Hvað er góð nýting á hval? Sigursteinn Másson skrifar 22. mars 2012 06:00 Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif. Á síðasta ári fóru um 128.000 farþegar í hvalaskoðun á Íslandi samanborið við 115.000 árið 2010 en það segir sig sjálft að vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar og auknar gjaldeyristekjur er undir því komið að hún fái að starfa í friði fyrir hvalveiðum. Hér er um mjög mikilvæga og arðbæra nýtingu hvalastofna við landið að ræða öfugt við hvalveiðarnar sem sáralitlu skila. Í auglýsingunni er bent á að 3/4 hlutum veiddrar hrefnu sé hent beint aftur í sjóinn. Þetta er varkárt mat því sennilega er það sem nýtt er af hverju dýri yfirleitt enn minna. Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings um atvinnusköpun við hvalveiðar 2010 kemur fram að samkvæmt veiðitölum frá árunum fyrir 1986 hafi áætlað magn kjöts af hverju dýri á innanlandsmarkað verið 680 kg. Miðað við 5,9 tonna meðalþyngd svarar þetta til aðeins 11% nýtingar en að 89% hafi verið hent. Í viðali við forsvarsmann hrefnuveiðimanna á visi.is þann 12. ágúst 2009 segir hann að árleg sala á Íslandi nemi um fimmtíu tonnum. Sama ár voru veidd 75 dýr og ef þau skiluðu 50 tonnum af afurðum var nýtingin sem fyrr um 11%. Samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf. í Fiskifréttum þann 15. júlí 2010 má ætla að nýtingin sé á bilinu 15-16%. Finnst einhverjum það vera góð nýting? Útflutningur á hrefnuafurðum hefur enginn verið frá því að veiðarnar hófust að nýju árið 2003 og engar líkur á að nokkur breyting verði á því. Hrefnuveiðimenn ehf. hafa sjálfir upplýst að markaðsstarf í Japan sé þeim ofviða enda ekki nema von því japönskum stjórnvöldum hefur sjálfum lítið orðið ágengt í markaðsherferðum fyrir hvalkjöt heima fyrir. Nú er tími til kominn að horfast í augu við þá staðreynd að nýir tímar eru gengnir í garð og að þessi vara á nær hvergi upp á pallborðið. Ábyrg hvalaskoðun er sjálfbær og hagkvæm nýting hvalastofna við Ísland. Hún hefur vaxið á undanförnum árum en hefur möguleika á að gera það enn frekar í sátt við umhverfið ef hvalveiðarnar víkja. Fyrsta skrefið er að stækka griðarsvæði hvala í Faxaflóa og á Norðurlandi i samræmi við óskir Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar. Það getur sjávarútvegsráðherra gert strax í vor með reglugerðarbreytingu. Það mundi strax ýta undir betri og jákvæðari nýtingu á hval við Íslandsstrendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif. Á síðasta ári fóru um 128.000 farþegar í hvalaskoðun á Íslandi samanborið við 115.000 árið 2010 en það segir sig sjálft að vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar og auknar gjaldeyristekjur er undir því komið að hún fái að starfa í friði fyrir hvalveiðum. Hér er um mjög mikilvæga og arðbæra nýtingu hvalastofna við landið að ræða öfugt við hvalveiðarnar sem sáralitlu skila. Í auglýsingunni er bent á að 3/4 hlutum veiddrar hrefnu sé hent beint aftur í sjóinn. Þetta er varkárt mat því sennilega er það sem nýtt er af hverju dýri yfirleitt enn minna. Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings um atvinnusköpun við hvalveiðar 2010 kemur fram að samkvæmt veiðitölum frá árunum fyrir 1986 hafi áætlað magn kjöts af hverju dýri á innanlandsmarkað verið 680 kg. Miðað við 5,9 tonna meðalþyngd svarar þetta til aðeins 11% nýtingar en að 89% hafi verið hent. Í viðali við forsvarsmann hrefnuveiðimanna á visi.is þann 12. ágúst 2009 segir hann að árleg sala á Íslandi nemi um fimmtíu tonnum. Sama ár voru veidd 75 dýr og ef þau skiluðu 50 tonnum af afurðum var nýtingin sem fyrr um 11%. Samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf. í Fiskifréttum þann 15. júlí 2010 má ætla að nýtingin sé á bilinu 15-16%. Finnst einhverjum það vera góð nýting? Útflutningur á hrefnuafurðum hefur enginn verið frá því að veiðarnar hófust að nýju árið 2003 og engar líkur á að nokkur breyting verði á því. Hrefnuveiðimenn ehf. hafa sjálfir upplýst að markaðsstarf í Japan sé þeim ofviða enda ekki nema von því japönskum stjórnvöldum hefur sjálfum lítið orðið ágengt í markaðsherferðum fyrir hvalkjöt heima fyrir. Nú er tími til kominn að horfast í augu við þá staðreynd að nýir tímar eru gengnir í garð og að þessi vara á nær hvergi upp á pallborðið. Ábyrg hvalaskoðun er sjálfbær og hagkvæm nýting hvalastofna við Ísland. Hún hefur vaxið á undanförnum árum en hefur möguleika á að gera það enn frekar í sátt við umhverfið ef hvalveiðarnar víkja. Fyrsta skrefið er að stækka griðarsvæði hvala í Faxaflóa og á Norðurlandi i samræmi við óskir Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar. Það getur sjávarútvegsráðherra gert strax í vor með reglugerðarbreytingu. Það mundi strax ýta undir betri og jákvæðari nýtingu á hval við Íslandsstrendur.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun