Er þingræði lýðræði? Jón Lárusson skrifar 30. mars 2012 06:00 Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem hagsmunir samfélagsins ganga framar sérhagsmunum. Þar sem réttur lítilmagnans er ekki fótum troðinn svo hinir sterku geti fengið sitt fram. Þessu hefur hins vegar verið haldið frá okkur svo áratugum skiptir, allt í valdi einhvers sem kallað hefur verið þingræði. Samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrárinnar þá er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það þýðir ekki að þingið sé eitt og allt í öllu, heldur einfaldlega að framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum þingsins. Það er þingið sem setur reglurnar. Það er því mjög áhugavert að í tillögum stjórnlagaráðs er fyrsta greinin á þann hátt að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Einhverjum gæti fundist þetta litlu skipta, en þessi eina breyting fjarlægir stjórnarfyrirkomulagið frá lýðræði og festir í sessi vald hinna fáu. Með þessari breytingu fellur niður aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds, nokkuð sem er talið hornsteinn í raunverulegu lýðræðisþjóðfélagi. Í þingræði á þingið að ráða, en þegar við horfum til þess að eftir kosningar koma einstaklingar sér saman um meirihluta á þingi og svíkja auðveldlega loforð sín fyrir valdið, þá sitjum við uppi með ríkisstjórn sem fer með allt vald í nafni meirihluta. Þegar svo horft er til hinnar erfiðu leiðar fyrir nýtt afl inn á þing, þá erum við að horfa á fyrirkomulag þar sem fámenn valdastétt skiptist á að fara með völdin, en við almenningur höfum ekkert með það að gera. Með þessum breytingum er búið að þjappa valdinu saman á einn stað og leiðin til einræðis hefur opnast. Ég hvet alla til að lesa drögin að nýju stjórnarskránni sem liggja fyrir því þau eru slík aðför að lýðræðinu að nær ekki nokkurri átt. Þó haldið sé að okkur eiturpillum eins og þjóðaratkvæðisákvæði og neitunarvaldi forseta, þá eru þessir þættir bundnir slíkum takmörkunum að þeir verða aðeins táknrænir. Við lifum á viðsjárverðum tímum og við verðum að gæta okkar. Ef við hugum ekki að lýðræðinu, mun frelsið frá okkur tekið og án þess eigum við enga framtíð. Við almenningur höfum þurft að þola mikið frá árinu 2008, en okkur sem ekki fengum að njóta ávaxta hins svokallaða góðæris hefur verið gert að bera byrðarnar. Okkur almenningi hefur verið ýtt í svaðið og með brellum erum við leidd til framtíðar sem er okkur þvert um geð. Okkur er boðið fullveldisafsal og innganga í sambandsríki þar sem „vinirnir" fá allt, en aðrir verða að taka því sem fellur af borðum. Okkur er boðin þjóðfélagsskipan þar sem almenningur hefur ekkert um framtíð sína að segja, þar sem lýðræðið er fótum troðið og frelsið skammtað af þeim sem ráða. Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og taki framtíðina í sínar hendur. Það er kominn tími til að almenningur hætti að láta blekkja sig með innihaldslausum loforðum. Það er kominn tími til að almenningur segi stopp, hingað og ekki lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem hagsmunir samfélagsins ganga framar sérhagsmunum. Þar sem réttur lítilmagnans er ekki fótum troðinn svo hinir sterku geti fengið sitt fram. Þessu hefur hins vegar verið haldið frá okkur svo áratugum skiptir, allt í valdi einhvers sem kallað hefur verið þingræði. Samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrárinnar þá er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn. Það þýðir ekki að þingið sé eitt og allt í öllu, heldur einfaldlega að framkvæmdavaldið er bundið ákvörðunum þingsins. Það er þingið sem setur reglurnar. Það er því mjög áhugavert að í tillögum stjórnlagaráðs er fyrsta greinin á þann hátt að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Einhverjum gæti fundist þetta litlu skipta, en þessi eina breyting fjarlægir stjórnarfyrirkomulagið frá lýðræði og festir í sessi vald hinna fáu. Með þessari breytingu fellur niður aðskilnaður framkvæmda- og löggjafarvalds, nokkuð sem er talið hornsteinn í raunverulegu lýðræðisþjóðfélagi. Í þingræði á þingið að ráða, en þegar við horfum til þess að eftir kosningar koma einstaklingar sér saman um meirihluta á þingi og svíkja auðveldlega loforð sín fyrir valdið, þá sitjum við uppi með ríkisstjórn sem fer með allt vald í nafni meirihluta. Þegar svo horft er til hinnar erfiðu leiðar fyrir nýtt afl inn á þing, þá erum við að horfa á fyrirkomulag þar sem fámenn valdastétt skiptist á að fara með völdin, en við almenningur höfum ekkert með það að gera. Með þessum breytingum er búið að þjappa valdinu saman á einn stað og leiðin til einræðis hefur opnast. Ég hvet alla til að lesa drögin að nýju stjórnarskránni sem liggja fyrir því þau eru slík aðför að lýðræðinu að nær ekki nokkurri átt. Þó haldið sé að okkur eiturpillum eins og þjóðaratkvæðisákvæði og neitunarvaldi forseta, þá eru þessir þættir bundnir slíkum takmörkunum að þeir verða aðeins táknrænir. Við lifum á viðsjárverðum tímum og við verðum að gæta okkar. Ef við hugum ekki að lýðræðinu, mun frelsið frá okkur tekið og án þess eigum við enga framtíð. Við almenningur höfum þurft að þola mikið frá árinu 2008, en okkur sem ekki fengum að njóta ávaxta hins svokallaða góðæris hefur verið gert að bera byrðarnar. Okkur almenningi hefur verið ýtt í svaðið og með brellum erum við leidd til framtíðar sem er okkur þvert um geð. Okkur er boðið fullveldisafsal og innganga í sambandsríki þar sem „vinirnir" fá allt, en aðrir verða að taka því sem fellur af borðum. Okkur er boðin þjóðfélagsskipan þar sem almenningur hefur ekkert um framtíð sína að segja, þar sem lýðræðið er fótum troðið og frelsið skammtað af þeim sem ráða. Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og taki framtíðina í sínar hendur. Það er kominn tími til að almenningur hætti að láta blekkja sig með innihaldslausum loforðum. Það er kominn tími til að almenningur segi stopp, hingað og ekki lengra.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun