Leikkonan Carey Mulligan og tónlistarmaðurinn Marcus Mumford gengu í það heilaga við leynilega athöfn í Bretlandi um helgina.
Mumford er söngvari sveitarinnar Mumford and Sons en parið trúlofaðist síðastliðið haust. Athöfnin var haldin í sumarhúsi í Somerset og var fámennt en góðmennt. Góðvinkona Mulligan, Sienna Miller, og leikarnir Jake Gyllenhall og Colin Firth voru meðal gesta.
Giftu sig í leyni
