Mamma ég er ólétt! 24. mars 2012 06:00 Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr fóstureyðingum í hópi 15-19 ára stúlkna hérlendis á undanförnum árum þarf að hafa í huga að ennþá fer stór hópur þessa aldurshóps í fóstureyðingu árlega. Samkvæmt tölum landlæknis hefur að meðaltali um 191 stúlka á ári undir 19 ára aldri farið í fóstureyðingu hér á landi undanfarin 10 ár, þ.e.a.s. að á hverju einasta ári hafa að meðaltali um 350 ungar stúlkur undir 19 ára aldri þurft að taka þessa þungu ákvörðun að annað hvort láta eyða fóstri eða fæða barn með því hugarangri sem slíkri ákvörðun fylgir. Áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga unglingsstúlknaMeð nýju frumvarpi velferðarráðherra er verið að bregðast við tilmælum frá Sameinuðu þjóðunum, nánar tiltekið barnaréttarnefnd þeirrar stofnunar. Þar hafa menn haft áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga ungra stúlkna hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að mögulegar ástæður fyrir þessum háu tölum séu einmitt lélegt aðgengi að getnaðarvörnum á Íslandi. Einnig hefur skortur á þekkingu um kynheilbrigði hjá ungu fólki verið nefndur sem möguleg ástæða sem og skortur á ráðgjafaþjónustu. Þegar kannaður hefur verið hugur ungs fólks kemur fram að það vill geta leitað á sérhæfða móttöku fyrir ungt fólk, móttöku sem einblínir á fræðslu og ráðgjöf, m.a. um getnaðarvarnir. Langflestir sem skrifa um þessi mál, bæði erlendis og hérlendis, eru sammála um að gott aðgengi að getnaðarvörnum sé eitt af því sem skiptir höfuðmáli í að fækka unglingsþungunum. Bágborin þjónusta við unglingaÍ dag bjóða aðeins tvær heilsugæslur á Íslandi upp á unglingamóttökur, á Selfossi og á Akureyri. Markmið þeirra er meðal annars að draga úr ótímabærum þungunum ungra stúlkna með fræðslu og gera aðgengi að getnaðarvörnum greiðara. Mikilvægt er að líta til þeirra landa sem standa hvað best að þessum málaflokki, þar er aðgengi að getnaðarvörnum gott og mikil áhersla lögð á kynfræðslu. Í stað þess að fækka unglingamóttökum, eins og gert hefur verið, þarf að efla þær og eins að efla kynheilbrigðisþjónustu við unglinga í heild sinni. Kynheilbrigðisþjónustan þarf að miða við þarfir þessa aldurshóps. Við, sem samfélag, verðum að leitast við að standa saman um að styðja við og fræða unglingana um hversu mikil ábyrgð því fylgir að stunda kynlíf. Við eigum að vera tilbúin að ræða við unglinga á heiðvirðan hátt um kynlíf hvort sem við erum í hlutverki foreldra, kennara eða heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með unglingum. Því er brýn nauðsyn að bæta þjónustu við þennan hóp og eðlilegt væri að sem flestar heilsugæslustöðvar á landinu byðu upp á unglingamóttöku. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru faghópar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði kynheilbrigðisþjónustu. Ábyrgð þeirra er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Eflum kynheilbrigðisþjónustu við unglinga okkar. Þeir eiga það svo sannarlega skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr fóstureyðingum í hópi 15-19 ára stúlkna hérlendis á undanförnum árum þarf að hafa í huga að ennþá fer stór hópur þessa aldurshóps í fóstureyðingu árlega. Samkvæmt tölum landlæknis hefur að meðaltali um 191 stúlka á ári undir 19 ára aldri farið í fóstureyðingu hér á landi undanfarin 10 ár, þ.e.a.s. að á hverju einasta ári hafa að meðaltali um 350 ungar stúlkur undir 19 ára aldri þurft að taka þessa þungu ákvörðun að annað hvort láta eyða fóstri eða fæða barn með því hugarangri sem slíkri ákvörðun fylgir. Áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga unglingsstúlknaMeð nýju frumvarpi velferðarráðherra er verið að bregðast við tilmælum frá Sameinuðu þjóðunum, nánar tiltekið barnaréttarnefnd þeirrar stofnunar. Þar hafa menn haft áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga ungra stúlkna hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að mögulegar ástæður fyrir þessum háu tölum séu einmitt lélegt aðgengi að getnaðarvörnum á Íslandi. Einnig hefur skortur á þekkingu um kynheilbrigði hjá ungu fólki verið nefndur sem möguleg ástæða sem og skortur á ráðgjafaþjónustu. Þegar kannaður hefur verið hugur ungs fólks kemur fram að það vill geta leitað á sérhæfða móttöku fyrir ungt fólk, móttöku sem einblínir á fræðslu og ráðgjöf, m.a. um getnaðarvarnir. Langflestir sem skrifa um þessi mál, bæði erlendis og hérlendis, eru sammála um að gott aðgengi að getnaðarvörnum sé eitt af því sem skiptir höfuðmáli í að fækka unglingsþungunum. Bágborin þjónusta við unglingaÍ dag bjóða aðeins tvær heilsugæslur á Íslandi upp á unglingamóttökur, á Selfossi og á Akureyri. Markmið þeirra er meðal annars að draga úr ótímabærum þungunum ungra stúlkna með fræðslu og gera aðgengi að getnaðarvörnum greiðara. Mikilvægt er að líta til þeirra landa sem standa hvað best að þessum málaflokki, þar er aðgengi að getnaðarvörnum gott og mikil áhersla lögð á kynfræðslu. Í stað þess að fækka unglingamóttökum, eins og gert hefur verið, þarf að efla þær og eins að efla kynheilbrigðisþjónustu við unglinga í heild sinni. Kynheilbrigðisþjónustan þarf að miða við þarfir þessa aldurshóps. Við, sem samfélag, verðum að leitast við að standa saman um að styðja við og fræða unglingana um hversu mikil ábyrgð því fylgir að stunda kynlíf. Við eigum að vera tilbúin að ræða við unglinga á heiðvirðan hátt um kynlíf hvort sem við erum í hlutverki foreldra, kennara eða heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með unglingum. Því er brýn nauðsyn að bæta þjónustu við þennan hóp og eðlilegt væri að sem flestar heilsugæslustöðvar á landinu byðu upp á unglingamóttöku. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru faghópar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði kynheilbrigðisþjónustu. Ábyrgð þeirra er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Eflum kynheilbrigðisþjónustu við unglinga okkar. Þeir eiga það svo sannarlega skilið.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun