Leikkonan Kate Winslet er ekki hundrað prósent ánægð með frammistöðu sína í stórmyndinni Titanic sem kom út 1997. Þrátt fyrir að hafa verið tilnefnd til Óskarsins fyrir hlutverkið telur hún að hún hefði getað staðið sig betur.
„Bandaríski hreimurinn hefði getað verið miklu betri. Leikurinn hefði getað verið miklu betri," sagði Winslet við MTV News. Í tilefni af fimmtán ára afmæli myndarinnar er hún á leið aftur í bíó í þrívídd. Titanic hlaut á sínum tíma ellefu Óskarsverðlaun og sló flest aðsóknarmet.
Hefði getað leikið betur
