Komdu út að leika Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. maí 2012 06:00 Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er „Gleði og samvera“. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að átaksverkefninu „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði“ sem ætlað er að efla vitund um mikilvægi heilbrigðs lífs fyrir börn; hvort heldur er út frá líkamlegu og andlegu heilbrigði sem og í forvarnarlegu tilliti. Verkefnið byggir á ákvæðum barnasáttmála um rétt barna til heilsuverndar og banni við mismunun, einnig á ákvæðum sáttmálans um ábyrgð foreldra og aðildarríkja. Umræðan um líkamlegt heilbrigði barna þarf á ölllum tímum að vera lifandi og frjó. Við þurfum að hafa vakandi auga með þróuninni hér á landi, hvað varðar næringu og þyngd barna á Íslandi. Það eru ekki einungis heilsufarslegar afleiðingar fyrir börnin sem um ræðir heldur einnig sjálfsmynd þeirra sem er í mótun. Foreldrar eru í lykilhlutverki í þessu sem og öðru er varðar börn þeirra. Þeir eru ekki eingöngu helstu fyrirmyndir þeirra, heldur bera þeir ábyrgð á innkaupum og mataræði fjölskyldunnar. Barn sem horfir á foreldra sína lifa heilbrigðu lífi, huga að hollu mataræði og stunda reglulega hreyfingu er líklegt til að vilja feta í sömu fótspor. Öll börn, óháð efnahag foreldra, eiga rétt á að stunda hreyfingu við hæfi, íþrótta- og frístundastarf. Flestir eru sammála um að leikir, íþróttir og almenn hreyfing hafa forvarnagildi. Margar rannsóknir hafa t.a.m. sýnt að börn sem stunda íþróttir eru í minni hættu á að leiðast út í vandamál tengd unglingsárunum. Það er á ábyrgð okkar að skapa þeim viðeigandi vettvang til íþrótta- og tómstundaiðkana þar sem þau geta komið saman, leikið sér og fengið hreyfingu við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er „Gleði og samvera“. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að átaksverkefninu „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði“ sem ætlað er að efla vitund um mikilvægi heilbrigðs lífs fyrir börn; hvort heldur er út frá líkamlegu og andlegu heilbrigði sem og í forvarnarlegu tilliti. Verkefnið byggir á ákvæðum barnasáttmála um rétt barna til heilsuverndar og banni við mismunun, einnig á ákvæðum sáttmálans um ábyrgð foreldra og aðildarríkja. Umræðan um líkamlegt heilbrigði barna þarf á ölllum tímum að vera lifandi og frjó. Við þurfum að hafa vakandi auga með þróuninni hér á landi, hvað varðar næringu og þyngd barna á Íslandi. Það eru ekki einungis heilsufarslegar afleiðingar fyrir börnin sem um ræðir heldur einnig sjálfsmynd þeirra sem er í mótun. Foreldrar eru í lykilhlutverki í þessu sem og öðru er varðar börn þeirra. Þeir eru ekki eingöngu helstu fyrirmyndir þeirra, heldur bera þeir ábyrgð á innkaupum og mataræði fjölskyldunnar. Barn sem horfir á foreldra sína lifa heilbrigðu lífi, huga að hollu mataræði og stunda reglulega hreyfingu er líklegt til að vilja feta í sömu fótspor. Öll börn, óháð efnahag foreldra, eiga rétt á að stunda hreyfingu við hæfi, íþrótta- og frístundastarf. Flestir eru sammála um að leikir, íþróttir og almenn hreyfing hafa forvarnagildi. Margar rannsóknir hafa t.a.m. sýnt að börn sem stunda íþróttir eru í minni hættu á að leiðast út í vandamál tengd unglingsárunum. Það er á ábyrgð okkar að skapa þeim viðeigandi vettvang til íþrótta- og tómstundaiðkana þar sem þau geta komið saman, leikið sér og fengið hreyfingu við hæfi.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar