Aron búinn að ræða við landsliðsstrákana: Ólafur ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2012 17:45 Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Aron ræddi niðurstöður viðtala sinna við landsliðsmennina í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann á Stöð 2. „Menn voru heilt yfir mjög svekktir eftir Ólympíuleikanna og með það að detta svona óvænt út. Það svekkelsi sat í sumum. Einhverjir eru að skipta um lið og fóta sig á nýjum stað, finna húsnæði og svo framvegis. Annars voru menn heilt yfir jákvæðir og spenntir fyrir komandi verkefnum," sagði Aron. „Ólafur Stefánsson ætlar að taka sér frí eins og staðan er. Hann er ekki með neitt lið og er í fríi frá handknattleik í einhvern tíma. Það er ólíklegt að hann muni verða með íslenska landsliðinu í framtíðinni en hver veit nema að hann taki upp skóna eftir áramótin og spili einhversstaðar," segir Aron. „Snorri Steinn er með allt í lausu lofti og er ekki kominn með neitt lið ennþá. Hann er að vinna hart í þeim málum og það verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist þar," segir Aron. „Það var enginn leikmaður sem sagði þvert nei og heilt yfir voru menn jákvæðir fyrir utan svekkelsið á Ólympíuleikunum. Snorri er með allt í lausu lofti og þarf að finna sér lið og komast yfir svekkelsið. Ég ákvað að gefa honum tíma og ræða við hann þegar hann er kominn með sitt á hreint," sagði Aron. Aron reiknar eins og áður sagði ekki með Ólafi Stefánssyni í komandi verkefni. „Nei, ég geri það ekki. Ólafur er kominn í frí og meðan hann er ekki að spila fyrir neitt félagslið þá er hann ekki gjaldgengur í landsliðið. Við sjáum bara til hvað hann gerir eftir áramótin," sagði Aron. Aron getur ekki gert miklar breytingar fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM sem er á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni 31. október því hann hefur bara tvo daga til undirbúnings. „Hvít-Rússar eru skeinuhættir andstæðingar því þeir hafa verið í sókn undanfarið og unnu sem dæmi Slóvaka á útivelli í júní síðastliðnum. Rúmenar eru mjög hættulegir heima fyrir. Þetta er verðugt verkefni og það er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa verið að bera upp landsliðið síðastliðin ár séu klárir í það og tilbúnir að leggja sig fram," sagði Aron. Guðjón Valur var að skipta um lið og er kominn til Kiel. Aron segir að járnmaðurinn í vinstra horninu hafi gefið honum vilyrði. „Hann verður með og var bara jákvæður og klár í slaginn," sagði Aron en líklegt verður að teljast að Guðjón Valur taki nú við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Aron ræddi niðurstöður viðtala sinna við landsliðsmennina í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann á Stöð 2. „Menn voru heilt yfir mjög svekktir eftir Ólympíuleikanna og með það að detta svona óvænt út. Það svekkelsi sat í sumum. Einhverjir eru að skipta um lið og fóta sig á nýjum stað, finna húsnæði og svo framvegis. Annars voru menn heilt yfir jákvæðir og spenntir fyrir komandi verkefnum," sagði Aron. „Ólafur Stefánsson ætlar að taka sér frí eins og staðan er. Hann er ekki með neitt lið og er í fríi frá handknattleik í einhvern tíma. Það er ólíklegt að hann muni verða með íslenska landsliðinu í framtíðinni en hver veit nema að hann taki upp skóna eftir áramótin og spili einhversstaðar," segir Aron. „Snorri Steinn er með allt í lausu lofti og er ekki kominn með neitt lið ennþá. Hann er að vinna hart í þeim málum og það verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist þar," segir Aron. „Það var enginn leikmaður sem sagði þvert nei og heilt yfir voru menn jákvæðir fyrir utan svekkelsið á Ólympíuleikunum. Snorri er með allt í lausu lofti og þarf að finna sér lið og komast yfir svekkelsið. Ég ákvað að gefa honum tíma og ræða við hann þegar hann er kominn með sitt á hreint," sagði Aron. Aron reiknar eins og áður sagði ekki með Ólafi Stefánssyni í komandi verkefni. „Nei, ég geri það ekki. Ólafur er kominn í frí og meðan hann er ekki að spila fyrir neitt félagslið þá er hann ekki gjaldgengur í landsliðið. Við sjáum bara til hvað hann gerir eftir áramótin," sagði Aron. Aron getur ekki gert miklar breytingar fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM sem er á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni 31. október því hann hefur bara tvo daga til undirbúnings. „Hvít-Rússar eru skeinuhættir andstæðingar því þeir hafa verið í sókn undanfarið og unnu sem dæmi Slóvaka á útivelli í júní síðastliðnum. Rúmenar eru mjög hættulegir heima fyrir. Þetta er verðugt verkefni og það er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa verið að bera upp landsliðið síðastliðin ár séu klárir í það og tilbúnir að leggja sig fram," sagði Aron. Guðjón Valur var að skipta um lið og er kominn til Kiel. Aron segir að járnmaðurinn í vinstra horninu hafi gefið honum vilyrði. „Hann verður með og var bara jákvæður og klár í slaginn," sagði Aron en líklegt verður að teljast að Guðjón Valur taki nú við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ Sjá meira