„Háskólasjúkraþorpið í Vatnsmýrinni“ Guðni Ágústsson skrifar 17. janúar 2012 06:00 Fyrst menn deila nú um Vaðlaheiðargöng sem alltof dýra framkvæmd eða Hólmsheiðartugthús, hvað með Landspítalaháskólasjúkrahús? Ein framkvæmdin kostar 2 milljarða, önnur 10 milljarða, sú þriðja 50 – til 100 milljarða? Þarf ekki að skoða forsendur sem mér virðast vera brostnar hvað spítalann varðar? Hvernig á að fjármagna hann, hvað þá að reka hann? Loksins kom læknir fram á ritvöllinn, Guðjón Baldursson, og skrifaði um hið mikla Hátæknisjúkrahús eða Háskólasjúkrahús sem reisa á í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Áður hafði ég fylgst með rökfastri gagnrýni Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur sjúkraliða og verkfræðings sem er sérhæfð í skipulagi sjúkrahúsa. Hátæknisjúkrahúsið er gríðarlega stórt verkefni og hefur verið á dagskrá í rúman áratug. Það var ekkert óeðlilegt að ætla að byggja nýjan Landspítala í hóflegri stærð. Byggingin var aldrei hugsuð í því risasamhengi sem hún virðist vera að færast í. Nú sýnist mér að verið sé að hanna einn stóran „LANDSPÍTALA ALLRA LANDSMANNA". Mér sýnist að þessu fylgi hagræðing og hafin sé vegferð að afleggja flest eða öll hin sjúkrahúsin hringinn í kringum landið. Að þessu stendur velferðarráðuneytið með tilstyrk Alþingis. Þetta gerist í skertum fjárframlögum til sjúkrahúsa um allt land með lokunum og átökum við heimamenn. Ég var efins um þessa framkvæmd á sínum tíma en nú hefur málið fengið á sig allt aðra og óraunhæfari mynd. Það liggur fyrir að alþjóðlegt viðmið um háskólasjúkrahús er ein milljón manna í það minnsta á upptökusvæðinu. Þetta leysti Alþingi árið 2007 með þeirri snilld að stofnunin héti bara lögum samkvæmt Háskólasjúkrahús. Einfalt trix og okkur Íslendingum líkt. Sjúkrahús varð að stóru þorpiNú er húsið orðið að stóru þorpi og passar engan veginn inn í þrengslin í Vatnsmýrinni. Líklega skipta kaffihús, vínbarir, götur og stræti meira máli í þorpinu heldur en þjónusta við þá veiku. Þegar skipulagið ber ekki alla þessa steinsteypu eiga læknar, hjúkrunarfólk og prófessorar, að ógleymdum sjúklingum og aðstandendum, að koma á reiðhjólum og strætó úr öllum hverfum borgarinnar. Við skulum fara yfir helstu rök Guðjóns gegn þorpinu. „Ríkiskassinn er tómur. Það eru ekki peningar til þess að reka heilbrigðisþjónustuna. Hagræðing er ekki lengur valkostur í stöðunni. Þjónustuskerðing við sjúklinga er orðin kaldur veruleiki og mun aukast við óbreyttar aðstæður. Á sama tíma sitja spekingar í heilbrigðisvísindum í fílabeinsturni og skeggræða um vísindasamfélagið í Vatnsmýrinni. Þetta væri í sjálfu sér ekkert tiltökumál ef peningarnir væru til og almenn sátt ríkti um verkefnið. Hvorugt er fyrir hendi." Í síðari grein sinni segir hann ennfremur: „þetta fræðaþorp með Landspítalann og Háskólann og aðrar fræðastofnanir er að mínu viti ekkert annað en sýndarveruleiki, stórt Legoþorp sem stórir strákar í draumaveröld eru að byggja." Þetta eru stór orð og athyglisverð fullyrðing hjá lækninum. Hagsýn kona fjármálaráðherra Nú hefur það gerst að kona varð fjármálaráðherra í fyrsta sinn í sögunni. Oddný Harðardóttir úr Garðinum. Sveitarfélagið Garður átti mest af peningum allra sveitarfélaga eftir hrun. Oddný sveitarstjóri sýndi ráðdeild og eyddi ekki þessum mikla fjársjóði í vitleysu. Konur um víða veröld eru ekki þeir glæframenn sem karlar eru, það greindum við hér og á Wall Street. Þess vegna verður að ætla að fjármálaráðherrann nýi fari sérstaklega yfir þetta stóra mál og kynni sér hvort og hvernig við ætlum að byggja og reka sjúkraþorpið. Oddný Harðardóttir á nú von á stóru boði um að koma í heimsókn á Landspítalann þar sem hún mætir með tvo til þrjá embættismenn sem þegar hafa fylgt nokkrum fjármálaráðherrum í trúboðið. Hún mætir öflugri hersveit miðaldra karla, lækna og verkfræðinga sem mun reyna að sannfæra hana um þetta stærsta og mikilvægasta verkefni Íslendinga, að þeirra mati. Glærusjó og útspekúleruð plön í anda útrásarvíkinganna verða borin á borð þar sem sýnt verður fram á að framkvæmdin borgi sig upp sjálf. Þá mun hún vonandi átta sig á því að stóru strákarnir eru að gæla við „Legoþorp" sem er hannað fyrir miklu stærra samfélag en landið okkar. Allir skulu fæðast og deyja í VatnsmýrinniMargt bendir til að þegar séu þeir hlutir komnir í framkvæmd að flest eða öll sjúkrahús á landsbyggðinni skuli aflögð og öll slík þjónusta fari til Reykjavíkur. Þótt misvitrir stjórnmálamenn berjist gegn flugvelli í Reykjavík, sem er öllum landsmönnum mikilvægur þar og fluginu líka, Þá skal vera þyrlupallur í sjúkraþorpinu til að flytja þá sjúku alls staðar að frá útnesjum og innstu dölum. Allir Íslendingar framtíðarinnar skulu fæðast á Landspítalaháskólasjúkrahúsi í Reykjavík og allir skulu koma suður til að deyja þar. Nú hefur lítið verkefni, Vaðlaheiðargöng, verið sett á gjörgæslu og teljast þau alltof dýr. En hvað með háskólasjúkaþorpið í Vatnsmýrinni sem er risaeðla í samanburði við músina Vaðlaheiðargöng. Forsendurnar eru svo úreltar, þar sem svo margt hefur breyst í læknavísindum á síðustu árum. Það er auðvelt að deila um lágar upphæðir í framkvæmdum en þær stóru gera menn kjaftstopp og klumsa. Hvernig væri að fara með framkvæmdina í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og flugvöllinn, spyrja þolandann og eigandann, þjóðina, álits? Hvað með Akureyri og landbyggðarsjúkrahúsin?Guðjón sagði einnig þetta: „Til viðbótar má geta þess að fyrirtaks aðstaða er fyrir hendi á jaðarsjúkrahúsunum fjórum, Sólvangi í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi og á Akranesi. Öll þessi sjúkrahús hafa legurými og eru tækjum búin til þess að stunda svokallaðar valaðgerðir – í stuttu máli aðgerðir aðrar en bráðaaðgerðir svo sem minni bæklunaraðgerðir, kvensjúkdómaaðgerðir, háls-, nef- og eyrnaaðgerðir, lýtaaðgerðir og speglanir." Hárrétt athugað hjá Guðjóni, staðan er nefnilega sú að við eigum mikið af vannýttu húsnæði sem getur létt á Landspítalanum, sparað peninga og forðað okkur frá Vatnsmýrarslysinu. En um leið höldum við þjónustunni heima í héruðunum hjá fólkinu. Hvað með Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, verður það flutt í Vatnsmýrina með sameiningu við LSH eða stendur það verkefnalítið í höfuðstað Norðurlands? Ég skora á Alþingi og okkar nýja fjármálaráðherra, Oddnýju Harðardóttur, og velferðarráðherrann Guðbjart Hannesson að taka nú af skarið ekki síður en með Vaðlaheiðargöngin og fara yfir öll þessi miklu áform upp á nýtt. "Detti af mér allar dauðar lýs“Sem ég var að skrifa þessa hugleiðingu kemur frétt um að Landsbankinn sé kominn með „Landspítalavírusinn", segist ætla að byggja stórhýsi, allt undir eitt þak og það í miðborginni, kannski Vatnsmýrinni. Landsbankinn er ríkisbanki með mikla erfiðleika og verki í maganum, spurning hvort hann lifir sjúkdóminn af. Er „Lególand" líka hjá stórum strákum í Landsbankanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Fyrst menn deila nú um Vaðlaheiðargöng sem alltof dýra framkvæmd eða Hólmsheiðartugthús, hvað með Landspítalaháskólasjúkrahús? Ein framkvæmdin kostar 2 milljarða, önnur 10 milljarða, sú þriðja 50 – til 100 milljarða? Þarf ekki að skoða forsendur sem mér virðast vera brostnar hvað spítalann varðar? Hvernig á að fjármagna hann, hvað þá að reka hann? Loksins kom læknir fram á ritvöllinn, Guðjón Baldursson, og skrifaði um hið mikla Hátæknisjúkrahús eða Háskólasjúkrahús sem reisa á í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Áður hafði ég fylgst með rökfastri gagnrýni Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur sjúkraliða og verkfræðings sem er sérhæfð í skipulagi sjúkrahúsa. Hátæknisjúkrahúsið er gríðarlega stórt verkefni og hefur verið á dagskrá í rúman áratug. Það var ekkert óeðlilegt að ætla að byggja nýjan Landspítala í hóflegri stærð. Byggingin var aldrei hugsuð í því risasamhengi sem hún virðist vera að færast í. Nú sýnist mér að verið sé að hanna einn stóran „LANDSPÍTALA ALLRA LANDSMANNA". Mér sýnist að þessu fylgi hagræðing og hafin sé vegferð að afleggja flest eða öll hin sjúkrahúsin hringinn í kringum landið. Að þessu stendur velferðarráðuneytið með tilstyrk Alþingis. Þetta gerist í skertum fjárframlögum til sjúkrahúsa um allt land með lokunum og átökum við heimamenn. Ég var efins um þessa framkvæmd á sínum tíma en nú hefur málið fengið á sig allt aðra og óraunhæfari mynd. Það liggur fyrir að alþjóðlegt viðmið um háskólasjúkrahús er ein milljón manna í það minnsta á upptökusvæðinu. Þetta leysti Alþingi árið 2007 með þeirri snilld að stofnunin héti bara lögum samkvæmt Háskólasjúkrahús. Einfalt trix og okkur Íslendingum líkt. Sjúkrahús varð að stóru þorpiNú er húsið orðið að stóru þorpi og passar engan veginn inn í þrengslin í Vatnsmýrinni. Líklega skipta kaffihús, vínbarir, götur og stræti meira máli í þorpinu heldur en þjónusta við þá veiku. Þegar skipulagið ber ekki alla þessa steinsteypu eiga læknar, hjúkrunarfólk og prófessorar, að ógleymdum sjúklingum og aðstandendum, að koma á reiðhjólum og strætó úr öllum hverfum borgarinnar. Við skulum fara yfir helstu rök Guðjóns gegn þorpinu. „Ríkiskassinn er tómur. Það eru ekki peningar til þess að reka heilbrigðisþjónustuna. Hagræðing er ekki lengur valkostur í stöðunni. Þjónustuskerðing við sjúklinga er orðin kaldur veruleiki og mun aukast við óbreyttar aðstæður. Á sama tíma sitja spekingar í heilbrigðisvísindum í fílabeinsturni og skeggræða um vísindasamfélagið í Vatnsmýrinni. Þetta væri í sjálfu sér ekkert tiltökumál ef peningarnir væru til og almenn sátt ríkti um verkefnið. Hvorugt er fyrir hendi." Í síðari grein sinni segir hann ennfremur: „þetta fræðaþorp með Landspítalann og Háskólann og aðrar fræðastofnanir er að mínu viti ekkert annað en sýndarveruleiki, stórt Legoþorp sem stórir strákar í draumaveröld eru að byggja." Þetta eru stór orð og athyglisverð fullyrðing hjá lækninum. Hagsýn kona fjármálaráðherra Nú hefur það gerst að kona varð fjármálaráðherra í fyrsta sinn í sögunni. Oddný Harðardóttir úr Garðinum. Sveitarfélagið Garður átti mest af peningum allra sveitarfélaga eftir hrun. Oddný sveitarstjóri sýndi ráðdeild og eyddi ekki þessum mikla fjársjóði í vitleysu. Konur um víða veröld eru ekki þeir glæframenn sem karlar eru, það greindum við hér og á Wall Street. Þess vegna verður að ætla að fjármálaráðherrann nýi fari sérstaklega yfir þetta stóra mál og kynni sér hvort og hvernig við ætlum að byggja og reka sjúkraþorpið. Oddný Harðardóttir á nú von á stóru boði um að koma í heimsókn á Landspítalann þar sem hún mætir með tvo til þrjá embættismenn sem þegar hafa fylgt nokkrum fjármálaráðherrum í trúboðið. Hún mætir öflugri hersveit miðaldra karla, lækna og verkfræðinga sem mun reyna að sannfæra hana um þetta stærsta og mikilvægasta verkefni Íslendinga, að þeirra mati. Glærusjó og útspekúleruð plön í anda útrásarvíkinganna verða borin á borð þar sem sýnt verður fram á að framkvæmdin borgi sig upp sjálf. Þá mun hún vonandi átta sig á því að stóru strákarnir eru að gæla við „Legoþorp" sem er hannað fyrir miklu stærra samfélag en landið okkar. Allir skulu fæðast og deyja í VatnsmýrinniMargt bendir til að þegar séu þeir hlutir komnir í framkvæmd að flest eða öll sjúkrahús á landsbyggðinni skuli aflögð og öll slík þjónusta fari til Reykjavíkur. Þótt misvitrir stjórnmálamenn berjist gegn flugvelli í Reykjavík, sem er öllum landsmönnum mikilvægur þar og fluginu líka, Þá skal vera þyrlupallur í sjúkraþorpinu til að flytja þá sjúku alls staðar að frá útnesjum og innstu dölum. Allir Íslendingar framtíðarinnar skulu fæðast á Landspítalaháskólasjúkrahúsi í Reykjavík og allir skulu koma suður til að deyja þar. Nú hefur lítið verkefni, Vaðlaheiðargöng, verið sett á gjörgæslu og teljast þau alltof dýr. En hvað með háskólasjúkaþorpið í Vatnsmýrinni sem er risaeðla í samanburði við músina Vaðlaheiðargöng. Forsendurnar eru svo úreltar, þar sem svo margt hefur breyst í læknavísindum á síðustu árum. Það er auðvelt að deila um lágar upphæðir í framkvæmdum en þær stóru gera menn kjaftstopp og klumsa. Hvernig væri að fara með framkvæmdina í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og flugvöllinn, spyrja þolandann og eigandann, þjóðina, álits? Hvað með Akureyri og landbyggðarsjúkrahúsin?Guðjón sagði einnig þetta: „Til viðbótar má geta þess að fyrirtaks aðstaða er fyrir hendi á jaðarsjúkrahúsunum fjórum, Sólvangi í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi og á Akranesi. Öll þessi sjúkrahús hafa legurými og eru tækjum búin til þess að stunda svokallaðar valaðgerðir – í stuttu máli aðgerðir aðrar en bráðaaðgerðir svo sem minni bæklunaraðgerðir, kvensjúkdómaaðgerðir, háls-, nef- og eyrnaaðgerðir, lýtaaðgerðir og speglanir." Hárrétt athugað hjá Guðjóni, staðan er nefnilega sú að við eigum mikið af vannýttu húsnæði sem getur létt á Landspítalanum, sparað peninga og forðað okkur frá Vatnsmýrarslysinu. En um leið höldum við þjónustunni heima í héruðunum hjá fólkinu. Hvað með Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, verður það flutt í Vatnsmýrina með sameiningu við LSH eða stendur það verkefnalítið í höfuðstað Norðurlands? Ég skora á Alþingi og okkar nýja fjármálaráðherra, Oddnýju Harðardóttur, og velferðarráðherrann Guðbjart Hannesson að taka nú af skarið ekki síður en með Vaðlaheiðargöngin og fara yfir öll þessi miklu áform upp á nýtt. "Detti af mér allar dauðar lýs“Sem ég var að skrifa þessa hugleiðingu kemur frétt um að Landsbankinn sé kominn með „Landspítalavírusinn", segist ætla að byggja stórhýsi, allt undir eitt þak og það í miðborginni, kannski Vatnsmýrinni. Landsbankinn er ríkisbanki með mikla erfiðleika og verki í maganum, spurning hvort hann lifir sjúkdóminn af. Er „Lególand" líka hjá stórum strákum í Landsbankanum?
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar