Enn berast fréttir af fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Vefsíðan Style.com valdi hana á dögunum eina af tíu flottustu fyrirsætum tískuvikunnar í London.
Á síðunni undir dálkinum „Who owned the catwalk" geta lesendur kosið milli hennar og ofurfyrirsætna á borð við Cöru Delevingne og Jourdan Dunn. Kosningunni lýkur 27. febrúar og ef Kolfinna endar á toppnum kemst hún á lista yfir fyrirsætur ársins hjá vefmiðlinum. Í gær var Kolfinna í öðru sæti af tíu með 29% atkvæða. - áp
Kolfinna ein af tíu flottustu fyrirsætunum á tískuviku

Mest lesið





Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa!
Lífið samstarf

„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“
Lífið samstarf



