Ísland í undankeppni HM í blaki í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2012 22:08 Mynd/Valli Blaksamband Íslands hefur skráð A landslið karla og kvenna til þátttöku í undankeppni Heimsmeistaramóts 2014. Aldrei áður hafa blaklandslið tekið þátt í HM og verður það því í fyrsta sinn sem liðin taka þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Lengi hefur það verið í umræðunni að senda landsliðin til keppni í stórmót og í sumar var tekin ákvörðun um þátttökuna í undankeppni HM 2014. Lokakeppnirnar fara fram á Ítalíu (kvenna) og í Póllandi (karla). Íslensku liðin verða í undankeppnum innan Evrópu en alls eru 55 ríki með aðild að evrópska blaksambandsins (CEV). Alls ætla 34 karlalandslið og 30 kvennalandslið að taka þátt og er Ísland meðal þeirra. Ekki þarf að spila fyrstu umferð í keppninni þar sem of fá lönd taka þátt. Í báðum flokkum er því farið beint í aðra umferð þar sem leikið verður í fjögurra liða riðlum. Riðlarnir spilast allir á sömu helginni á fyrirfram ákveðnum mótsstað. Alls eru 13 lönd sem fara beint í 3. umferð keppninnar vegna stöðu sinnar á Evrópulistanum. Í 2. umferð hjá körlunum eru 20 lið, spiluð í 5 riðlum. Í 2. umferð hjá konunum eru 16 lið, spiluð í 4 riðlum. Alls komast 7-9 lið áfram úr annarri umferð í þá þriðju en óvissuþátturinn er vegna þess að tvö efstu sæti lokakeppni Evrópumóts landsliða haustið 2013 gefa sæti í lokakeppni HM 2014. Verkefnið er metnaðarfullt hjá Landsliðsnefnd BLÍ og er ljóst að mikið verður að gera í lok maí 2013. Landsliðin keppa í undankeppni HM 2014 frá 23.-26. maí og halda síðan beint á Smáþjóðaleika í Luxembourg en setningarhátíð þeirra er 27. maí. Blaksamband Evrópu (CEV) hefur nú óskað eftir umsóknum um framkvæmdaraðila fyrir riðlakeppnina og á að skila því inn fyrir 9. nóvember. Þegar ljóst er hvar mótin verða haldin verður dregið í riðla eftir Evrópulistanum og er Ísland í neðsta styrkleikaflokki þar sem liðin hafa ekki tekið þátt í keppninni áður. Alls eru 13 lið beggja kynja sem þurfa ekki að spila aðra umferðina vegna sætis á Evrópulistanum og fara því beint í 3. umferðina sem verður leikin frá 15.-18. maí 2014. Þau lönd sem taka þátt í 2. umferð undankeppni HM 2014 í Evrópu.Karlar (20 lið) Eistland, Belgía, Grikkland, Úkraína, Bretland, Austurríki, Lettland, Svartfjallaland, Ísrael, Hvíta-Rússland, Króatía, Rúmenía, Ungverjaland, Danmörk, Svíþjóð, Moldavía, Luxemborg, Albanía, Noregur og Ísland.Konur (16 lið) Ísrael, Belgía, Úkraína, Slóvakía, Grikkland, Hvíta-Rússland, Bretland, Ungverjaland, Finnland, Austurríki, Portúgal, Sviss, Danmörk, Albanía, Eistland og Ísland. Landsliðsnefnd er um þessar mundir að skoða mögulega þjálfara fyrir landsliðin og tilkynnir innan tíðar um ráðningu í verkefni næsta árs. Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Sjá meira
Blaksamband Íslands hefur skráð A landslið karla og kvenna til þátttöku í undankeppni Heimsmeistaramóts 2014. Aldrei áður hafa blaklandslið tekið þátt í HM og verður það því í fyrsta sinn sem liðin taka þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Lengi hefur það verið í umræðunni að senda landsliðin til keppni í stórmót og í sumar var tekin ákvörðun um þátttökuna í undankeppni HM 2014. Lokakeppnirnar fara fram á Ítalíu (kvenna) og í Póllandi (karla). Íslensku liðin verða í undankeppnum innan Evrópu en alls eru 55 ríki með aðild að evrópska blaksambandsins (CEV). Alls ætla 34 karlalandslið og 30 kvennalandslið að taka þátt og er Ísland meðal þeirra. Ekki þarf að spila fyrstu umferð í keppninni þar sem of fá lönd taka þátt. Í báðum flokkum er því farið beint í aðra umferð þar sem leikið verður í fjögurra liða riðlum. Riðlarnir spilast allir á sömu helginni á fyrirfram ákveðnum mótsstað. Alls eru 13 lönd sem fara beint í 3. umferð keppninnar vegna stöðu sinnar á Evrópulistanum. Í 2. umferð hjá körlunum eru 20 lið, spiluð í 5 riðlum. Í 2. umferð hjá konunum eru 16 lið, spiluð í 4 riðlum. Alls komast 7-9 lið áfram úr annarri umferð í þá þriðju en óvissuþátturinn er vegna þess að tvö efstu sæti lokakeppni Evrópumóts landsliða haustið 2013 gefa sæti í lokakeppni HM 2014. Verkefnið er metnaðarfullt hjá Landsliðsnefnd BLÍ og er ljóst að mikið verður að gera í lok maí 2013. Landsliðin keppa í undankeppni HM 2014 frá 23.-26. maí og halda síðan beint á Smáþjóðaleika í Luxembourg en setningarhátíð þeirra er 27. maí. Blaksamband Evrópu (CEV) hefur nú óskað eftir umsóknum um framkvæmdaraðila fyrir riðlakeppnina og á að skila því inn fyrir 9. nóvember. Þegar ljóst er hvar mótin verða haldin verður dregið í riðla eftir Evrópulistanum og er Ísland í neðsta styrkleikaflokki þar sem liðin hafa ekki tekið þátt í keppninni áður. Alls eru 13 lið beggja kynja sem þurfa ekki að spila aðra umferðina vegna sætis á Evrópulistanum og fara því beint í 3. umferðina sem verður leikin frá 15.-18. maí 2014. Þau lönd sem taka þátt í 2. umferð undankeppni HM 2014 í Evrópu.Karlar (20 lið) Eistland, Belgía, Grikkland, Úkraína, Bretland, Austurríki, Lettland, Svartfjallaland, Ísrael, Hvíta-Rússland, Króatía, Rúmenía, Ungverjaland, Danmörk, Svíþjóð, Moldavía, Luxemborg, Albanía, Noregur og Ísland.Konur (16 lið) Ísrael, Belgía, Úkraína, Slóvakía, Grikkland, Hvíta-Rússland, Bretland, Ungverjaland, Finnland, Austurríki, Portúgal, Sviss, Danmörk, Albanía, Eistland og Ísland. Landsliðsnefnd er um þessar mundir að skoða mögulega þjálfara fyrir landsliðin og tilkynnir innan tíðar um ráðningu í verkefni næsta árs.
Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Sjá meira