Wladimir Klitschko varði fjóra heimsmeistaratitla í þungavigt þegar hann bar sigurorð af Maruisz Wach í Þýskalandi í gær.
Klitschko vann á stigum en fékk þó þungt högg í fimmtu lotu. Yfirburðir Úkraínumannsins voru þó nokkrir og vann hann örugglega á stigum.
Þetta var hans fyrsti bardagi eftir andlát þjálfara hans, Manny Steward.
Klitschko hefur ekki tapað bardaga síðan 2004 og er handhafi IBF-, IBO-, WBO- og WBA-heimsmeistaratitlanna.
Meðal áhorfenda í salnum var bandaríski leikarinn Sylvester Stallone, sem lék hnefaleikakappann Rocky í samnefndum kvikmyndum á sínum tíma.
