Ábyrgðarkver Reimar Pétursson skrifar 10. apríl 2012 13:00 Út er komin bókin Ábyrgðarkver eftir Gunnlaug Jónsson sem fjallar um „bankahrun og lærdóminn um ábyrgð". Bókin er kærkomin viðbót við þau rit sem þegar hafa verið skrifuð um hugsanlegar orsakir efnahagshrunsins 2008. Óskýrar orsakir og afleiðingarVandinn sem höfundar standa frammi í umfjöllun um þetta er sá, að oft og tíðum er vandasamt að greina á milli orsaka og afleiðingar. Höfundar hafa því oft lýst flóknu samspili ýmissa atburða, reynt að draga línur milli þeirra og þannig talið sig hafa fundið „orsakir" hrunsins. Eftir standa ringlaðir lesendur og eiga þann kost einan að láta álit sitt á einstaka mönnum eða atvikum ráða viðhorfi sínu, eins ófullnægjandi og það er. Sannfærandi skýringBók Gunnlaugs er fyrsta bókin um hrunið sem rís undir því, að bjóða lesendum sannfærandi skýringu á orsökum hrunsins. Gunnlaugur greinir þetta af heiðarleika, einlægni og innsæi. Þá er greiningin svo einföld að Gunnlaugur þarf aldrei að fjalla um einstaka menn eða atvik. Viðhorf til þeirra trufla því lesandann aldrei. Ábyrgð einstaklinga og trúin á stuðning ríkisinsGunnlaugur bendir á að ábyrgð einstaklinga á fjármálum sínum sé best fyrir komið hjá þeim sjálfum. Enginn banki geti tekið slíka ábyrgð yfir vegna freistnivanda. Þá geti ekkert opinbert eftirlit komið að sama gagni. Þrátt fyrir það hafi fólki um langt árabil verið talin trú um að treysta megi bönkum og að ríkið muni styðja þá sem einhvers konar lánveitandi til þrautavara lendi þeir í vanda. Með þessu sé ábyrgð af meðferð fjármuna fólks færð frá almenningi og fjárfestum til ríkisins. Bankarnir fái við þessar aðstæður mikil færi til áhættutöku. Almenningur og fjárfestar sofi á verðinum og opinbert eftirlit megni aldrei að koma í veg fyrir öll áföll. Lærdómurinn um bankahruniðAf þessu dregur Gunnlaugur þann lærdóm að ríkisvaldið eigi að hafa minni afskipti af meðferð manna á fjármunum sínum. Ríkisvaldið eigi að forðast að kynda undir þeirri trú að það muni bjarga bönkum sem lenda í ógöngum. Fólk eigi að taka ábyrgð. Sé þetta gert eykst vald fólksins og vald banka og stjórnmálamanna minnkar. Afleiðingin sé síðan m.a. sú, að spilling minnki því án valds geti engin spilling þrifist. Lærdómurinn um annaðSkrif Gunnlaugs eru síðan enn áhugaverðari fyrir það, að hann dregur ályktanir sem veita leiðsögn á ýmsum öðrum sviðum en bankamálum. Hann greinir þannig hvernig aukin ábyrgð einstaklinga getur leyst ýmis þjóðfélagsleg vandamál og jafnvel stuðlað að bótum í lífi lesandans sjálfs. Bók Gunnlaugs er því tímabært innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Hún rís yfir það karp og þras sem vill trufla rökhugsun um vandamál líðandi stundar. Hún er því góður áttaviti. Það má óhikað skora á sem flesta að kynna sér hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Út er komin bókin Ábyrgðarkver eftir Gunnlaug Jónsson sem fjallar um „bankahrun og lærdóminn um ábyrgð". Bókin er kærkomin viðbót við þau rit sem þegar hafa verið skrifuð um hugsanlegar orsakir efnahagshrunsins 2008. Óskýrar orsakir og afleiðingarVandinn sem höfundar standa frammi í umfjöllun um þetta er sá, að oft og tíðum er vandasamt að greina á milli orsaka og afleiðingar. Höfundar hafa því oft lýst flóknu samspili ýmissa atburða, reynt að draga línur milli þeirra og þannig talið sig hafa fundið „orsakir" hrunsins. Eftir standa ringlaðir lesendur og eiga þann kost einan að láta álit sitt á einstaka mönnum eða atvikum ráða viðhorfi sínu, eins ófullnægjandi og það er. Sannfærandi skýringBók Gunnlaugs er fyrsta bókin um hrunið sem rís undir því, að bjóða lesendum sannfærandi skýringu á orsökum hrunsins. Gunnlaugur greinir þetta af heiðarleika, einlægni og innsæi. Þá er greiningin svo einföld að Gunnlaugur þarf aldrei að fjalla um einstaka menn eða atvik. Viðhorf til þeirra trufla því lesandann aldrei. Ábyrgð einstaklinga og trúin á stuðning ríkisinsGunnlaugur bendir á að ábyrgð einstaklinga á fjármálum sínum sé best fyrir komið hjá þeim sjálfum. Enginn banki geti tekið slíka ábyrgð yfir vegna freistnivanda. Þá geti ekkert opinbert eftirlit komið að sama gagni. Þrátt fyrir það hafi fólki um langt árabil verið talin trú um að treysta megi bönkum og að ríkið muni styðja þá sem einhvers konar lánveitandi til þrautavara lendi þeir í vanda. Með þessu sé ábyrgð af meðferð fjármuna fólks færð frá almenningi og fjárfestum til ríkisins. Bankarnir fái við þessar aðstæður mikil færi til áhættutöku. Almenningur og fjárfestar sofi á verðinum og opinbert eftirlit megni aldrei að koma í veg fyrir öll áföll. Lærdómurinn um bankahruniðAf þessu dregur Gunnlaugur þann lærdóm að ríkisvaldið eigi að hafa minni afskipti af meðferð manna á fjármunum sínum. Ríkisvaldið eigi að forðast að kynda undir þeirri trú að það muni bjarga bönkum sem lenda í ógöngum. Fólk eigi að taka ábyrgð. Sé þetta gert eykst vald fólksins og vald banka og stjórnmálamanna minnkar. Afleiðingin sé síðan m.a. sú, að spilling minnki því án valds geti engin spilling þrifist. Lærdómurinn um annaðSkrif Gunnlaugs eru síðan enn áhugaverðari fyrir það, að hann dregur ályktanir sem veita leiðsögn á ýmsum öðrum sviðum en bankamálum. Hann greinir þannig hvernig aukin ábyrgð einstaklinga getur leyst ýmis þjóðfélagsleg vandamál og jafnvel stuðlað að bótum í lífi lesandans sjálfs. Bók Gunnlaugs er því tímabært innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Hún rís yfir það karp og þras sem vill trufla rökhugsun um vandamál líðandi stundar. Hún er því góður áttaviti. Það má óhikað skora á sem flesta að kynna sér hana.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar