Gegnumbrot skáldskaparins Trausti Steinsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Nýlega (nánar tiltekið 10. mars sl.) las ég í Fréttablaðinu ágæta grein eftir Hermann Stefánsson rithöfund þar sem hann fjallar um það sem hann kallar öfgamaskúlínisma og varar við honum og hvetur okkur öll, okkur alla réttara sagt, karla þessa lands, til að hafna honum í orðum og æði. Á sama tíma berast okkur daglega fréttir af auknu ofbeldi karla gegn konum og þeim jafnvel barnungum, skipulögðum hópnauðgunum og um leið vaxandi ásókn maskúlínglæpagengja utan úr heimi sem hafa líklega frétt að Ísland sé gósenland fyrir kynferðisglæpamenn, hér sé þeim beinlínis hampað sem hetjum. Sennilega er besta leiðin til að sporna gegn þessari ómennsku allri einmitt sú sem Hermann Stefánsson stingur upp á, nefnilega sú að vel meinandi karlar á öllum aldri, þeir eru ennþá til, við erum ennþá til, rísi upp og lýsi frati sínu opinberlega, í fjölmiðlum, sem víðast, á þessu öfgafulla maskúlín-mentalíteti sem virðist vera að grafa um sig dýpra og dýpra innra með jafnvel ungum drengjum sem greinilega hafa alltof margar vondar fyrirmyndir upp á að horfa alltof mörgum stundum. Hættið karlar – afar, pabbar, ungir drengir – að láta sem ykkur þyki klám og t.d. nauðgunartal og nauðgunarhótanir og ofbeldi í orðum og gjörðum fyndið. Það er ekki fyndið heldur hallærislegt og ógeðslegt. Gerið frekar, gerum frekar allir sem einn það sem Hermann Stefánsson stingur upp á. Gerum „eitthvað annað á opinberum vettvangi en fara með vonda fyndni". Hvernig til dæmis? Gefum Hermanni aftur orðið: Með því að: „Lesa bækur, tefla, fara með fyndna fyndni, spila tónlist, leggja stund á gegnumbrot skáldskaparins, ástunda sannar ögranir, fíflast, láta öllum illum látum, ganga gegn skinhelginni, hrista upp í hlutunum, vera næs, gera það kúl að vera næs." Fyrir allmörgum árum kenndi ég stórum strákahóp í 10. bekk íslensku. Langt fram eftir hausti komst ég í lítið samband við strákana, þeir voru svo rosalega miklir töffarar og ég of mjúkur, of mikill bókabéus, of ljóðrænn fyrir þá. Einu sinni í nóvember var ljóðatími. Ég ákvað að gefast ekki upp heldur fór á ljóðaflug og sagði við strákana: Vitiði strákar, það er miklu meira töff, meira kúl og miklu meira næs líka og líklegra til árangurs að fara með ljóð í viðurvist stelpnanna heldur en að klæmast við þær og vera grófur og dónalegur og ógeðslegur. Prófiði næst þegar ykkur langar að hrífa stelpu og sjáið sólina rísa austan yfir Eyjafjöll, Tindfjöll og Heklu að segja: Þarna siglir hin rósfingraða morgungyðja upp á himins bláa bogann. Fyrst göptu þeir en svo langaði þá ólma að skilja þessi orð. Og nokkrir lærðu þau strax utan að og ákváðu að slá um sig með þeim við fyrsta tækifæri í góðum félagsskap. Með góðum árangri, það sá ég vel. Gegnumbrot skáldskaparins virkaði! Og getur virkað enn um langa framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Öfgamaskúlínismi Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi. 10. mars 2012 12:00 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega (nánar tiltekið 10. mars sl.) las ég í Fréttablaðinu ágæta grein eftir Hermann Stefánsson rithöfund þar sem hann fjallar um það sem hann kallar öfgamaskúlínisma og varar við honum og hvetur okkur öll, okkur alla réttara sagt, karla þessa lands, til að hafna honum í orðum og æði. Á sama tíma berast okkur daglega fréttir af auknu ofbeldi karla gegn konum og þeim jafnvel barnungum, skipulögðum hópnauðgunum og um leið vaxandi ásókn maskúlínglæpagengja utan úr heimi sem hafa líklega frétt að Ísland sé gósenland fyrir kynferðisglæpamenn, hér sé þeim beinlínis hampað sem hetjum. Sennilega er besta leiðin til að sporna gegn þessari ómennsku allri einmitt sú sem Hermann Stefánsson stingur upp á, nefnilega sú að vel meinandi karlar á öllum aldri, þeir eru ennþá til, við erum ennþá til, rísi upp og lýsi frati sínu opinberlega, í fjölmiðlum, sem víðast, á þessu öfgafulla maskúlín-mentalíteti sem virðist vera að grafa um sig dýpra og dýpra innra með jafnvel ungum drengjum sem greinilega hafa alltof margar vondar fyrirmyndir upp á að horfa alltof mörgum stundum. Hættið karlar – afar, pabbar, ungir drengir – að láta sem ykkur þyki klám og t.d. nauðgunartal og nauðgunarhótanir og ofbeldi í orðum og gjörðum fyndið. Það er ekki fyndið heldur hallærislegt og ógeðslegt. Gerið frekar, gerum frekar allir sem einn það sem Hermann Stefánsson stingur upp á. Gerum „eitthvað annað á opinberum vettvangi en fara með vonda fyndni". Hvernig til dæmis? Gefum Hermanni aftur orðið: Með því að: „Lesa bækur, tefla, fara með fyndna fyndni, spila tónlist, leggja stund á gegnumbrot skáldskaparins, ástunda sannar ögranir, fíflast, láta öllum illum látum, ganga gegn skinhelginni, hrista upp í hlutunum, vera næs, gera það kúl að vera næs." Fyrir allmörgum árum kenndi ég stórum strákahóp í 10. bekk íslensku. Langt fram eftir hausti komst ég í lítið samband við strákana, þeir voru svo rosalega miklir töffarar og ég of mjúkur, of mikill bókabéus, of ljóðrænn fyrir þá. Einu sinni í nóvember var ljóðatími. Ég ákvað að gefast ekki upp heldur fór á ljóðaflug og sagði við strákana: Vitiði strákar, það er miklu meira töff, meira kúl og miklu meira næs líka og líklegra til árangurs að fara með ljóð í viðurvist stelpnanna heldur en að klæmast við þær og vera grófur og dónalegur og ógeðslegur. Prófiði næst þegar ykkur langar að hrífa stelpu og sjáið sólina rísa austan yfir Eyjafjöll, Tindfjöll og Heklu að segja: Þarna siglir hin rósfingraða morgungyðja upp á himins bláa bogann. Fyrst göptu þeir en svo langaði þá ólma að skilja þessi orð. Og nokkrir lærðu þau strax utan að og ákváðu að slá um sig með þeim við fyrsta tækifæri í góðum félagsskap. Með góðum árangri, það sá ég vel. Gegnumbrot skáldskaparins virkaði! Og getur virkað enn um langa framtíð.
Öfgamaskúlínismi Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi. 10. mars 2012 12:00
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar