Leikkonan Charlize Theron segist vera orðin sérfróð um bleiuskipti eftir að hún eignaðist son sinn Jackson.
„Ég elska bleiuskipti, ég lýg því ekki. Og ég er orðin svo góð í þeim að ég gæti gert það sofandi. Ég hef þurft að kaupa bleiur í ólíkum löndum, því Jackson er á kynningarferðalagi með mér, og nú kann ég að skipta á japönskum bleium, spænskum, enskum og þýskum bleium. Bleiur eru svolítið ólíkar á milli landa og ég er orðin sérfróð um þær allar," sagði leikkonan um hið nýja hlutverk sitt sem móðir.

