Íslenska 19 ára landsliðið er úr leik í undankeppni EM í fótbolta eftir 0-2 tap á móti Georgíu í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir fengu þrjú stig af fjórum mögulegum í fyrstu tveimur leikjunum og nægði jafntefli til þess að tryggja sér sæti í milliriðli.
Bachana Arabuli, fyrirliði Georgíumanna, skoraði bæði mörk liðsins á 40. og 78. mínútu.
Króatar unnu 7-1 sigur á Aserbaídsjan á sama tíma og unnu því riðilinn. Georgía og Ísland voru bæði með fjögur stig en Georgíumenn eru ofar á sigrinum í innbyrðisleik liðanna í dag.
Íslenska liðið hafði áður unnið 2-1 sigur á Aserbaídsjan og gert 2-2 jafntefli við Króatíu.
Strákarnir náðu ekki jafnteflinu og eru úr leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti


Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn
