Eiður Smári, Grétar Rafn og Hallgrímur inn í hópinn fyrir Færeyjaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2012 15:36 Eiður Smári Guðjohnsen Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur gert breytingar á landsliðshóp sínum fyrir vináttuleikinn við Færeyjar eftir eina viku. Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Hallgrímur Jónasson bætast við áður tilkynntan leikmannahóp, en Björn Bergmann Sigurðarson á við meiðsli að stríða og verður því ekki með. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Hallgrímur hefur glímt við meiðsli upp á síðkastið en hefur nú náð sér að fullu, lék í 45 mínútur í síðasta leik með félagsliði sínu, og er klár í slaginn gegn Færeyjum. „Grétar og Eiður eru leikmenn með mikla reynslu, ef þeir eru lausir við meiðsli og í góðu formi eru þeir mikilvægir leikmenn fyrir Ísland. Ég myndi vilja skoða þá báða betur í leiknum við Færeyjar, jafnvel þó þeir hafi ekki fundið sér ný félagslið fyrir þann tíma. Grétar stóð sig vel í leiknum við Svartfjallaland og í þeim leikjum sem ég hef horft á úr síðustu undankeppni var Eiður á meðal bestu leikmanna liðsins. Ég vil undirstrika að þeir eiga jafna möguleika og aðrir leikmenn á að komast í liðið," sagði Lars Lagerbäck í viðtali á heimasíðu KSÍ. Lars reiknar ekki með fleiri breytingum á hópnum. „Vonandi verða ekki fleiri breytingar og ég fagna mjög þessu tækifæri á að hitta svona stóran hóp leikmanna í lokaundirbúningi fyrir leikina í september. Í heildina erum við þó að fylgjast með milli 35 og 40 leikmönnum sem eiga enn möguleika á að komast í íslenska landsliðið". Undankeppni HM 2014 hefst með heimaleik við Noreg 7. september og útileik gegn Kýpur fjórum dögum síðar. Vináttulandsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvellinum á miðvikudag og hefst kl. 19:45. Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur gert breytingar á landsliðshóp sínum fyrir vináttuleikinn við Færeyjar eftir eina viku. Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Hallgrímur Jónasson bætast við áður tilkynntan leikmannahóp, en Björn Bergmann Sigurðarson á við meiðsli að stríða og verður því ekki með. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Hallgrímur hefur glímt við meiðsli upp á síðkastið en hefur nú náð sér að fullu, lék í 45 mínútur í síðasta leik með félagsliði sínu, og er klár í slaginn gegn Færeyjum. „Grétar og Eiður eru leikmenn með mikla reynslu, ef þeir eru lausir við meiðsli og í góðu formi eru þeir mikilvægir leikmenn fyrir Ísland. Ég myndi vilja skoða þá báða betur í leiknum við Færeyjar, jafnvel þó þeir hafi ekki fundið sér ný félagslið fyrir þann tíma. Grétar stóð sig vel í leiknum við Svartfjallaland og í þeim leikjum sem ég hef horft á úr síðustu undankeppni var Eiður á meðal bestu leikmanna liðsins. Ég vil undirstrika að þeir eiga jafna möguleika og aðrir leikmenn á að komast í liðið," sagði Lars Lagerbäck í viðtali á heimasíðu KSÍ. Lars reiknar ekki með fleiri breytingum á hópnum. „Vonandi verða ekki fleiri breytingar og ég fagna mjög þessu tækifæri á að hitta svona stóran hóp leikmanna í lokaundirbúningi fyrir leikina í september. Í heildina erum við þó að fylgjast með milli 35 og 40 leikmönnum sem eiga enn möguleika á að komast í íslenska landsliðið". Undankeppni HM 2014 hefst með heimaleik við Noreg 7. september og útileik gegn Kýpur fjórum dögum síðar. Vináttulandsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvellinum á miðvikudag og hefst kl. 19:45.
Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira