Ofurskattur á samgöngum Özur Lárusson skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum. Það sem er athyglisvert er að mjög svipað hlutfall gerði það árið 2002 sem segir manni að þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og stóraukna skattheimtu ríkisins á bílinn og eldsneyti þá eru kostirnir í stöðunni þeir sömu í dag og þeir voru 2002, þ.e. einkabíllinn. Við búum í stóru en fámennu landi sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur verða alltaf takmörkunum háðar. Allar hugmyndir um stórbættar almenningssamgöngur í gegnum tíðina hafa ekki gengið eftir og er ósköp skiljanleg ástæða fyrir því. Það er fámennið, það verður aldrei hægt að koma á fót öflugu lestarkerfi eða öðru álíka sem fullnægir þörfum okkar til samgangna í því fámenni sem við búum við, það er einfaldlega of dýrt og mun aldrei standa undir sér. Við getum ekki borið okkur saman að því leyti við nágrannaþjóðir okkar þar sem íbúafjöldi er margfalt meiri og byggðir mun þéttari. Við erum og verðum háð einkabílnum í samgöngum og því þurfa stjórnvöld að hætta skattpíningu á bílnum og rekstri hans. Skattheimta ríkisins af eldsneyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bensínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram og bendi á, máli sínu til stuðnings, að hún sé svipuð og jafnvel minni en gengur og gerist í samanburðarlöndunum sem oft er vitnað til! Sá samanburður er ekki sanngjarn því almenningur í þessum svokölluðu samanburðarlöndum hefur val, þ.e. nothæft almenningssamgangnakerfi í formi lesta, sporvagna og strætókerfis sem virkar. Hjólreiðar hafa sótt í sig veðrið hérlendis sem er mjög jákvæð þróun, þar geta sveitarfélög og stjórnvöld stórbætt aðstöðu með átaki í gerð hjólreiðastíga o.fl. Bílaumferð og hjólreiðar fara ekki vel saman og því þarf að bæta aðstöðu hjólreiðafólks stórlega. Það er hins vegar staðreynd að hjólreiðar koma ekki í stað bílsins við þær vegalengdir og veðurfar sem við búum við enda gera þær það hvergi þó svo allar aðstæður til hjólreiða séu betri annars staðar en hér á landi. Tölurnar tala sínu máli eins og fram kemur í skýrslu Capacent, 4% nota Strætó, 15% ganga, 3,8% hjóla og 76,4% ferðast í einkabílnum. Ef stjórnvöld vilja stuðla að bættum samgöngum almennings þurfa þau að endurskoða skattheimtu sína af bílum og eldsneyti. Það er ekki hægt að búa við þessa ofurskatta í sjálfsögðum samgöngum ef við ætlum að halda áfram að komast á milli staða með fólk og vörur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum. Það sem er athyglisvert er að mjög svipað hlutfall gerði það árið 2002 sem segir manni að þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og stóraukna skattheimtu ríkisins á bílinn og eldsneyti þá eru kostirnir í stöðunni þeir sömu í dag og þeir voru 2002, þ.e. einkabíllinn. Við búum í stóru en fámennu landi sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur verða alltaf takmörkunum háðar. Allar hugmyndir um stórbættar almenningssamgöngur í gegnum tíðina hafa ekki gengið eftir og er ósköp skiljanleg ástæða fyrir því. Það er fámennið, það verður aldrei hægt að koma á fót öflugu lestarkerfi eða öðru álíka sem fullnægir þörfum okkar til samgangna í því fámenni sem við búum við, það er einfaldlega of dýrt og mun aldrei standa undir sér. Við getum ekki borið okkur saman að því leyti við nágrannaþjóðir okkar þar sem íbúafjöldi er margfalt meiri og byggðir mun þéttari. Við erum og verðum háð einkabílnum í samgöngum og því þurfa stjórnvöld að hætta skattpíningu á bílnum og rekstri hans. Skattheimta ríkisins af eldsneyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bensínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram og bendi á, máli sínu til stuðnings, að hún sé svipuð og jafnvel minni en gengur og gerist í samanburðarlöndunum sem oft er vitnað til! Sá samanburður er ekki sanngjarn því almenningur í þessum svokölluðu samanburðarlöndum hefur val, þ.e. nothæft almenningssamgangnakerfi í formi lesta, sporvagna og strætókerfis sem virkar. Hjólreiðar hafa sótt í sig veðrið hérlendis sem er mjög jákvæð þróun, þar geta sveitarfélög og stjórnvöld stórbætt aðstöðu með átaki í gerð hjólreiðastíga o.fl. Bílaumferð og hjólreiðar fara ekki vel saman og því þarf að bæta aðstöðu hjólreiðafólks stórlega. Það er hins vegar staðreynd að hjólreiðar koma ekki í stað bílsins við þær vegalengdir og veðurfar sem við búum við enda gera þær það hvergi þó svo allar aðstæður til hjólreiða séu betri annars staðar en hér á landi. Tölurnar tala sínu máli eins og fram kemur í skýrslu Capacent, 4% nota Strætó, 15% ganga, 3,8% hjóla og 76,4% ferðast í einkabílnum. Ef stjórnvöld vilja stuðla að bættum samgöngum almennings þurfa þau að endurskoða skattheimtu sína af bílum og eldsneyti. Það er ekki hægt að búa við þessa ofurskatta í sjálfsögðum samgöngum ef við ætlum að halda áfram að komast á milli staða með fólk og vörur.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun