Ójöfnuður hindrar bætt heilsufar Ingimar Einarsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vinnur nú að mótun evrópskrar heilbrigðisstefnu (Health 2020) og samtímis eru aðildarríki hennar að útfæra sínar eigin langtímaáætlanir í heilbrigðismálum. Á Íslandi mun heilbrigðisáætlun til ársins 2020 leysa af hólmi sambærilega áætlun sem rann sitt skeið árið 2010. Í byrjun aldarinnar virtist sem aðildarríki WHO í Evrópu væru að þróa sína stefnumótun og áætlanagerð hvert í sína áttina, en með tilkomu nýrrar forystu á Evrópuskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 2010 er nú lögð áhersla á að þessi vinna sé byggð á sömu undirstöðum. Að því er varðar gerð íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er mikilsvert að læra af öðrum og skoða þá sérstaklega atriði eins og félagslega áhrifaþætti heilsu, eflingu nærsamfélagsins og lýðheilsuþversnið (folkehelseprofil) þjóðarinnar. Félagslegir áhrifaþættirÁ árunum 2005-2008 starfaði á vegum WHO nefnd undir forystu Englendingsins Sir Michael Marmot og beindi hún sjónum sínum að félagslegum áhrifavöldum heilsu (CSDH, Commission on Social Determinants of Health). Úttekt nefndarinnar og kannanir annarra aðila sýna að helstu áhrifaþættir heilsufars eru af félagslegum toga og sennilega hafa þeir mest að segja um þá byrði sem sjúkdómar og dauði valda í heiminum í dag. Myndin er alls staðar sú sama. Einstaklingar sem hafa lág laun, stutta skólagöngu að baki, gegna ófaglærðum störfum eða eru atvinnulausir búa við meira heilsuleysi og lifa skemur en aðrir. Í lokaskýrslu sinni Closing the gap in a generation frá árinu 2008, undirstrikar nefndin mikilvægi þess að bæta lífsskilyrði fólks sem býr við lakar aðstæður. Víða um lönd er þessi skýrsla nú orðin grundvallarrit við mótun heilbrigðisáætlana og annarra viðeigandi aðgerða sem miða að því að efla heilsu og velferð fólks. NærsamfélagÍ allri stefnumótun er núorðið lögð áhersla á víðtækt samráð við fólkið í landinu og félagasamtök þess. Slagorð Öryrkjabandalagsins „Ekkert um okkur, án okkar!“ er einkennandi fyrir þessi viðhorf. Umfjöllun tillagna á stórfundum, formlegt umsagnarferli og hugarflugsfundir eru tæki til þess að ná til þeirra er málefnin varða. Flutningur allrar nærþjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála til sveitarfélaganna er áfangi á þeirri leið að skapa hér eiginlegt nærsamfélag og tryggja að borgararnir hafi áhrif á þjónustuna. Á Íslandi hafa sveitarfélögin Hornafjörður og Akureyri tekið að sér rekstur heilsugæslu og öldrunarmála og samþætt þessa málaflokka félagslegri þjónustu sveitarfélaganna. Í ársbyrjun 2011 tóku sveitarfélögin í landinu yfir málefni fatlaðra frá ríkinu og áformað er að flytja málefni aldraðra og jafnvel heilsugæsluna í heild sinni til sveitarfélaganna á næstu árum. LýðheilsuþversniðÍ Noregi tóku ný lýðheilsulög gildi 1. janúar sl. og eru þau liður í að framfylgja áætlun um umbætur og samráð í heilbrigðisþjónustunni (Samhandlingsreformen). Þessi nýja löggjöf er liður í að styrkja ábyrgð og aðgerðir sveitarfélaga á sviði forvarna og heilsueflingar á öllum sviðum samfélagsins. Lýðheilsustofnun Noregs er svo falið að halda saman upplýsingum á samræmdu formi um ástandið í heilbrigðismálum í sérhverju sveitarfélagi, fylki og í landinu sem heild, svonefndu lýðheilsuþversniði eða lýðheilsuprófíl. Þetta á að auðvelda allar aðgerðir til að bæta heilsufar á hverjum stað fyrir sig og svo geta allir farið inn á netsíðu stofnunarinnar í leit að frekari fróðleik. Þarna er t.d. að finna upplýsingar um algengi sykursýki, ofþyngd og offitu, sálræn vandamál, slys o.fl. Nálgun sem þessi gæti e.t.v. komið að góðum notum hér á landi. Heilsa 2020Ný heilbrigðisáætlun verður að hafa að meginmarkmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Upplýsingar um félagslega áhrifaþætti heilsu, efling nærþjónustu og gleggri þekking á lýðheilsu landsmanna eru öll lykilatriði sem nauðsynlegt er að styðjast við þegar mótuð er heildstæð framtíðarsýn og markmið fyrir heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eru skilgreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vinnur nú að mótun evrópskrar heilbrigðisstefnu (Health 2020) og samtímis eru aðildarríki hennar að útfæra sínar eigin langtímaáætlanir í heilbrigðismálum. Á Íslandi mun heilbrigðisáætlun til ársins 2020 leysa af hólmi sambærilega áætlun sem rann sitt skeið árið 2010. Í byrjun aldarinnar virtist sem aðildarríki WHO í Evrópu væru að þróa sína stefnumótun og áætlanagerð hvert í sína áttina, en með tilkomu nýrrar forystu á Evrópuskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 2010 er nú lögð áhersla á að þessi vinna sé byggð á sömu undirstöðum. Að því er varðar gerð íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er mikilsvert að læra af öðrum og skoða þá sérstaklega atriði eins og félagslega áhrifaþætti heilsu, eflingu nærsamfélagsins og lýðheilsuþversnið (folkehelseprofil) þjóðarinnar. Félagslegir áhrifaþættirÁ árunum 2005-2008 starfaði á vegum WHO nefnd undir forystu Englendingsins Sir Michael Marmot og beindi hún sjónum sínum að félagslegum áhrifavöldum heilsu (CSDH, Commission on Social Determinants of Health). Úttekt nefndarinnar og kannanir annarra aðila sýna að helstu áhrifaþættir heilsufars eru af félagslegum toga og sennilega hafa þeir mest að segja um þá byrði sem sjúkdómar og dauði valda í heiminum í dag. Myndin er alls staðar sú sama. Einstaklingar sem hafa lág laun, stutta skólagöngu að baki, gegna ófaglærðum störfum eða eru atvinnulausir búa við meira heilsuleysi og lifa skemur en aðrir. Í lokaskýrslu sinni Closing the gap in a generation frá árinu 2008, undirstrikar nefndin mikilvægi þess að bæta lífsskilyrði fólks sem býr við lakar aðstæður. Víða um lönd er þessi skýrsla nú orðin grundvallarrit við mótun heilbrigðisáætlana og annarra viðeigandi aðgerða sem miða að því að efla heilsu og velferð fólks. NærsamfélagÍ allri stefnumótun er núorðið lögð áhersla á víðtækt samráð við fólkið í landinu og félagasamtök þess. Slagorð Öryrkjabandalagsins „Ekkert um okkur, án okkar!“ er einkennandi fyrir þessi viðhorf. Umfjöllun tillagna á stórfundum, formlegt umsagnarferli og hugarflugsfundir eru tæki til þess að ná til þeirra er málefnin varða. Flutningur allrar nærþjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála til sveitarfélaganna er áfangi á þeirri leið að skapa hér eiginlegt nærsamfélag og tryggja að borgararnir hafi áhrif á þjónustuna. Á Íslandi hafa sveitarfélögin Hornafjörður og Akureyri tekið að sér rekstur heilsugæslu og öldrunarmála og samþætt þessa málaflokka félagslegri þjónustu sveitarfélaganna. Í ársbyrjun 2011 tóku sveitarfélögin í landinu yfir málefni fatlaðra frá ríkinu og áformað er að flytja málefni aldraðra og jafnvel heilsugæsluna í heild sinni til sveitarfélaganna á næstu árum. LýðheilsuþversniðÍ Noregi tóku ný lýðheilsulög gildi 1. janúar sl. og eru þau liður í að framfylgja áætlun um umbætur og samráð í heilbrigðisþjónustunni (Samhandlingsreformen). Þessi nýja löggjöf er liður í að styrkja ábyrgð og aðgerðir sveitarfélaga á sviði forvarna og heilsueflingar á öllum sviðum samfélagsins. Lýðheilsustofnun Noregs er svo falið að halda saman upplýsingum á samræmdu formi um ástandið í heilbrigðismálum í sérhverju sveitarfélagi, fylki og í landinu sem heild, svonefndu lýðheilsuþversniði eða lýðheilsuprófíl. Þetta á að auðvelda allar aðgerðir til að bæta heilsufar á hverjum stað fyrir sig og svo geta allir farið inn á netsíðu stofnunarinnar í leit að frekari fróðleik. Þarna er t.d. að finna upplýsingar um algengi sykursýki, ofþyngd og offitu, sálræn vandamál, slys o.fl. Nálgun sem þessi gæti e.t.v. komið að góðum notum hér á landi. Heilsa 2020Ný heilbrigðisáætlun verður að hafa að meginmarkmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Upplýsingar um félagslega áhrifaþætti heilsu, efling nærþjónustu og gleggri þekking á lýðheilsu landsmanna eru öll lykilatriði sem nauðsynlegt er að styðjast við þegar mótuð er heildstæð framtíðarsýn og markmið fyrir heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eru skilgreind.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun