Betri nýting á regnvatni Hrund Andradóttir skrifar 24. apríl 2012 06:00 Þegar regn fellur til jarðar síast hluti þess niður í jarðveg og hluti rennur sem yfirborðsvatn í lækjum og ám. Ógegndræpir fletir í borgarumhverfinu, eins og þök, götur og gangstéttir, raska örlögum regnvatns með þeim hætti að mun hærra hlutfall rennur sem yfirborðsvatn heldur en síast í jörðina. Hefðbundin regnvatnsstjórnun safnar regnvatni í lagnakerfi. Í eldri hverfum Reykjavíkur er regnvatni blandað saman við skólp og hitaveituvatn, hreinsað og síðan veitt út í sjó. Aukið álag í asahláku og rigningu minnkar hreinsigetu slíkra skólpstöðva og í verstu tilfellum er óhreinsuðu vatni veitt út í sjó. Þessi hefðbundna söfnun og flutningur regnvatns getur haft slæm áhrif á vatnabúskap, m.a. lækkað grunnvatnsstöðu þannig að lækir, tjarnir og votlendi þorna upp. Blágræn regnvatnsstjórnunNú ryður sér til rúms ný stefna, sem miðar að því að skilja ofanvatn frá skólpi, nýta það og hreinsa. Sumar lausnir miða að því að gera borgarumhverfið náttúrulegra með því að auka vægi vatns (blátt), og gróðurþekju (grænt). Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi hannað með þessa nýju blá-grænu hugmyndafræði að leiðarljósi. Einnig kemur til greina að endurnýta vatnið, t.d. til að vökva garða eða til að sturta niður úr klósettum. Með því minnkar álagið á drykkjarvatnsauðlindir. Jafnframt skapast meira öryggi við fjölbreyttara aðgengi að vatni. Endurbætur í gömlum hverfumÁ sama hátt og ný hverfi eru hönnuð eins og Urriðaholt eru miklir möguleikar á endurbótum í eldri hverfum. Þetta á sérstaklega við þar sem regn- og skólp er flutt í sameiginlegum lögnum, eins og í Vesturbænum. Í vor unnu nemendur í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands tillögur að blágrænni regnvatnsmeðhöndlun á háskólalóðinni. Hópurinn vann undir leiðsögn dr. Hrundar Andradóttur dósents og dr. Sveins Þórólfssonar prófessors við NTNU. Þökum eldri bygginga má t.d. umbreyta í græn þök að fyrirmynd torfbæjanna. Regnvatni er hægt að beina í fallega vatnsfarvegi og regngarða. Þaðan má flytja vatnið í tjarnir sem geta nýst til útivistar og skautaiðkunar á vetrum. Að auki mætti veita regnvatni til friðlandsins í Vatnsmýrinni, og auka vatnaskiptin þar. Allar þessar lausnir stuðla að vatnsvernd og náttúrulegri hreinsun á þungmálmum, örverum og lífrænum mengunarvöldum úr ofanvatninu. Mikil tækifæriMikil tækifæri geta falist í því að innleiða grænbláar regnvatnslausnir í nýjum og eldri hverfum á Íslandi. Ráðstefna um sjálfbært skipulag, dæmi um háskólavæðið, verður haldið í stofu 132 í Öskju, miðvikudaginn 25. apríl kl. 15-17. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar regn fellur til jarðar síast hluti þess niður í jarðveg og hluti rennur sem yfirborðsvatn í lækjum og ám. Ógegndræpir fletir í borgarumhverfinu, eins og þök, götur og gangstéttir, raska örlögum regnvatns með þeim hætti að mun hærra hlutfall rennur sem yfirborðsvatn heldur en síast í jörðina. Hefðbundin regnvatnsstjórnun safnar regnvatni í lagnakerfi. Í eldri hverfum Reykjavíkur er regnvatni blandað saman við skólp og hitaveituvatn, hreinsað og síðan veitt út í sjó. Aukið álag í asahláku og rigningu minnkar hreinsigetu slíkra skólpstöðva og í verstu tilfellum er óhreinsuðu vatni veitt út í sjó. Þessi hefðbundna söfnun og flutningur regnvatns getur haft slæm áhrif á vatnabúskap, m.a. lækkað grunnvatnsstöðu þannig að lækir, tjarnir og votlendi þorna upp. Blágræn regnvatnsstjórnunNú ryður sér til rúms ný stefna, sem miðar að því að skilja ofanvatn frá skólpi, nýta það og hreinsa. Sumar lausnir miða að því að gera borgarumhverfið náttúrulegra með því að auka vægi vatns (blátt), og gróðurþekju (grænt). Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið á Íslandi hannað með þessa nýju blá-grænu hugmyndafræði að leiðarljósi. Einnig kemur til greina að endurnýta vatnið, t.d. til að vökva garða eða til að sturta niður úr klósettum. Með því minnkar álagið á drykkjarvatnsauðlindir. Jafnframt skapast meira öryggi við fjölbreyttara aðgengi að vatni. Endurbætur í gömlum hverfumÁ sama hátt og ný hverfi eru hönnuð eins og Urriðaholt eru miklir möguleikar á endurbótum í eldri hverfum. Þetta á sérstaklega við þar sem regn- og skólp er flutt í sameiginlegum lögnum, eins og í Vesturbænum. Í vor unnu nemendur í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands tillögur að blágrænni regnvatnsmeðhöndlun á háskólalóðinni. Hópurinn vann undir leiðsögn dr. Hrundar Andradóttur dósents og dr. Sveins Þórólfssonar prófessors við NTNU. Þökum eldri bygginga má t.d. umbreyta í græn þök að fyrirmynd torfbæjanna. Regnvatni er hægt að beina í fallega vatnsfarvegi og regngarða. Þaðan má flytja vatnið í tjarnir sem geta nýst til útivistar og skautaiðkunar á vetrum. Að auki mætti veita regnvatni til friðlandsins í Vatnsmýrinni, og auka vatnaskiptin þar. Allar þessar lausnir stuðla að vatnsvernd og náttúrulegri hreinsun á þungmálmum, örverum og lífrænum mengunarvöldum úr ofanvatninu. Mikil tækifæriMikil tækifæri geta falist í því að innleiða grænbláar regnvatnslausnir í nýjum og eldri hverfum á Íslandi. Ráðstefna um sjálfbært skipulag, dæmi um háskólavæðið, verður haldið í stofu 132 í Öskju, miðvikudaginn 25. apríl kl. 15-17.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar