Þjóðleikhúsið eða Skjár Einn? 21. febrúar 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. var sagt frá því í forsíðufrétt, að haustið 2009 hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagt til „í fullri alvöru", eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það, að loka Þjóðleikhúsinu til að mæta skuldum ríkissjóðs. Katrín hélt því svo fram, að ef farið hefði verið að tillögum sjóðsins, hefði það haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag". Á svipuðum tíma tilkynntu forsvarsmenn hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar Skjás Eins, að stöðin yrði ekki lengur rekin án áskriftargjalda. Því var ákveðið að innheimta áskriftargjöld, en ef slíkt gengi ekki yrði að loka stöðinni. Sem betur fer átti Skjár Einn það mikinn hljómgrunn meðal fólks, að stöðin lifir enn góðu lífi, þúsundum fjölskyldna um land allt til ómældrar ánægju dag hvern. Líkt og með Þjóðleikhúsið kom til greina „í fullri alvöru" að loka Skjá Einum. Því er eðlilegt að spurt sé: Hefði lokun Skjás Eins ekki einnig haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag"? Af hverju höfðu ráðamenn ekki jafnmiklar áhyggjur af því eins og hugsanlegri lokun Þjóðleikhússins? Er dagskrá Þjóðleikhússins eitthvað merkilegri en dagskrá Skjás Eins? Ef svo er, að hvaða leyti? Þessar hugleiðingar eru settar á blað til að sýna hve furðulegt það er í raun og veru að ríkið reki leikhús. Leikhúsrekstur er eins og hver annar atvinnurekstur og á því að lúta lögmálum markaðarins. Af hverju á ríkið að niðurgreiða leikhús en ekki t.d. kvikmyndahús? Ef Jói vill frekar sækja bíó en leikhús, af hverju ætti hann þá að taka þátt í kostnaði vegna leikhúsferða Guggu? Af hverju eru bíómiðar ekki líka niðurgreiddir? Eða bækur og hljómdiskar, sem einnig sjá fólki fyrir skemmtun og menningu? Hefði ríkið ekki átt að grípa inn í ef til lokunar Skjás Eins hefði komið? Annað sem rétt er að benda á er að ekki er gefið að niðurgreiðslur til lista- og menningarviðburða nýtist þeim sem ætlunin var í upphafi, þ.e. til tekjulægri hópa. Vera kann, að fólk með lágar tekjur sé með þannig félagslegan bakgrunn, að áhugi þess á leikritum sé minni en tekjuhærri hópa. Þar með snýst dæmið við, þ.e. tekjulágir niðurgreiða menningu og skemmtun fyrir milli- og hátekjufólk. Hvers konar jafnaðarstefna er það? Allir sjá að ekki gengur að niðurgreiða alla menningu og skemmtun. En hvar á þá að draga mörkin? Svarið er að það er ekki hægt. Enginn getur leikið þann guð að takast slíkt á hendur. Það sem er menning og skemmtun fyrir einn er það ekki fyrir annan. Því er best að leggja af allar slíkar niðurgreiðslur og selja fyrirtæki eins og Þjóðleikhúsið og lækka skatta sem nemur söluandvirðinu og árlegum rekstrarkostnaði. Þá hefur fólk meira milli handanna og getur því notað umframpeningana til þeirra hluta sem það sjálft kýs. Með öðrum orðum, láta fólkið ráða. Annað er skrumskæling á lýðræðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. var sagt frá því í forsíðufrétt, að haustið 2009 hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagt til „í fullri alvöru", eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það, að loka Þjóðleikhúsinu til að mæta skuldum ríkissjóðs. Katrín hélt því svo fram, að ef farið hefði verið að tillögum sjóðsins, hefði það haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag". Á svipuðum tíma tilkynntu forsvarsmenn hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar Skjás Eins, að stöðin yrði ekki lengur rekin án áskriftargjalda. Því var ákveðið að innheimta áskriftargjöld, en ef slíkt gengi ekki yrði að loka stöðinni. Sem betur fer átti Skjár Einn það mikinn hljómgrunn meðal fólks, að stöðin lifir enn góðu lífi, þúsundum fjölskyldna um land allt til ómældrar ánægju dag hvern. Líkt og með Þjóðleikhúsið kom til greina „í fullri alvöru" að loka Skjá Einum. Því er eðlilegt að spurt sé: Hefði lokun Skjás Eins ekki einnig haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag"? Af hverju höfðu ráðamenn ekki jafnmiklar áhyggjur af því eins og hugsanlegri lokun Þjóðleikhússins? Er dagskrá Þjóðleikhússins eitthvað merkilegri en dagskrá Skjás Eins? Ef svo er, að hvaða leyti? Þessar hugleiðingar eru settar á blað til að sýna hve furðulegt það er í raun og veru að ríkið reki leikhús. Leikhúsrekstur er eins og hver annar atvinnurekstur og á því að lúta lögmálum markaðarins. Af hverju á ríkið að niðurgreiða leikhús en ekki t.d. kvikmyndahús? Ef Jói vill frekar sækja bíó en leikhús, af hverju ætti hann þá að taka þátt í kostnaði vegna leikhúsferða Guggu? Af hverju eru bíómiðar ekki líka niðurgreiddir? Eða bækur og hljómdiskar, sem einnig sjá fólki fyrir skemmtun og menningu? Hefði ríkið ekki átt að grípa inn í ef til lokunar Skjás Eins hefði komið? Annað sem rétt er að benda á er að ekki er gefið að niðurgreiðslur til lista- og menningarviðburða nýtist þeim sem ætlunin var í upphafi, þ.e. til tekjulægri hópa. Vera kann, að fólk með lágar tekjur sé með þannig félagslegan bakgrunn, að áhugi þess á leikritum sé minni en tekjuhærri hópa. Þar með snýst dæmið við, þ.e. tekjulágir niðurgreiða menningu og skemmtun fyrir milli- og hátekjufólk. Hvers konar jafnaðarstefna er það? Allir sjá að ekki gengur að niðurgreiða alla menningu og skemmtun. En hvar á þá að draga mörkin? Svarið er að það er ekki hægt. Enginn getur leikið þann guð að takast slíkt á hendur. Það sem er menning og skemmtun fyrir einn er það ekki fyrir annan. Því er best að leggja af allar slíkar niðurgreiðslur og selja fyrirtæki eins og Þjóðleikhúsið og lækka skatta sem nemur söluandvirðinu og árlegum rekstrarkostnaði. Þá hefur fólk meira milli handanna og getur því notað umframpeningana til þeirra hluta sem það sjálft kýs. Með öðrum orðum, láta fólkið ráða. Annað er skrumskæling á lýðræðinu.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar