Þáttaröðin Andri á flandri, þar sem fylgst var með útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni flakka um landið á húsbíl, hefur verið seld til sænskra, danskra og norskra sjónvarpsstöðva.
Spennandi verður að sjá hvernig frændur okkar og frænkur taka Andra, en þættirnir nutu mikilla vinsælda á Íslandi og voru tilnefndir til Edduverðlauna sem besti menningar- og lífstílsþátturinn. Andri Freyr vinnur nú að nýrri þáttaseríu, Andralandi, þar sem hann flakkar hann um Reykjavík. - afb
