins afli sem seldur er á innlendum fiskmarkaði er vigtaður af hlutlausum aðila. Það eru um 15% af veiddum þorski, hin 85% eru vigtuð af aðilum sem hagnast fjárhagslega af frávikum. Í frumvarpi Jóns Bjarnasonar var í fyrra lagt til að breyta þessu og láta hina opinberu vigtun gilda. En það hefur verið dregið til baka. Kvótakerfið hvílir á ótraustum mælingum og býður upp á umfangsmikil undanskot og svik. Hið opinbera líður ekki slíkt í öðrum atvinnugreinum. Hverju sætir þessi sérmeðferð sem útgerðargreifar landsins fá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Hinar opinberu reglur um vigtun fiskafla eru hriplekar sem gatasigti. Látið er að mestu eftirlitslaust í hendur vinnsluaðila að ákvarða magn, stærð, meðalþyngd og tegund aflans. Framkvæmd vigtunarinnar þýðir að kaupendum aflans einum er treyst fyrir því að gefa ríkinu upp hve mikill kvóti hefur verið nýttur. Þetta er vafasamt fyrirkomulag. Afli er að jafnaði vigtaður fyrst á hafnarvog sveitarfélagsins. Hins vegar hafa um 90 fiskkaupendur um allt land leyfi til þess að endurvigta aflann. Það er gert innan veggja fyrirtækisins án viðveru opinberra eftirlitsmanna. Endurvigtunin er send til hafnarvogarinnar þar sem fyrst var vigtað. Beri tölunum ekki saman ræður endurvigtunin og er færð inn í gagnagrunn Fiskistofu. Ekkert samband er milli vigtunarkerfanna tveggja og því engin leið að staðreyna mælingu fiskkaupandans. Gildandi fyrirkomulag býður hættunni heim, þar sem endurvigtunin er að mestu í höndum aðila sem fjárhagslegan ávinning hafa af því að hafa rangt við. Sé fiskaflinn vanvigtaður er hægt að veiða meira en nemur útgefnum kvóta og sé meðalþyngd lækkuð verður fiskverðið lægra en rétt er. Afleiðing af svindli er að meira er veitt en kvóti leyfir og að ríkið, sveitarfélögin, fiskseljandi og sjómenn eru hlunnfarin um kvóta og tekjur. Sáralítið af veiddum afla er endanlega vigtaður af hinu opinbera eða hlutlausum og trúverðugum aðila. Fiskur sem vinnsluskip veiða er aldrei vigtaður heldur er stuðst við mælingar á afurðum eftir á. Óunninn fiskur sem seldur er erlendis er vigtaður þar. Mest af óunnum fiski sem seldur er innanlands er vigtað af fiskkaupandanum. Aðeins afli sem seldur er á innlendum fiskmarkaði er vigtaður af hlutlausum aðila. Það eru um 15% af veiddum þorski, hin 85% eru vigtuð af aðilum sem hagnast fjárhagslega af frávikum. Í frumvarpi Jóns Bjarnasonar var í fyrra lagt til að breyta þessu og láta hina opinberu vigtun gilda. En það hefur verið dregið til baka. Kvótakerfið hvílir á ótraustum mælingum og býður upp á umfangsmikil undanskot og svik. Hið opinbera líður ekki slíkt í öðrum atvinnugreinum. Hverju sætir þessi sérmeðferð sem útgerðargreifar landsins fá?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun