Ísland í undankeppni HM í blaki í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2012 22:08 Mynd/Valli Blaksamband Íslands hefur skráð A landslið karla og kvenna til þátttöku í undankeppni Heimsmeistaramóts 2014. Aldrei áður hafa blaklandslið tekið þátt í HM og verður það því í fyrsta sinn sem liðin taka þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Lengi hefur það verið í umræðunni að senda landsliðin til keppni í stórmót og í sumar var tekin ákvörðun um þátttökuna í undankeppni HM 2014. Lokakeppnirnar fara fram á Ítalíu (kvenna) og í Póllandi (karla). Íslensku liðin verða í undankeppnum innan Evrópu en alls eru 55 ríki með aðild að evrópska blaksambandsins (CEV). Alls ætla 34 karlalandslið og 30 kvennalandslið að taka þátt og er Ísland meðal þeirra. Ekki þarf að spila fyrstu umferð í keppninni þar sem of fá lönd taka þátt. Í báðum flokkum er því farið beint í aðra umferð þar sem leikið verður í fjögurra liða riðlum. Riðlarnir spilast allir á sömu helginni á fyrirfram ákveðnum mótsstað. Alls eru 13 lönd sem fara beint í 3. umferð keppninnar vegna stöðu sinnar á Evrópulistanum. Í 2. umferð hjá körlunum eru 20 lið, spiluð í 5 riðlum. Í 2. umferð hjá konunum eru 16 lið, spiluð í 4 riðlum. Alls komast 7-9 lið áfram úr annarri umferð í þá þriðju en óvissuþátturinn er vegna þess að tvö efstu sæti lokakeppni Evrópumóts landsliða haustið 2013 gefa sæti í lokakeppni HM 2014. Verkefnið er metnaðarfullt hjá Landsliðsnefnd BLÍ og er ljóst að mikið verður að gera í lok maí 2013. Landsliðin keppa í undankeppni HM 2014 frá 23.-26. maí og halda síðan beint á Smáþjóðaleika í Luxembourg en setningarhátíð þeirra er 27. maí. Blaksamband Evrópu (CEV) hefur nú óskað eftir umsóknum um framkvæmdaraðila fyrir riðlakeppnina og á að skila því inn fyrir 9. nóvember. Þegar ljóst er hvar mótin verða haldin verður dregið í riðla eftir Evrópulistanum og er Ísland í neðsta styrkleikaflokki þar sem liðin hafa ekki tekið þátt í keppninni áður. Alls eru 13 lið beggja kynja sem þurfa ekki að spila aðra umferðina vegna sætis á Evrópulistanum og fara því beint í 3. umferðina sem verður leikin frá 15.-18. maí 2014. Þau lönd sem taka þátt í 2. umferð undankeppni HM 2014 í Evrópu.Karlar (20 lið) Eistland, Belgía, Grikkland, Úkraína, Bretland, Austurríki, Lettland, Svartfjallaland, Ísrael, Hvíta-Rússland, Króatía, Rúmenía, Ungverjaland, Danmörk, Svíþjóð, Moldavía, Luxemborg, Albanía, Noregur og Ísland.Konur (16 lið) Ísrael, Belgía, Úkraína, Slóvakía, Grikkland, Hvíta-Rússland, Bretland, Ungverjaland, Finnland, Austurríki, Portúgal, Sviss, Danmörk, Albanía, Eistland og Ísland. Landsliðsnefnd er um þessar mundir að skoða mögulega þjálfara fyrir landsliðin og tilkynnir innan tíðar um ráðningu í verkefni næsta árs. Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Blaksamband Íslands hefur skráð A landslið karla og kvenna til þátttöku í undankeppni Heimsmeistaramóts 2014. Aldrei áður hafa blaklandslið tekið þátt í HM og verður það því í fyrsta sinn sem liðin taka þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Lengi hefur það verið í umræðunni að senda landsliðin til keppni í stórmót og í sumar var tekin ákvörðun um þátttökuna í undankeppni HM 2014. Lokakeppnirnar fara fram á Ítalíu (kvenna) og í Póllandi (karla). Íslensku liðin verða í undankeppnum innan Evrópu en alls eru 55 ríki með aðild að evrópska blaksambandsins (CEV). Alls ætla 34 karlalandslið og 30 kvennalandslið að taka þátt og er Ísland meðal þeirra. Ekki þarf að spila fyrstu umferð í keppninni þar sem of fá lönd taka þátt. Í báðum flokkum er því farið beint í aðra umferð þar sem leikið verður í fjögurra liða riðlum. Riðlarnir spilast allir á sömu helginni á fyrirfram ákveðnum mótsstað. Alls eru 13 lönd sem fara beint í 3. umferð keppninnar vegna stöðu sinnar á Evrópulistanum. Í 2. umferð hjá körlunum eru 20 lið, spiluð í 5 riðlum. Í 2. umferð hjá konunum eru 16 lið, spiluð í 4 riðlum. Alls komast 7-9 lið áfram úr annarri umferð í þá þriðju en óvissuþátturinn er vegna þess að tvö efstu sæti lokakeppni Evrópumóts landsliða haustið 2013 gefa sæti í lokakeppni HM 2014. Verkefnið er metnaðarfullt hjá Landsliðsnefnd BLÍ og er ljóst að mikið verður að gera í lok maí 2013. Landsliðin keppa í undankeppni HM 2014 frá 23.-26. maí og halda síðan beint á Smáþjóðaleika í Luxembourg en setningarhátíð þeirra er 27. maí. Blaksamband Evrópu (CEV) hefur nú óskað eftir umsóknum um framkvæmdaraðila fyrir riðlakeppnina og á að skila því inn fyrir 9. nóvember. Þegar ljóst er hvar mótin verða haldin verður dregið í riðla eftir Evrópulistanum og er Ísland í neðsta styrkleikaflokki þar sem liðin hafa ekki tekið þátt í keppninni áður. Alls eru 13 lið beggja kynja sem þurfa ekki að spila aðra umferðina vegna sætis á Evrópulistanum og fara því beint í 3. umferðina sem verður leikin frá 15.-18. maí 2014. Þau lönd sem taka þátt í 2. umferð undankeppni HM 2014 í Evrópu.Karlar (20 lið) Eistland, Belgía, Grikkland, Úkraína, Bretland, Austurríki, Lettland, Svartfjallaland, Ísrael, Hvíta-Rússland, Króatía, Rúmenía, Ungverjaland, Danmörk, Svíþjóð, Moldavía, Luxemborg, Albanía, Noregur og Ísland.Konur (16 lið) Ísrael, Belgía, Úkraína, Slóvakía, Grikkland, Hvíta-Rússland, Bretland, Ungverjaland, Finnland, Austurríki, Portúgal, Sviss, Danmörk, Albanía, Eistland og Ísland. Landsliðsnefnd er um þessar mundir að skoða mögulega þjálfara fyrir landsliðin og tilkynnir innan tíðar um ráðningu í verkefni næsta árs.
Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira