Velviljaðir dýrum, vinsamlega athugið 24. mars 2012 06:00 Nú geisa sem oft áður ýmis moldviðri um hið pólitíska landslag og fer slíkt fram hjá fáum. Hætt er við að þegar mökkurinn er sem mestur sjáist lítið úr augum og menn láti þá mikilvæg kennileiti fram hjá sér fara. Eitt það mikilvægasta sem stjórnmál snúast um er setning laga, sem við gildistöku verða hinn eiginlegi grunnur sem samfélag okkar byggir á. Ein slík lög eru nú um stundir í undirbúningi og gætu farið fram hjá þeim sem ekki vita – en vildu vita. Lög um dýravelferð. Ný lög um málefni dýra hafa lengi verið í smíðum og hefur mikið verið til þeirra vandað. Lokadrög laganna fóru inn í ráðuneyti í maí á síðasta ári og eru nú komin þaðan inn á borð stjórnarflokkanna, en fara síðan í nefnd, væntanlega umhverfisnefnd, áður en þau koma formlega á borð Alþingis. Drögin sem fóru inn í ráðuneytið taka til margra þátta um velferð dýra sem ekki er víst að hagsmunaaðilar sætti sig að öllu leyti við, enda gæti þar verið þrengt að beinum hagnaði þeirra og gerð krafa til vandaðri umsýslu um meðferð dýranna en nú er. Í vinnu við lög sem þessi eru drög iðulega send til umsagnar og frekari úrvinnslu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í þeim málaflokki sem við á. Þótt það virðist ef til vill sérstakt að að tala um dýr sem beina hagsmunaaðila, í hvaða samhengi sem er, þá blasir þó við að í þessu máli eru dýrin einmitt beinir hagsmunaaðilar. Dýr hafa auðvitað ekki rödd til að koma fram með sín málefni; ekki nema í gegnum okkur, menn og konur sem láta sig aðbúnað og málefni dýra varða. Velbú eru íslensk félagasamtök um velferð búfjár. Við teljum mikilvægt að vernda hinn hefðbundna íslenska fjölskyldubúskap, þar sem, þegar forsendur eru eðlilegar, er almennt farið vel með dýr - og við viljum sporna af krafti gegn því sem nú er kallað verksmiðjuframleiðsla, þar sem hagsmunir dýranna eru iðulega fyrir borð bornir. Það síðarnefnda er nokkuð vel falið fyrir almenningi og margir gera því miður ekki greinarmun á þessu tvennu, hefðbundnum búskap og verksmiðjuframleiðslu dýra. Við biðjum þá sem ekki er sama um hag dýranna um að fylgjast með þessum lögum og kynna sér drögin að þeim. Drögin má finna (eftir nokkra leit) inni á vef landbúnaðarráðuneytisins, en einnig sendum við í Velbú þau til þeirra sem þess óska. Sérstaklega er mikilvægt að skima þann mun sem er á drögunum og þeim lögum sem lögð verða fyrir Alþingi. Hér þarf að hafa hagsmuni dýranna í huga. Með því að taka þátt í samtali samfélagsins um þessi mál er hægt að færa þau til betri vegar og verður hver að hafa trú á að hans framlag skipti máli. Sérhver Íslendingur sem sendir kurteisa fyrirspurn um þessi mál til ráðuneytis, nefndar, alþingismanna eða lætur á annan hátt í sér heyra á málefnalegan máta, leggur þannig á vogarskálarnar þá vigt sem að lokum verður nógu þung til að skipta máli. Vanmetum það ekki. Verum til staðar fyrir dýrin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú geisa sem oft áður ýmis moldviðri um hið pólitíska landslag og fer slíkt fram hjá fáum. Hætt er við að þegar mökkurinn er sem mestur sjáist lítið úr augum og menn láti þá mikilvæg kennileiti fram hjá sér fara. Eitt það mikilvægasta sem stjórnmál snúast um er setning laga, sem við gildistöku verða hinn eiginlegi grunnur sem samfélag okkar byggir á. Ein slík lög eru nú um stundir í undirbúningi og gætu farið fram hjá þeim sem ekki vita – en vildu vita. Lög um dýravelferð. Ný lög um málefni dýra hafa lengi verið í smíðum og hefur mikið verið til þeirra vandað. Lokadrög laganna fóru inn í ráðuneyti í maí á síðasta ári og eru nú komin þaðan inn á borð stjórnarflokkanna, en fara síðan í nefnd, væntanlega umhverfisnefnd, áður en þau koma formlega á borð Alþingis. Drögin sem fóru inn í ráðuneytið taka til margra þátta um velferð dýra sem ekki er víst að hagsmunaaðilar sætti sig að öllu leyti við, enda gæti þar verið þrengt að beinum hagnaði þeirra og gerð krafa til vandaðri umsýslu um meðferð dýranna en nú er. Í vinnu við lög sem þessi eru drög iðulega send til umsagnar og frekari úrvinnslu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í þeim málaflokki sem við á. Þótt það virðist ef til vill sérstakt að að tala um dýr sem beina hagsmunaaðila, í hvaða samhengi sem er, þá blasir þó við að í þessu máli eru dýrin einmitt beinir hagsmunaaðilar. Dýr hafa auðvitað ekki rödd til að koma fram með sín málefni; ekki nema í gegnum okkur, menn og konur sem láta sig aðbúnað og málefni dýra varða. Velbú eru íslensk félagasamtök um velferð búfjár. Við teljum mikilvægt að vernda hinn hefðbundna íslenska fjölskyldubúskap, þar sem, þegar forsendur eru eðlilegar, er almennt farið vel með dýr - og við viljum sporna af krafti gegn því sem nú er kallað verksmiðjuframleiðsla, þar sem hagsmunir dýranna eru iðulega fyrir borð bornir. Það síðarnefnda er nokkuð vel falið fyrir almenningi og margir gera því miður ekki greinarmun á þessu tvennu, hefðbundnum búskap og verksmiðjuframleiðslu dýra. Við biðjum þá sem ekki er sama um hag dýranna um að fylgjast með þessum lögum og kynna sér drögin að þeim. Drögin má finna (eftir nokkra leit) inni á vef landbúnaðarráðuneytisins, en einnig sendum við í Velbú þau til þeirra sem þess óska. Sérstaklega er mikilvægt að skima þann mun sem er á drögunum og þeim lögum sem lögð verða fyrir Alþingi. Hér þarf að hafa hagsmuni dýranna í huga. Með því að taka þátt í samtali samfélagsins um þessi mál er hægt að færa þau til betri vegar og verður hver að hafa trú á að hans framlag skipti máli. Sérhver Íslendingur sem sendir kurteisa fyrirspurn um þessi mál til ráðuneytis, nefndar, alþingismanna eða lætur á annan hátt í sér heyra á málefnalegan máta, leggur þannig á vogarskálarnar þá vigt sem að lokum verður nógu þung til að skipta máli. Vanmetum það ekki. Verum til staðar fyrir dýrin.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun