Enski rapparinn Skepta og Brain Police í hár saman 21. febrúar 2012 16:15 Rokksveitin Brain Police er ósátt við enska rapparann Skepta sem virðist hafa stolið lagi hennar. Lögfræðingur er kominn í málið. Útgáfufyrirtæki Brain Police í Bandaríkjunum, Small Stone, ætlar að athuga hvort enski rapparinn Skepta hafi gerst sekur um brot á höfundarrétti með því að nota hluta úr lagi rokksveitarinnar í nýjasta smáskífulaginu sínu Hold On án hennar samþykkis. Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy sem kom út á plötunni Brain Police árið 2003. „Það síðasta sem við heyrðum var að hann [útgefandinn] ætlaði að setja lögfræðinginn sinn í málið," segir Jenni söngvari, sem finnst lag Skepta hreint út sagt ógeðslegt. „Þetta er klárlega stolið hjá honum, það heyrist langar leiðir. Hann er ekki bara að taka riffið heldur nokkurn veginn bítið úr laginu líka. Það verður mjög gaman að fylgjast með hvað gerist næst." Jenni og félagar höfðu reynt að ná sambandi við Skepta í gegnum Facebook en hann svaraði ekki skilaboðum þeirra. Þá hvöttu þeir aðdáendur sína til að herja á Facebook-veginn hans til að knýja á um svör. „Við settum PR-vélina í gang og dúndruðum aðeins á hann." Skepta var að vonum skelkaður yfir atlögunni og svaraði um hæl eftir að hafa heyrt íslenska lagið. Þar baðst hann afsökunar á að hafa notað það og en sagðist ekki hafa borið ábyrgð á því sjálfur. „Það var leiðinlegt að frétta það að Brain Police vissi ekki af því að lagið hennar hefði verið notað," skrifaði Skepta. „Ég vil taka það fram að ég stjórnaði ekki upptökunum á hljóðfærakaflanum og ég stal ekki frá neinum, ég bara rappaði textann. Ég er algjörlega á móti því að stela tónlist og ég vil þakka Brain Police fyrir framlag hennar."Skepta.Jenni segist ekki viss um að Skepta fari með rétt mál. „Við fórum á Wikipediu og gátum ekki annað séð en að hann sé skráður fyrir öllum lögum á þessari plötu sem er að koma út með honum í mars," segir hann. Lagið Hold On hefur verið mikið spilað í Bretlandi og komist inn á þrjá vinsældarlista. „Miðað við spilun og annað ættu að vera peningar í spilinu. Við ætlum ekkert að láta stóra manninn níðast á litla manninum, það er ekki sjéns." Hægt er að hlusta á lag Skepta hér fyrir ofan en Jacuzzi Suzy má heyra hér á YouTube. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Rokksveitin Brain Police er ósátt við enska rapparann Skepta sem virðist hafa stolið lagi hennar. Lögfræðingur er kominn í málið. Útgáfufyrirtæki Brain Police í Bandaríkjunum, Small Stone, ætlar að athuga hvort enski rapparinn Skepta hafi gerst sekur um brot á höfundarrétti með því að nota hluta úr lagi rokksveitarinnar í nýjasta smáskífulaginu sínu Hold On án hennar samþykkis. Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy sem kom út á plötunni Brain Police árið 2003. „Það síðasta sem við heyrðum var að hann [útgefandinn] ætlaði að setja lögfræðinginn sinn í málið," segir Jenni söngvari, sem finnst lag Skepta hreint út sagt ógeðslegt. „Þetta er klárlega stolið hjá honum, það heyrist langar leiðir. Hann er ekki bara að taka riffið heldur nokkurn veginn bítið úr laginu líka. Það verður mjög gaman að fylgjast með hvað gerist næst." Jenni og félagar höfðu reynt að ná sambandi við Skepta í gegnum Facebook en hann svaraði ekki skilaboðum þeirra. Þá hvöttu þeir aðdáendur sína til að herja á Facebook-veginn hans til að knýja á um svör. „Við settum PR-vélina í gang og dúndruðum aðeins á hann." Skepta var að vonum skelkaður yfir atlögunni og svaraði um hæl eftir að hafa heyrt íslenska lagið. Þar baðst hann afsökunar á að hafa notað það og en sagðist ekki hafa borið ábyrgð á því sjálfur. „Það var leiðinlegt að frétta það að Brain Police vissi ekki af því að lagið hennar hefði verið notað," skrifaði Skepta. „Ég vil taka það fram að ég stjórnaði ekki upptökunum á hljóðfærakaflanum og ég stal ekki frá neinum, ég bara rappaði textann. Ég er algjörlega á móti því að stela tónlist og ég vil þakka Brain Police fyrir framlag hennar."Skepta.Jenni segist ekki viss um að Skepta fari með rétt mál. „Við fórum á Wikipediu og gátum ekki annað séð en að hann sé skráður fyrir öllum lögum á þessari plötu sem er að koma út með honum í mars," segir hann. Lagið Hold On hefur verið mikið spilað í Bretlandi og komist inn á þrjá vinsældarlista. „Miðað við spilun og annað ættu að vera peningar í spilinu. Við ætlum ekkert að láta stóra manninn níðast á litla manninum, það er ekki sjéns." Hægt er að hlusta á lag Skepta hér fyrir ofan en Jacuzzi Suzy má heyra hér á YouTube. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira