Íslenski söngvarinn Daníel Óliver kom fram á Stockholm Pride síðastliðinn laugardag og í vikunni setti hann mynd inn á Facebook-síðu sína af sér og leikkonunni Töru Reid, sem hann hitti baksviðs.
Um 10.000 manns hlustuðu á Daníel flytja lög sín DJ Blow My Speakers og Criminal Love á sviðinu og talið er að rúmlega 100.000 manns hafi verið á svæðinu í kring. Í kjölfar tónleikanna var Daníel boðaður á fund með stórum nöfnum í tónlistarbransanum í Stokkhólmi svo hann hefur greinilega verið að gera góða hluti á sviðinu.

