Poppdrottning snýr aftur 22. mars 2012 11:00 Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner. Tólfta hljóðversplata Madonnu heitir MDNA og er hennar fyrsta í fjögur ár, eða síðan Hard Candy kom út. Sú fór beint á toppinn í 37 löndum og seldist í fjórum milljónum eintaka. Útgáfan er samstarfsverkefni þriggja fyrirtækja, eða Boy Toy sem er í eigu Madonnu, Live Nation Entertainment og Interscope Records. Þar með verður þetta fyrsta platan á löngum ferli Madonnu sem kemur ekki út hjá Warner Bros. Records sem hún samdi við árið 1982. Fyrsta smáskífulagið, Give Me All Your Luvin', kom út í byrjun febrúar þar sem gestasöngkonur voru Nicki Minaj og M.I.A. Þær sungu einmitt með Madonnu í hálfleik Ofurskálar bandaríska fótboltans. Lagið fór beint í efsta sæti danslista Billboard og er 41. lag Madonnu sem nær þeim árangri. Annað smáskífulagið sem er nýkomið út heitir Girl Gone Wild. Hægt er að sjá myndbandið við það hér fyrir ofan en við vörum við því að það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Lagið Masterpiece er einnig á plötunni. Það fékk Golden Globe-verðlaunin fyrr á árinu en það hljómar í kvikmyndinni W.E. sem Madonna leikstýrði. Söngkonan, sem verður 54 ára í ágúst, tók MDNA upp í New York og Los Angeles í samstarfi við William Orbit sem vann með henni við hina vinsælu Ray of Light sem kom út 1998 og hefur selst í um tuttugu milljónum eintaka. Tveir aðrir upptökustjórar sem eru einnig þekktir fyrir elektrónískt popp, Frakkinn Martin Solveig og Ítalinn Marco „Benny" Benassi, eiga einnig stóran þátt í plötunni. MDNA, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og heldur því fram að Madonna geri upp skilnað sinn við leikstjórann Guy Ritchie á plötunni. The Independent gefur plötunni fjórar stjörnur og segir að Madonna sé enn drottning poppsins, Lady Gaga eigi ekkert í hana. Blaðamaður Billboard fullyrðir það sama í umfjöllun sinni. Eins og svo oft áður ætlar Madonna í risavaxna tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Ísrael 29. maí og lýkur 20. nóvember í borginni Miami. freyr@frettabladid.is Golden Globes Lífið Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner. Tólfta hljóðversplata Madonnu heitir MDNA og er hennar fyrsta í fjögur ár, eða síðan Hard Candy kom út. Sú fór beint á toppinn í 37 löndum og seldist í fjórum milljónum eintaka. Útgáfan er samstarfsverkefni þriggja fyrirtækja, eða Boy Toy sem er í eigu Madonnu, Live Nation Entertainment og Interscope Records. Þar með verður þetta fyrsta platan á löngum ferli Madonnu sem kemur ekki út hjá Warner Bros. Records sem hún samdi við árið 1982. Fyrsta smáskífulagið, Give Me All Your Luvin', kom út í byrjun febrúar þar sem gestasöngkonur voru Nicki Minaj og M.I.A. Þær sungu einmitt með Madonnu í hálfleik Ofurskálar bandaríska fótboltans. Lagið fór beint í efsta sæti danslista Billboard og er 41. lag Madonnu sem nær þeim árangri. Annað smáskífulagið sem er nýkomið út heitir Girl Gone Wild. Hægt er að sjá myndbandið við það hér fyrir ofan en við vörum við því að það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Lagið Masterpiece er einnig á plötunni. Það fékk Golden Globe-verðlaunin fyrr á árinu en það hljómar í kvikmyndinni W.E. sem Madonna leikstýrði. Söngkonan, sem verður 54 ára í ágúst, tók MDNA upp í New York og Los Angeles í samstarfi við William Orbit sem vann með henni við hina vinsælu Ray of Light sem kom út 1998 og hefur selst í um tuttugu milljónum eintaka. Tveir aðrir upptökustjórar sem eru einnig þekktir fyrir elektrónískt popp, Frakkinn Martin Solveig og Ítalinn Marco „Benny" Benassi, eiga einnig stóran þátt í plötunni. MDNA, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og heldur því fram að Madonna geri upp skilnað sinn við leikstjórann Guy Ritchie á plötunni. The Independent gefur plötunni fjórar stjörnur og segir að Madonna sé enn drottning poppsins, Lady Gaga eigi ekkert í hana. Blaðamaður Billboard fullyrðir það sama í umfjöllun sinni. Eins og svo oft áður ætlar Madonna í risavaxna tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Ísrael 29. maí og lýkur 20. nóvember í borginni Miami. freyr@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein