Jónsi og félagar í Sigur Rós spila tvívegis á pólsku tónlistarhátíðinni Sacrum Profanum dagana 16. og 17. september. Kronos-strengjakvartettinn frá Bandaríkjunum stígur á einnig á aðalsviðið með Sigur Rós og verða tónleikarnir lokahnykkurinn á tíu ára afmæli hátíðarinnar.
Sigur Rós hafði áður tilkynnt um fimm tónleika, þar á meðal í Japan og á Bestival-hátíðinni í Englandi. Hljómsveitin gefur í vor út sína sjöttu hljóðversplötu. Fimm ár eru liðin síðan Með suð í eyrum við spilum endalaust kom út við góðar undirtektir. -fb
Tónleikar Sigur Rósar lokahnykkurinn í Póllandi
