Fæðuöryggi, mannfjölgun og loftslagsbreytingar Ann-Kristine Johansson og Jan-Erik Enestam skrifar 22. mars 2012 06:00 Í þessari viku kemur Norðurlandaráð saman til fundar í Reykjavík til að fjalla um málefni norðurskautsins. Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs mun einnig ræða annað og mikilvægt mál, fæðuöryggi. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund nefndarinnar til að lýsa því hvernig fámenn þjóð á eyju í miðju Atlantshafi stendur vörð um fæðuöryggi sitt og stuðlar jafnframt að fæðuöryggi í öðrum löndum með því að flytja út sjávarafurðir. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði jarðarbúar orðnir þremur milljörðum fleiri en nú. Það þarf því að afla fæðu fyrir fleira fólk en samtímis má búast við hraðfara breytingum á loftslagi og skertum aðgangi að fersku vatni. Síðustu ár hefur borið á verðhækkunum á matvælum vegna vaxandi eftirspurnar. Það veldur þrýstingi á framleiðendur og getur ógnað sjálfbærum veiðum og landbúnaði. Landbúnaðarframleiðsla getur valdið ofauðgun í vötnum og í hafi, jarðvegseyðingu, minni líffjölbreytni og öðrum skaða á umhverfinu. Það er víðtæk samstaða um að landbúnaður geti og eigi að vera sjálfbær. Það má ekki gleymast að hann getur stuðlað að breytileika landslags og lífríkis ef rétt er á málum haldið. Við teljum að fæðuframleiðslan sé á réttri leið hvað þetta varðar, en betur má ef duga skal. Undanfarin ár hefur áhugi vaxið á staðbundinni matvælaframleiðslu sem byggir á sögulegum hefðum og náttúrugæðum á hverjum stað. Vaxandi eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matvælum hefur einnig haft umtalsverð jákvæð áhrif á framleiðslu bænda. Það er óhætt að segja að margar og ólíkar kröfur séu gerðar til matvælaframleiðenda. Þess er vænst að á hverju svæði séu staðbundnir landkostir nýttir til að tryggja fæðu fyrir 25 milljónir íbúa Norðurlanda. Matvælaverð á að vera sanngjarnt og viðráðanlegt fyrir neytendur. Maturinn á að vera hollur og næringarríkur. Framleiðslan á að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg og í takt við menningu hvers svæðis. Þá þarf að mæta eftirspurn eftir lífrænt ræktaðri fæðu og staðbundnum matvælum. Svo takast megi að ná þessum margbreytilegu markmiðum er þörf fyrir skynsamlega stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og duglega framleiðendur sem geta aðlagast breyttum aðstæðum. Það verður einnig að nýta skynsamlega það opinbera fjármagn sem fer til landbúnaðarins til að framleiðsla bæði í fiskveiðum og landbúnaði verði sjálfbær. Evrópusambandið hefur til umfjöllunar tillögur um endurskoðun landbúnaðarstyrkjakerfisins. Það er ríkur vilji til þess að styrkir til landbúnaðar stuðli að því að ná samfélagslegum markmiðum í stað þess að þeir séu einfaldlega tekjubót fyrir bændur. Sama á við um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Þessar umbætur gætu stuðlað að grænum hagvexti. Fæðuöryggi felst ekki einungis í því að framleiða meira. Það felst einnig í því að nýta vel það sem er framleitt. Útreikningar benda til þess að árlega fari matvæli að andvirði 30 milljarða danskra króna til spillis á Norðurlöndum. Það þýðir að á bilinu tvær til þrjár milljónir tonna af góðum mat fara í súginn á hverju ári. Þetta er talsvert meira en samanlagður afli íslenska flotans og meira en árleg svínakjötsframleiðsla Dana. Þessi sóun veldur óþörfum umhverfisáhrifum og kemur engum að gangi. Þessu þarf að breyta. Loftslagsbreytingarnar munu hafa mikil áhrif. Í Suður-Evrópu má búast við því að framleiðsluskilyrði verði erfiðari. Norðar í álfunni gætu ræktunarskilyrði á hinn bóginn batnað við hlýnun. Bætt framleiðsluskilyrði koma ekki að gagni nema framleiðsluaðferðir verði lagaðar að nýjum aðstæðum. Ef það tekst gætu Norðurlönd haft ríkara hlutverki að gegna sem matvælaframleiðendur. Það er því mikilvægt að landgæðin verði nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Norðurlönd hafa hlutverki að gegna við að tryggja alþjóðlegt fæðuöryggi. Norrænu ríkin búa saman að margskonar reynslu sem getur komið að gagni við þær nauðsynlegu umbætur sem þarf að gera á fiskveiði- og landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Norðurlandaráð hefur komið fjölmörgum ábendingum á framfæri til Evrópusambandsins í þeim umræðum sem nú eiga sér stað um nýja fiskveiðistefnu. Norðurlandaráð hefur einnig blandað sér í umræður um umbætur á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Það er hlutverk Norðurlandaráðs að taka saman þá reynslu sem einstök ríki búa yfir og ræða hvernig megi nýta hana og þróa nýjar hugmyndir sem gætu komið að gagni víðar á Norðurlöndum, í Evrópusambandinu og jafnvel í víðara alþjóðlegu samhengi. Fundur okkar hér á Íslandi er liður í þessu starfi. Í þessu samhengi fögnum við því að fá tækifæri til að ræða fæðuöryggi við íslensk stjórnvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku kemur Norðurlandaráð saman til fundar í Reykjavík til að fjalla um málefni norðurskautsins. Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs mun einnig ræða annað og mikilvægt mál, fæðuöryggi. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund nefndarinnar til að lýsa því hvernig fámenn þjóð á eyju í miðju Atlantshafi stendur vörð um fæðuöryggi sitt og stuðlar jafnframt að fæðuöryggi í öðrum löndum með því að flytja út sjávarafurðir. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði jarðarbúar orðnir þremur milljörðum fleiri en nú. Það þarf því að afla fæðu fyrir fleira fólk en samtímis má búast við hraðfara breytingum á loftslagi og skertum aðgangi að fersku vatni. Síðustu ár hefur borið á verðhækkunum á matvælum vegna vaxandi eftirspurnar. Það veldur þrýstingi á framleiðendur og getur ógnað sjálfbærum veiðum og landbúnaði. Landbúnaðarframleiðsla getur valdið ofauðgun í vötnum og í hafi, jarðvegseyðingu, minni líffjölbreytni og öðrum skaða á umhverfinu. Það er víðtæk samstaða um að landbúnaður geti og eigi að vera sjálfbær. Það má ekki gleymast að hann getur stuðlað að breytileika landslags og lífríkis ef rétt er á málum haldið. Við teljum að fæðuframleiðslan sé á réttri leið hvað þetta varðar, en betur má ef duga skal. Undanfarin ár hefur áhugi vaxið á staðbundinni matvælaframleiðslu sem byggir á sögulegum hefðum og náttúrugæðum á hverjum stað. Vaxandi eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matvælum hefur einnig haft umtalsverð jákvæð áhrif á framleiðslu bænda. Það er óhætt að segja að margar og ólíkar kröfur séu gerðar til matvælaframleiðenda. Þess er vænst að á hverju svæði séu staðbundnir landkostir nýttir til að tryggja fæðu fyrir 25 milljónir íbúa Norðurlanda. Matvælaverð á að vera sanngjarnt og viðráðanlegt fyrir neytendur. Maturinn á að vera hollur og næringarríkur. Framleiðslan á að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg og í takt við menningu hvers svæðis. Þá þarf að mæta eftirspurn eftir lífrænt ræktaðri fæðu og staðbundnum matvælum. Svo takast megi að ná þessum margbreytilegu markmiðum er þörf fyrir skynsamlega stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og duglega framleiðendur sem geta aðlagast breyttum aðstæðum. Það verður einnig að nýta skynsamlega það opinbera fjármagn sem fer til landbúnaðarins til að framleiðsla bæði í fiskveiðum og landbúnaði verði sjálfbær. Evrópusambandið hefur til umfjöllunar tillögur um endurskoðun landbúnaðarstyrkjakerfisins. Það er ríkur vilji til þess að styrkir til landbúnaðar stuðli að því að ná samfélagslegum markmiðum í stað þess að þeir séu einfaldlega tekjubót fyrir bændur. Sama á við um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Þessar umbætur gætu stuðlað að grænum hagvexti. Fæðuöryggi felst ekki einungis í því að framleiða meira. Það felst einnig í því að nýta vel það sem er framleitt. Útreikningar benda til þess að árlega fari matvæli að andvirði 30 milljarða danskra króna til spillis á Norðurlöndum. Það þýðir að á bilinu tvær til þrjár milljónir tonna af góðum mat fara í súginn á hverju ári. Þetta er talsvert meira en samanlagður afli íslenska flotans og meira en árleg svínakjötsframleiðsla Dana. Þessi sóun veldur óþörfum umhverfisáhrifum og kemur engum að gangi. Þessu þarf að breyta. Loftslagsbreytingarnar munu hafa mikil áhrif. Í Suður-Evrópu má búast við því að framleiðsluskilyrði verði erfiðari. Norðar í álfunni gætu ræktunarskilyrði á hinn bóginn batnað við hlýnun. Bætt framleiðsluskilyrði koma ekki að gagni nema framleiðsluaðferðir verði lagaðar að nýjum aðstæðum. Ef það tekst gætu Norðurlönd haft ríkara hlutverki að gegna sem matvælaframleiðendur. Það er því mikilvægt að landgæðin verði nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Norðurlönd hafa hlutverki að gegna við að tryggja alþjóðlegt fæðuöryggi. Norrænu ríkin búa saman að margskonar reynslu sem getur komið að gagni við þær nauðsynlegu umbætur sem þarf að gera á fiskveiði- og landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Norðurlandaráð hefur komið fjölmörgum ábendingum á framfæri til Evrópusambandsins í þeim umræðum sem nú eiga sér stað um nýja fiskveiðistefnu. Norðurlandaráð hefur einnig blandað sér í umræður um umbætur á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Það er hlutverk Norðurlandaráðs að taka saman þá reynslu sem einstök ríki búa yfir og ræða hvernig megi nýta hana og þróa nýjar hugmyndir sem gætu komið að gagni víðar á Norðurlöndum, í Evrópusambandinu og jafnvel í víðara alþjóðlegu samhengi. Fundur okkar hér á Íslandi er liður í þessu starfi. Í þessu samhengi fögnum við því að fá tækifæri til að ræða fæðuöryggi við íslensk stjórnvöld.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun