Landar hverju verkefninu á fætur öðru í Lundúnum 24. janúar 2012 15:15 Á uppleið Edda Óskarsdóttir hefur haft nóg fyrir stafni síðan hún flutti til London til að reyna fyrir sér í fyrirsætubransanum. Edda Óskarsdóttir fyrirsæta flutti til London fyrir þremur vikum síðan og hefur landað hverju verkefninu á fætur öðru síðan þá. Ásgrímur Már Friðriksson hjá Eskimó segir þetta frábæran árangur hjá Eddu sem er á skrá hjá Select umboðsskrifstofunni í London. Edda hafði aðeins verið á skrá hjá Eskimo í viku þegar Select fékk augastað á henni, en Edda hóf fyrirsætustörf í haust og því telst þetta einstakur árangur. Fyrirsæturnar Natasha Poly, Agyness Deyn, Stella Tennan, Brooklyn Decker og karlfyrirsætan David Gandy eru á meða þeirra sem Select hefur á sínum snærum. „Edda fékk fyrsta verkefnið þann 12. janúar og hefur varla stoppað síðan. Hún er ekki búin að vinna við þetta lengi en virðist vera fædd í starfið. Hún er mjög fótógenísk en líka skemmtileg og heillandi þannig þetta er henni auðvelt," segir Ásgrímur Már. Meðal þeirra verkefna sem Edda hefur tekið að sér er myndaþáttur fyrir vefverslanirnar Asos og Temperley, vefauglýsing fyrir tískurisann Burberry og auglýsing fyrir næstu jólaherferð tískuverslunarinnar Miss Selfridge. Auk þess var hún boðuð í prufumyndatöku hjá ljósmyndaranum Emmu Summerton sem hefur mikið myndað fyrir tímaritið ID en einnig ítalska Vogue, Dazed & Confused og W. Edda er nítján ára gömul og ákvað að taka sér frí frá skóla og tónlistarnámi til að láta reyna á fyrirsætustarfið. Hingað til hefur það gengið að óskum en Ásgrímur segir mikla samkeppni ríkja innan bransans og því þurfi breitt bak og eljusemi til að ná langt. „Þetta er bara eins og hvert annað starf, það tekur tíma að vinna sig upp en mér heyrist á öllu að Edda sé að standa sig með prýði." Ekki náðist í Eddu við vinnslu fréttarinnar. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Edda Óskarsdóttir fyrirsæta flutti til London fyrir þremur vikum síðan og hefur landað hverju verkefninu á fætur öðru síðan þá. Ásgrímur Már Friðriksson hjá Eskimó segir þetta frábæran árangur hjá Eddu sem er á skrá hjá Select umboðsskrifstofunni í London. Edda hafði aðeins verið á skrá hjá Eskimo í viku þegar Select fékk augastað á henni, en Edda hóf fyrirsætustörf í haust og því telst þetta einstakur árangur. Fyrirsæturnar Natasha Poly, Agyness Deyn, Stella Tennan, Brooklyn Decker og karlfyrirsætan David Gandy eru á meða þeirra sem Select hefur á sínum snærum. „Edda fékk fyrsta verkefnið þann 12. janúar og hefur varla stoppað síðan. Hún er ekki búin að vinna við þetta lengi en virðist vera fædd í starfið. Hún er mjög fótógenísk en líka skemmtileg og heillandi þannig þetta er henni auðvelt," segir Ásgrímur Már. Meðal þeirra verkefna sem Edda hefur tekið að sér er myndaþáttur fyrir vefverslanirnar Asos og Temperley, vefauglýsing fyrir tískurisann Burberry og auglýsing fyrir næstu jólaherferð tískuverslunarinnar Miss Selfridge. Auk þess var hún boðuð í prufumyndatöku hjá ljósmyndaranum Emmu Summerton sem hefur mikið myndað fyrir tímaritið ID en einnig ítalska Vogue, Dazed & Confused og W. Edda er nítján ára gömul og ákvað að taka sér frí frá skóla og tónlistarnámi til að láta reyna á fyrirsætustarfið. Hingað til hefur það gengið að óskum en Ásgrímur segir mikla samkeppni ríkja innan bransans og því þurfi breitt bak og eljusemi til að ná langt. „Þetta er bara eins og hvert annað starf, það tekur tíma að vinna sig upp en mér heyrist á öllu að Edda sé að standa sig með prýði." Ekki náðist í Eddu við vinnslu fréttarinnar. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira