Milljarða atkvæðareikningur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. mars 2012 06:00 Helgi Hjörvar alþingismaður er hálfdrættingur á við Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þegar kemur að uppboðsmarkaði á skattfé almennings. Hann telur sig af þeim sökum hófsemdarmann og tillögur sínar sáttatilboð. Þetta er alvarlegur misskilningur. Tillagan er róttæk, breytir leikreglum eftir á, ógildir bindandi samninga og gerir eignir upptækir á kostnað ríkissjóðs. Tillaga Helga færir afmörkuðum hópi íbúðakaupenda 100 milljarða króna og ætlar skattgreiðendum að greiða reikninginn. Þessi fjárhæð er tvöfalt hærri en það sem ríkið leggur árlega til almannatryggingakerfisins. Hún er þrisvar sinnum hærri en kostnaðurinn við rekstur Landsspítalans. Þar sem ríkið verður að skera niður útgjöld til þess að eiga fyrir sátt Helga Hjörvar munu aldraðir og sjúkir greiða þennan reikning. Ellilífeyrir verður skertur og dregið úr þjónustu hins opinbera bæði nú og í framtíðinni. Þeir sem eiga rétt á þessari þjónustu og munu þurfa á henni að halda á næstu árum hafa spilað eftir leikreglunum í þjóðfélaginu, greitt sína skatta, keypt sér húsnæði og virt þá samninga sem það hefur gert. Opinber gögn benda til þess að hópurinn sem keypti í eignabólunni, og sem Helgi vill gefa skattféð, sé vel menntaður, með góðar tekjur, á fertugsaldri og hafi ekki verið að kaupa sína fyrstu íbúð. Því er líklegt að flestir hafi selt íbúð á uppsprengdu verði og haft verulegan hagnað. Gangi eftir tillögur Helga Hjörvar og fleiri verður hagnaðurinn einkavæddur en tapið sent á skattgreiðendur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi ráðherra, skrifaði fyrir nokkrum dögum grein í Fréttablaðið og setti fram sínar hugmyndir til lausnar. Þær voru raunhæfar og tóku mið af því sem áður hefur verið gert við svipaðar aðstæður. Gylfi leggur til að þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð í eignabólunni á fasteignamarkaðinum fái á næstu árum ríkisaðstoð í gegnum vaxtabótakerfið. Það má kalla sanngjarnt þar sem þeir fengu engan eignabóluhagnað en báru fullan kostnað af háu íbúðaverði. Tillögur Gylfa eru miklu frekar sáttatilboð en þjóðnýting Helga Hjörvar fyrir fáa útvalda. Meginreglan verður að vera að ábyrgðin af viðskiptum hvíli aðeins á þeim sem eiga í viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Tengdar fréttir Vaxtaverkir Umræðan um skuldir heimilanna, vexti og verðtryggingu virðist sífellt geta orðið undarlegri. Hún byggir að uppistöðu til á mjög sérstakri blöndu af misskilningi, áróðri og óskhyggju. Það er því ekki að undra að erfitt sé að ná áttum, hvað þá sáttum í þessu viðkvæma máli. Staðreyndirnar eru samt tiltölulega einfaldar og það eru kostirnir í stöðunni líka. 25. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Helgi Hjörvar alþingismaður er hálfdrættingur á við Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þegar kemur að uppboðsmarkaði á skattfé almennings. Hann telur sig af þeim sökum hófsemdarmann og tillögur sínar sáttatilboð. Þetta er alvarlegur misskilningur. Tillagan er róttæk, breytir leikreglum eftir á, ógildir bindandi samninga og gerir eignir upptækir á kostnað ríkissjóðs. Tillaga Helga færir afmörkuðum hópi íbúðakaupenda 100 milljarða króna og ætlar skattgreiðendum að greiða reikninginn. Þessi fjárhæð er tvöfalt hærri en það sem ríkið leggur árlega til almannatryggingakerfisins. Hún er þrisvar sinnum hærri en kostnaðurinn við rekstur Landsspítalans. Þar sem ríkið verður að skera niður útgjöld til þess að eiga fyrir sátt Helga Hjörvar munu aldraðir og sjúkir greiða þennan reikning. Ellilífeyrir verður skertur og dregið úr þjónustu hins opinbera bæði nú og í framtíðinni. Þeir sem eiga rétt á þessari þjónustu og munu þurfa á henni að halda á næstu árum hafa spilað eftir leikreglunum í þjóðfélaginu, greitt sína skatta, keypt sér húsnæði og virt þá samninga sem það hefur gert. Opinber gögn benda til þess að hópurinn sem keypti í eignabólunni, og sem Helgi vill gefa skattféð, sé vel menntaður, með góðar tekjur, á fertugsaldri og hafi ekki verið að kaupa sína fyrstu íbúð. Því er líklegt að flestir hafi selt íbúð á uppsprengdu verði og haft verulegan hagnað. Gangi eftir tillögur Helga Hjörvar og fleiri verður hagnaðurinn einkavæddur en tapið sent á skattgreiðendur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi ráðherra, skrifaði fyrir nokkrum dögum grein í Fréttablaðið og setti fram sínar hugmyndir til lausnar. Þær voru raunhæfar og tóku mið af því sem áður hefur verið gert við svipaðar aðstæður. Gylfi leggur til að þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð í eignabólunni á fasteignamarkaðinum fái á næstu árum ríkisaðstoð í gegnum vaxtabótakerfið. Það má kalla sanngjarnt þar sem þeir fengu engan eignabóluhagnað en báru fullan kostnað af háu íbúðaverði. Tillögur Gylfa eru miklu frekar sáttatilboð en þjóðnýting Helga Hjörvar fyrir fáa útvalda. Meginreglan verður að vera að ábyrgðin af viðskiptum hvíli aðeins á þeim sem eiga í viðskiptum.
Vaxtaverkir Umræðan um skuldir heimilanna, vexti og verðtryggingu virðist sífellt geta orðið undarlegri. Hún byggir að uppistöðu til á mjög sérstakri blöndu af misskilningi, áróðri og óskhyggju. Það er því ekki að undra að erfitt sé að ná áttum, hvað þá sáttum í þessu viðkvæma máli. Staðreyndirnar eru samt tiltölulega einfaldar og það eru kostirnir í stöðunni líka. 25. febrúar 2012 06:00
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun