Aron búinn að ræða við landsliðsstrákana: Ólafur ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2012 17:45 Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Aron ræddi niðurstöður viðtala sinna við landsliðsmennina í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann á Stöð 2. „Menn voru heilt yfir mjög svekktir eftir Ólympíuleikanna og með það að detta svona óvænt út. Það svekkelsi sat í sumum. Einhverjir eru að skipta um lið og fóta sig á nýjum stað, finna húsnæði og svo framvegis. Annars voru menn heilt yfir jákvæðir og spenntir fyrir komandi verkefnum," sagði Aron. „Ólafur Stefánsson ætlar að taka sér frí eins og staðan er. Hann er ekki með neitt lið og er í fríi frá handknattleik í einhvern tíma. Það er ólíklegt að hann muni verða með íslenska landsliðinu í framtíðinni en hver veit nema að hann taki upp skóna eftir áramótin og spili einhversstaðar," segir Aron. „Snorri Steinn er með allt í lausu lofti og er ekki kominn með neitt lið ennþá. Hann er að vinna hart í þeim málum og það verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist þar," segir Aron. „Það var enginn leikmaður sem sagði þvert nei og heilt yfir voru menn jákvæðir fyrir utan svekkelsið á Ólympíuleikunum. Snorri er með allt í lausu lofti og þarf að finna sér lið og komast yfir svekkelsið. Ég ákvað að gefa honum tíma og ræða við hann þegar hann er kominn með sitt á hreint," sagði Aron. Aron reiknar eins og áður sagði ekki með Ólafi Stefánssyni í komandi verkefni. „Nei, ég geri það ekki. Ólafur er kominn í frí og meðan hann er ekki að spila fyrir neitt félagslið þá er hann ekki gjaldgengur í landsliðið. Við sjáum bara til hvað hann gerir eftir áramótin," sagði Aron. Aron getur ekki gert miklar breytingar fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM sem er á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni 31. október því hann hefur bara tvo daga til undirbúnings. „Hvít-Rússar eru skeinuhættir andstæðingar því þeir hafa verið í sókn undanfarið og unnu sem dæmi Slóvaka á útivelli í júní síðastliðnum. Rúmenar eru mjög hættulegir heima fyrir. Þetta er verðugt verkefni og það er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa verið að bera upp landsliðið síðastliðin ár séu klárir í það og tilbúnir að leggja sig fram," sagði Aron. Guðjón Valur var að skipta um lið og er kominn til Kiel. Aron segir að járnmaðurinn í vinstra horninu hafi gefið honum vilyrði. „Hann verður með og var bara jákvæður og klár í slaginn," sagði Aron en líklegt verður að teljast að Guðjón Valur taki nú við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Aron Kristjánsson, nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur lokið við að ræða við alla leikmenn sem voru með landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aron fékk jákvæð viðbrögð frá öllum leikmönnum og það er aðeins Ólafur Stefánsson sem ætlar ekki að vera með íslenska liðinu í leikjunum í undankeppni EM í október og nóvember. Aron ræddi niðurstöður viðtala sinna við landsliðsmennina í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann á Stöð 2. „Menn voru heilt yfir mjög svekktir eftir Ólympíuleikanna og með það að detta svona óvænt út. Það svekkelsi sat í sumum. Einhverjir eru að skipta um lið og fóta sig á nýjum stað, finna húsnæði og svo framvegis. Annars voru menn heilt yfir jákvæðir og spenntir fyrir komandi verkefnum," sagði Aron. „Ólafur Stefánsson ætlar að taka sér frí eins og staðan er. Hann er ekki með neitt lið og er í fríi frá handknattleik í einhvern tíma. Það er ólíklegt að hann muni verða með íslenska landsliðinu í framtíðinni en hver veit nema að hann taki upp skóna eftir áramótin og spili einhversstaðar," segir Aron. „Snorri Steinn er með allt í lausu lofti og er ekki kominn með neitt lið ennþá. Hann er að vinna hart í þeim málum og það verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist þar," segir Aron. „Það var enginn leikmaður sem sagði þvert nei og heilt yfir voru menn jákvæðir fyrir utan svekkelsið á Ólympíuleikunum. Snorri er með allt í lausu lofti og þarf að finna sér lið og komast yfir svekkelsið. Ég ákvað að gefa honum tíma og ræða við hann þegar hann er kominn með sitt á hreint," sagði Aron. Aron reiknar eins og áður sagði ekki með Ólafi Stefánssyni í komandi verkefni. „Nei, ég geri það ekki. Ólafur er kominn í frí og meðan hann er ekki að spila fyrir neitt félagslið þá er hann ekki gjaldgengur í landsliðið. Við sjáum bara til hvað hann gerir eftir áramótin," sagði Aron. Aron getur ekki gert miklar breytingar fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM sem er á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni 31. október því hann hefur bara tvo daga til undirbúnings. „Hvít-Rússar eru skeinuhættir andstæðingar því þeir hafa verið í sókn undanfarið og unnu sem dæmi Slóvaka á útivelli í júní síðastliðnum. Rúmenar eru mjög hættulegir heima fyrir. Þetta er verðugt verkefni og það er mjög mikilvægt að allir þeir sem hafa verið að bera upp landsliðið síðastliðin ár séu klárir í það og tilbúnir að leggja sig fram," sagði Aron. Guðjón Valur var að skipta um lið og er kominn til Kiel. Aron segir að járnmaðurinn í vinstra horninu hafi gefið honum vilyrði. „Hann verður með og var bara jákvæður og klár í slaginn," sagði Aron en líklegt verður að teljast að Guðjón Valur taki nú við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Aron með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira