Athugasemdir við grein Marðar Árnasonar Jakob Björnsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið hinn 17. febrúar sl. undir heitinu „Orkan er takmörkuð auðlind". Ástæða er til að gera athugasemdir við sumt í þessari grein Marðar. Hann segir: „Orkan frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind". Þetta orðalag má auðveldlega skilja svo að orkan gangi til þurrðar eins og eldsneyti úr jörðu, kol, olía og jarðgas. Svo er ekki eins og allir vita, og líklega meinar Mörður það ekki heldur þótt hann komist svona óheppilega að orði. Samt herðir hann á þessu orðalagi með því að segja: „Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1955-69 – og erum þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg." Þetta er auðvitað fjarstæða. Orka frá Búrfellsvirkjun hefur ekkert minnkað, hvað þá að hún sé „búin". Orkulindir okkar eru varanlegar; ganga ekki til þurrðar þótt nýttar séu eins og orka úr eldsneyti. Eldsneyti endurnýjast ekki. Þetta á einnig við um jarðvarma. Því eru hins vegar takmörk sett hversu hratt við getum nýtt hann. Þau takmörk ráðast af því hversu hratt jarðvarminn berst með leiðslu frá dýpri lögum jarðar til vatnsberandi jarðlaga nálægt yfirborði. Það ræðst af jarðfræði hvers vinnslusvæðis. Einungis reynslan sker úr um það. Þessu er öðruvísi farið með vatnsaflsvirkjanir þar sem við getum mælt vatnsrennslið fyrirfram á yfirborði. Þetta er innbyggður ókostur við jarðvarmavirkjanir. Við getum ekki fyrirfram sagt til um möguleg vinnsluafköst þeirra. Höfundur segir: „Við þurfum að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi; stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum." Hér þarf höfundur að temja sér mannasiði í orðfæri. Þrátt fyrir allt er verðið til stóriðju ekki lægra en svo að virkjanir til hennar hafa gert mögulegt að lækka rafmagnsverð til almennings í Reykjavík um 34% að raunvirði á árabilinu 1996-2008. Hitt er svo mál fyrir sig að nær allur ávinningurinn hefur komið almennum notendum, fremur en Landsvirkjun, til góða. Það er pólitísk ákvörðun sem Landsvirkjun er skiljanlega ekki endilega alls kostar sátt við. Raforkuverðið til stóriðju ræðst á alþjóðavettvangi en ekki í einstökum löndum. Ísland hefur þann kost að þar er völ á mikilli ódýrri orku en þann ókost að vera langt frá álmörkuðum. Meðan næg orka úr eldsneyti er fáanleg á lágu verði nálægt álmörkuðum á Ísland erfitt með að fá hátt verð á raforku til áliðnaðar. Við munum varla endurnýja núverandi stóriðjusamninga með óbreyttu verði. Því veldur breytt verðlag raforku í heiminum sem afleiðing af óttanum við loftslagsbreytingar af gróðurhúsaáhrifum. En ávinningur þjóðarbúsins til þessa af raforkusölu til stóriðju er ótvíræður. Þegar vinnsla raforku úr eldsneyti á undir högg að sækja vegna óttans við gróðurhúsaáhrifin og von er á alls konar kostnaðaraukandi hömlum á slíkri vinnslu af þeim sökum í framtíðinni batnar samkeppnisstaða Íslands stórlega. Gott dæmi um þetta er að staðsetning verksmiðju Fjarðaráls á Reyðarfirði fremur en í kolaorkulandi sparar andrúmslofti jarðar meiri koltvísýring en nemur allri losun Íslendinga á CO2 frá bílum og skipum á árinu 2006. Í heimi sem óttast gróðurhúsaáhrif hefur þetta áhrif á orkuverðið Íslandi í hag sem vegur á móti óhagræði af legu landsins langt frá álmörkuðum. Og meira en það. Við þetta bætist ótti álframleiðenda við frekari kostnaðaríþyngjandi ráðstafanir í framtíðinni á vinnslu raforku úr eldsneyti. Sá ótti auðveldar Íslendingum enn frekar viðleitnina til að fá hærra raforkuverð til álvinnslu og raforkufreka notendur til landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Orkan er takmörkuð auðlind Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. 17. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið hinn 17. febrúar sl. undir heitinu „Orkan er takmörkuð auðlind". Ástæða er til að gera athugasemdir við sumt í þessari grein Marðar. Hann segir: „Orkan frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind". Þetta orðalag má auðveldlega skilja svo að orkan gangi til þurrðar eins og eldsneyti úr jörðu, kol, olía og jarðgas. Svo er ekki eins og allir vita, og líklega meinar Mörður það ekki heldur þótt hann komist svona óheppilega að orði. Samt herðir hann á þessu orðalagi með því að segja: „Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1955-69 – og erum þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg." Þetta er auðvitað fjarstæða. Orka frá Búrfellsvirkjun hefur ekkert minnkað, hvað þá að hún sé „búin". Orkulindir okkar eru varanlegar; ganga ekki til þurrðar þótt nýttar séu eins og orka úr eldsneyti. Eldsneyti endurnýjast ekki. Þetta á einnig við um jarðvarma. Því eru hins vegar takmörk sett hversu hratt við getum nýtt hann. Þau takmörk ráðast af því hversu hratt jarðvarminn berst með leiðslu frá dýpri lögum jarðar til vatnsberandi jarðlaga nálægt yfirborði. Það ræðst af jarðfræði hvers vinnslusvæðis. Einungis reynslan sker úr um það. Þessu er öðruvísi farið með vatnsaflsvirkjanir þar sem við getum mælt vatnsrennslið fyrirfram á yfirborði. Þetta er innbyggður ókostur við jarðvarmavirkjanir. Við getum ekki fyrirfram sagt til um möguleg vinnsluafköst þeirra. Höfundur segir: „Við þurfum að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi; stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum." Hér þarf höfundur að temja sér mannasiði í orðfæri. Þrátt fyrir allt er verðið til stóriðju ekki lægra en svo að virkjanir til hennar hafa gert mögulegt að lækka rafmagnsverð til almennings í Reykjavík um 34% að raunvirði á árabilinu 1996-2008. Hitt er svo mál fyrir sig að nær allur ávinningurinn hefur komið almennum notendum, fremur en Landsvirkjun, til góða. Það er pólitísk ákvörðun sem Landsvirkjun er skiljanlega ekki endilega alls kostar sátt við. Raforkuverðið til stóriðju ræðst á alþjóðavettvangi en ekki í einstökum löndum. Ísland hefur þann kost að þar er völ á mikilli ódýrri orku en þann ókost að vera langt frá álmörkuðum. Meðan næg orka úr eldsneyti er fáanleg á lágu verði nálægt álmörkuðum á Ísland erfitt með að fá hátt verð á raforku til áliðnaðar. Við munum varla endurnýja núverandi stóriðjusamninga með óbreyttu verði. Því veldur breytt verðlag raforku í heiminum sem afleiðing af óttanum við loftslagsbreytingar af gróðurhúsaáhrifum. En ávinningur þjóðarbúsins til þessa af raforkusölu til stóriðju er ótvíræður. Þegar vinnsla raforku úr eldsneyti á undir högg að sækja vegna óttans við gróðurhúsaáhrifin og von er á alls konar kostnaðaraukandi hömlum á slíkri vinnslu af þeim sökum í framtíðinni batnar samkeppnisstaða Íslands stórlega. Gott dæmi um þetta er að staðsetning verksmiðju Fjarðaráls á Reyðarfirði fremur en í kolaorkulandi sparar andrúmslofti jarðar meiri koltvísýring en nemur allri losun Íslendinga á CO2 frá bílum og skipum á árinu 2006. Í heimi sem óttast gróðurhúsaáhrif hefur þetta áhrif á orkuverðið Íslandi í hag sem vegur á móti óhagræði af legu landsins langt frá álmörkuðum. Og meira en það. Við þetta bætist ótti álframleiðenda við frekari kostnaðaríþyngjandi ráðstafanir í framtíðinni á vinnslu raforku úr eldsneyti. Sá ótti auðveldar Íslendingum enn frekar viðleitnina til að fá hærra raforkuverð til álvinnslu og raforkufreka notendur til landsins.
Orkan er takmörkuð auðlind Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. 17. febrúar 2012 06:00
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun