Í tilefni dags tónlistarskólanna 25. febrúar 2012 06:00 Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðgað daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi menntamálaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svöruðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi. SkipulagsmálHinn öri vöxtur kallaði á skjót úrræði. Námsefni af skornum skammti, hljóðfærakostur fábrotinn og aðstaða frumstæð. Kennara vantaði, en þar kom sér vel að til var stofnun sem gat tekist á við það úrlausnarefni, Tónlistarskólinn í Reykjavík bjó yfir langri og dýmætri reynslu og mótaði kennaranám með tilliti til hinnar nývöknuðu skólahreyfingar. Önnur skipulagsmál voru leyst af einlægum vilja og áhuga. Aðstoð ráðuneytisDr. Gylfi réði fulltrúa í menntamálaráðuneytinu til að aðstoða hina nýstofnuðu skóla og gefa góð ráð. Frá Bretlandi bárust fréttir af góðu fyrirkomulagi, þaulreyndu áfangakerfi, sem íslenskir tónlistarkennarar tóku tveim höndum. Nú er svo komið að tekin eru hér á landi samræmd áfangpróf í öllum námsgreinum tónlistar undir umsjón Prófanefndar tónlistarskólanna í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af menntamálaráðuneytinu. Samvinna ríkis og sveitarfélagaFrá upphafi voru tónlistarskólarnir samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga og reyndist sú skipan ákaflega vel, eða þar til árið 1989 að tónlistarskólarnir urðu verkefni sveitarfélaganna. Nú liðlega 20 árum síðar er ríkið aftur orðinn virkur þátttakandi á þessu sviði með því að veita fjárstuðning sbr. samkomulag þessara aðila frá sl. vori um eflingu tónlistarnáms. Þegar sniðnir hafa verið af framkvæmdinni byrjunarhnökrar ætti endurvakið samstarf ríkis og sveitarfélaga um starfsemi tónlistarskólanna að geta orðið íslenskri tónlistarfræðslu til hagsbóta. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frumkvöðla sem lögðu grunninn að íslenskri tónlistarfræðslu. Það sér ekki fyrir endann á menningarsókn þeirri sem dr. Gylfi og Vilhjálmur stofnuðu til í árdaga. Tilkoma tónlistarhússins Hörpu er rökrétt framhald af þeirri ævintýralegu atburðarrás og verður í framtíðinni vettvangur þess sem fremst stendur í tónmenningu þjóðarinnar. Sá fríði hópur æskufólks sem flutti öndvegisverk á sviði Hörpu í lok janúar er aðeins eitt dæmi um það gróskumikla starf sem unnið er í tónlistarskólunum sem helga sér þennan dag til að vekja athygli á starfi sínu. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stórvirki sem unnin voru fyrir nær hálfri öld og fólust í því að efla menningarlíf á Íslandi eru flestum gleymd, þó hafa þau auðgað daglegt líf okkar og eru nú talin sjálfsögð. En er nokkuð sjálfsagt? Hollt er að rifja upp að fátt verður til af sjálfu sér. Menningarsókn dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, þáverandi menntamálaráðherra sem beittu sér fyrir löggjöf um tónlistarmenntun á Íslandi á 7. og 8. áratug síðustu aldar, ber vott um framsýni þessara merku stjórnmálamanna sem svöruðu kalli tímans með því að greiða börnum og fullorðnum leið að iðkun tónlistar og innihaldsríkara lífi. SkipulagsmálHinn öri vöxtur kallaði á skjót úrræði. Námsefni af skornum skammti, hljóðfærakostur fábrotinn og aðstaða frumstæð. Kennara vantaði, en þar kom sér vel að til var stofnun sem gat tekist á við það úrlausnarefni, Tónlistarskólinn í Reykjavík bjó yfir langri og dýmætri reynslu og mótaði kennaranám með tilliti til hinnar nývöknuðu skólahreyfingar. Önnur skipulagsmál voru leyst af einlægum vilja og áhuga. Aðstoð ráðuneytisDr. Gylfi réði fulltrúa í menntamálaráðuneytinu til að aðstoða hina nýstofnuðu skóla og gefa góð ráð. Frá Bretlandi bárust fréttir af góðu fyrirkomulagi, þaulreyndu áfangakerfi, sem íslenskir tónlistarkennarar tóku tveim höndum. Nú er svo komið að tekin eru hér á landi samræmd áfangpróf í öllum námsgreinum tónlistar undir umsjón Prófanefndar tónlistarskólanna í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af menntamálaráðuneytinu. Samvinna ríkis og sveitarfélagaFrá upphafi voru tónlistarskólarnir samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga og reyndist sú skipan ákaflega vel, eða þar til árið 1989 að tónlistarskólarnir urðu verkefni sveitarfélaganna. Nú liðlega 20 árum síðar er ríkið aftur orðinn virkur þátttakandi á þessu sviði með því að veita fjárstuðning sbr. samkomulag þessara aðila frá sl. vori um eflingu tónlistarnáms. Þegar sniðnir hafa verið af framkvæmdinni byrjunarhnökrar ætti endurvakið samstarf ríkis og sveitarfélaga um starfsemi tónlistarskólanna að geta orðið íslenskri tónlistarfræðslu til hagsbóta. Þegar litið er til baka er efst í huga þakklæti til þeirra frumkvöðla sem lögðu grunninn að íslenskri tónlistarfræðslu. Það sér ekki fyrir endann á menningarsókn þeirri sem dr. Gylfi og Vilhjálmur stofnuðu til í árdaga. Tilkoma tónlistarhússins Hörpu er rökrétt framhald af þeirri ævintýralegu atburðarrás og verður í framtíðinni vettvangur þess sem fremst stendur í tónmenningu þjóðarinnar. Sá fríði hópur æskufólks sem flutti öndvegisverk á sviði Hörpu í lok janúar er aðeins eitt dæmi um það gróskumikla starf sem unnið er í tónlistarskólunum sem helga sér þennan dag til að vekja athygli á starfi sínu. Til hamingju með daginn!
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar