Framkvæmdir eða framkvæmdaleysi Sigþór Sigurðsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Samgönguáætlun til fjögurra og tólf ára er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að allra leiða sé leitað til þess að auka framkvæmdir og fjárfestingar. Á sama tíma og hert gjaldeyrishöft og almennt vantraust á efnahagsstefnu í landinu okkar loka fyrir allar erlendar fjárfestingar sendir stjórnarráðið frá sér fréttatilkynningu um að yfirvofandi séu hundraða milljarða fjárfestingar (sjá www.stjr.is). Upptalningin í fréttinni er dapurleg lesning því annaðhvort er um að ræða verkefni sem þegar er lokið, eru í miðjum klíðum eða hreinlega hefur verið hætt við. Stjórnvöld virðast beita áróðri til að telja okkur trú um að hér sé allt á uppleið þegar staða venjulegra fyrirtækja sem lifað hafa hörmungarnar af hefur aldrei verið verri. Nú eru að verða liðin fjögur ár frá hruni efnahagskerfisins og ríkisstjórnin stingur enn höfðinu í sandinn. Það er skylda stjórnvalda að skapa sæmileg skilyrði til rekstrar, það er skylda stjórnvalda að koma fjárfestingum af stað og það er skylda stjórnvalda að leita allra leiða til að fólk og fyrirtæki geti lifað í þessu landi. Ef utanaðkomandi fjárfestingar koma ekki til verður að leita annarra leiða. Hér eru innilokaðar íslenskar krónur sem nema hundruðum milljarða. Lífeyrissjóðir landsmanna þurfa að fjárfesta fyrir 10 milljarða á mánuði og mega enga peninga flytja úr landi. Á þessu og næsta ári þurfa lífeyrissjóðir að koma 200 milljörðum í vinnu. Sjá stjórnvöld ekki að við erum í vítahring? Nú þarf að bretta upp ermar og koma hlutunum af stað. Ef ekki núna hvenær þá? Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 segir m.a. að reyna eigi: „til þrautar að finna útfærslur sem gera mögulegt að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á Suðvesturlandi og eftir atvikum víðar, fjármagnaðar með sérstökum hætti." Samtök iðnaðarins hafa tekið undir hugmyndir um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Um er að ræða þær þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. endurbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga þar sem hófleg veggjöld standa straum af endurgreiðslu lána og vaxta. Óþarfi er að tíunda rökin vegna tjóna- og slysatíðni. Margoft hefur komið fram að ofangreind verkefni eru arðbær ein og sér og er þá ekki innreiknaður ábati ríkisins af auknum umsvifum í samfélaginu. Hér með er skorað á hæstvirtan innanríkisráðherra að hefja þegar í stað viðræður við lífeyrissjóði landsins á ný um aðkomu þeirra að þjóðhagslega arðbærum og mikilvægum verkefnum. Og ekkert þras um að þetta taki langan tíma. Verkefnið var langt komið þegar ráðherra sló það út af borðinu á síðasta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Samgönguáætlun til fjögurra og tólf ára er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að allra leiða sé leitað til þess að auka framkvæmdir og fjárfestingar. Á sama tíma og hert gjaldeyrishöft og almennt vantraust á efnahagsstefnu í landinu okkar loka fyrir allar erlendar fjárfestingar sendir stjórnarráðið frá sér fréttatilkynningu um að yfirvofandi séu hundraða milljarða fjárfestingar (sjá www.stjr.is). Upptalningin í fréttinni er dapurleg lesning því annaðhvort er um að ræða verkefni sem þegar er lokið, eru í miðjum klíðum eða hreinlega hefur verið hætt við. Stjórnvöld virðast beita áróðri til að telja okkur trú um að hér sé allt á uppleið þegar staða venjulegra fyrirtækja sem lifað hafa hörmungarnar af hefur aldrei verið verri. Nú eru að verða liðin fjögur ár frá hruni efnahagskerfisins og ríkisstjórnin stingur enn höfðinu í sandinn. Það er skylda stjórnvalda að skapa sæmileg skilyrði til rekstrar, það er skylda stjórnvalda að koma fjárfestingum af stað og það er skylda stjórnvalda að leita allra leiða til að fólk og fyrirtæki geti lifað í þessu landi. Ef utanaðkomandi fjárfestingar koma ekki til verður að leita annarra leiða. Hér eru innilokaðar íslenskar krónur sem nema hundruðum milljarða. Lífeyrissjóðir landsmanna þurfa að fjárfesta fyrir 10 milljarða á mánuði og mega enga peninga flytja úr landi. Á þessu og næsta ári þurfa lífeyrissjóðir að koma 200 milljörðum í vinnu. Sjá stjórnvöld ekki að við erum í vítahring? Nú þarf að bretta upp ermar og koma hlutunum af stað. Ef ekki núna hvenær þá? Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 segir m.a. að reyna eigi: „til þrautar að finna útfærslur sem gera mögulegt að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á Suðvesturlandi og eftir atvikum víðar, fjármagnaðar með sérstökum hætti." Samtök iðnaðarins hafa tekið undir hugmyndir um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Um er að ræða þær þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. endurbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga þar sem hófleg veggjöld standa straum af endurgreiðslu lána og vaxta. Óþarfi er að tíunda rökin vegna tjóna- og slysatíðni. Margoft hefur komið fram að ofangreind verkefni eru arðbær ein og sér og er þá ekki innreiknaður ábati ríkisins af auknum umsvifum í samfélaginu. Hér með er skorað á hæstvirtan innanríkisráðherra að hefja þegar í stað viðræður við lífeyrissjóði landsins á ný um aðkomu þeirra að þjóðhagslega arðbærum og mikilvægum verkefnum. Og ekkert þras um að þetta taki langan tíma. Verkefnið var langt komið þegar ráðherra sló það út af borðinu á síðasta ári.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun