Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær voru góðir gestir á tónleikum Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld. Þar á meðal voru forsetahjónin Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff.
Nú er komið í ljós að systir Dorritar, Sharon, var einnig með í för. Eftir tónleikana hittu þau þrjú meðlimi Sigur Rósar baksviðs og héldu þau ekki vatni yfir frammistöðu strákanna. Forsetahjónin eru miklir aðdáendur Sigur Rósar því þau sáu sveitina spila á Klambratúni fyrir nokkrum árum. Þetta var aftur á móti í fyrsta sinn sem Sharon barði hljómsveitina augum.
Systir Dorritar sá Sigur Rós
