Vita ekki hvar þær enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2012 08:00 Katrín og Hólmfríður. Mynd/Vilhelm Tveir leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta eru í óvenjulegri og óvæntri stöðu eftir að hætt var við tímabilið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir ætluðu báðar að spila með Philadelphia Independence en þurftu að leita sér að nýju liði á versta tíma. „Ég veit ekkert hvar ég enda. Það eru ýmsir möguleikar upp á borðinu og maður kemst nú að hjá einhverju liði en það er bara spurning um hvað sé hentugast fyrir mig," segir Hólmfríður Magnúsdóttir sem kláraði síðasta tímabil með Val hér heima. „Ég ætla að bíða þangað til ég fer til Portúgal og sjá hvort að það opnist ekki einhverjar dyr þar," sagði Katrín Ómarsdóttir sem lék síðast með Orange County Waves í B-deildinni í Bandaríkjunum. „Ég er róleg eins og er en eftir Portúgalsmótið þá fer vonandi eitthvað að gerast. Ég vil verða komin með lið tveimur vikum eftir Algarve," bætir Katrín við. „Staðan hefði verið allt önnur ef að þetta hefði komið upp í desember því þá hefði maður léttilega getað farið til Svíþjóðar eða Þýskalands. Glugginn í Þýskalandi lokaði nefnilega daginn áður. Það er ótrúlega skrýtið að vera liðalaus. Ég er í viðræðum við Val en er opin fyrir öllu. Ég er sem dæmi á leiðinni á æfingu hjá Stjörnunni núna," segir Hólmfríður og bætir við: „Ég er alltaf í daglegum samskiptum við umboðsmanninn minn úti. Ég fékk tilboð frá liðinu sem ég æfði með í Noregi en ég sagði bara nei takk við því. Það var ekki nógu gott," sagði Hólmfríður sem fór ásamt Katrínu í prufu hjá norska liðinu Arna-Björnar. „Það er allt sem kemur til greina, þess vegna Kína. Ég verð bara að vera bjartsýn á þetta ár og það verður bara skemmtilegt og fróðlegt að sjá hvar ég enda," segir Hólmfríður. „Ef að það verður ekkert spennandi í boði þá er alveg möguleiki á því að skella mér til Þórunnar vinkonu minnar sem er í Brasilíu. Það er gott að hafa hana þarna og hún myndi kannski redda því fyrir mig," sagði Katrín í léttum tón en þá væri komin hálfgerð Íslendinganýlenda hjá Vitoria-liðinu enda mun Dóra María Lárusdóttir spila þar þangað til í vor. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Tveir leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta eru í óvenjulegri og óvæntri stöðu eftir að hætt var við tímabilið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir ætluðu báðar að spila með Philadelphia Independence en þurftu að leita sér að nýju liði á versta tíma. „Ég veit ekkert hvar ég enda. Það eru ýmsir möguleikar upp á borðinu og maður kemst nú að hjá einhverju liði en það er bara spurning um hvað sé hentugast fyrir mig," segir Hólmfríður Magnúsdóttir sem kláraði síðasta tímabil með Val hér heima. „Ég ætla að bíða þangað til ég fer til Portúgal og sjá hvort að það opnist ekki einhverjar dyr þar," sagði Katrín Ómarsdóttir sem lék síðast með Orange County Waves í B-deildinni í Bandaríkjunum. „Ég er róleg eins og er en eftir Portúgalsmótið þá fer vonandi eitthvað að gerast. Ég vil verða komin með lið tveimur vikum eftir Algarve," bætir Katrín við. „Staðan hefði verið allt önnur ef að þetta hefði komið upp í desember því þá hefði maður léttilega getað farið til Svíþjóðar eða Þýskalands. Glugginn í Þýskalandi lokaði nefnilega daginn áður. Það er ótrúlega skrýtið að vera liðalaus. Ég er í viðræðum við Val en er opin fyrir öllu. Ég er sem dæmi á leiðinni á æfingu hjá Stjörnunni núna," segir Hólmfríður og bætir við: „Ég er alltaf í daglegum samskiptum við umboðsmanninn minn úti. Ég fékk tilboð frá liðinu sem ég æfði með í Noregi en ég sagði bara nei takk við því. Það var ekki nógu gott," sagði Hólmfríður sem fór ásamt Katrínu í prufu hjá norska liðinu Arna-Björnar. „Það er allt sem kemur til greina, þess vegna Kína. Ég verð bara að vera bjartsýn á þetta ár og það verður bara skemmtilegt og fróðlegt að sjá hvar ég enda," segir Hólmfríður. „Ef að það verður ekkert spennandi í boði þá er alveg möguleiki á því að skella mér til Þórunnar vinkonu minnar sem er í Brasilíu. Það er gott að hafa hana þarna og hún myndi kannski redda því fyrir mig," sagði Katrín í léttum tón en þá væri komin hálfgerð Íslendinganýlenda hjá Vitoria-liðinu enda mun Dóra María Lárusdóttir spila þar þangað til í vor.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira