Metsöluhöfundurinn og blaðamaðurinn Óttar Sveinsson vinnur nú að enn einni bókinni í Útkallsseríunni.
Að þessu sinni mun viðfangsefni Óttars vera hamfarirnar í Neskaupstað 20. desember 1974. Þar fórust tólf manns, fullorðnir og börn, í tveimur snjóflóðum sem féllu þar á bæinn með tuttugu mínútna millibili.

