Þjálfari KA fór ekki eftir fyrirmælum dómara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júlí 2012 09:00 Nordic Photos / Getty Images Sævar Pétursson, sem dæmdur var í mánaðarlangt bann af KSÍ í vikunni, fór ekki eftir fyrirmælum dómara þegar honum var vikið af velli. Sævar er þjálfari 4. flokks KA og var að stýra B-liði sínu í leik gegn Breiðabliki þann 27. júní síðastliðin þegar málið kom upp. Hann mótmælti marki sem Breiðablik skoraði og fékk fyrir það rautt spjald. Fram kemur í yfirlýsingu sem þjálfarar KA sendu frá sér að Sævar hafi komið sér fyrir á meðal áhorfenda en að dómari leiksins hafi beðið hann um að yfirgefa það svæði einnig. Því hafi Sævar neitað og því hafi leikurinn verið flautaður af. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Vegna umfjöllunar sem hefur átt sér stað vegna leiks Breiðabliks og KA í 4 fl.kk þann 27.6 síðastliðinn þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Er leikmaður KA Kristján Karl Randversson fékk beint rautt spjald á 25 mín leiksins þá mótmæltu foreldrar og þjálfari KA eins og gengur og gerist enda ekki á hverjum degi sem leikmaður í yngri flokkum á Íslandi fær beint rautt spjald. Í upphafi seinni hálfleiks þá skorar Breiðablik eftir umdeilt atvik og aftur eiga sér stað mótmæli. Að þeim loknum tjáir dómari leiksins Sævari Péturssyni að hann fái rautt spjald og þurfi að yfirgefa völlinn. Sævar kemur sér fyrir þar sem foreldrar KA-drengjanna standa og hyggst horfa á leikinn þaðan en dómari leiksins krefst þess að Sævar yfirgefi það svæði. Sævar hins vegar neitar því, enda á sama stað og aðrir áhorfendur leiksins. Í framhaldi af þvi flautar dómari leiksins leikinn af. Allt tal um eitthvað ofbeldi eða ofsafengin viðbrögð, dónaskap eða þaðan af verra að leik loknum vísum við til föðurhúsanna enda búnir að vera í fótboltanum í fjölda ára og oft orðið vitni að mun verri framkomu bæði þjálfara og foreldra. Hörmum við þessa niðurstöðu en hún verður samt ekki til að skyggja á samstarf Breiðabliks og KA sem hefur verið til fyrirmyndar. Steingrímur Eiðsson Þjálfari KA Sævar Pétursson Þjálfari KA" Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Sævar Pétursson, sem dæmdur var í mánaðarlangt bann af KSÍ í vikunni, fór ekki eftir fyrirmælum dómara þegar honum var vikið af velli. Sævar er þjálfari 4. flokks KA og var að stýra B-liði sínu í leik gegn Breiðabliki þann 27. júní síðastliðin þegar málið kom upp. Hann mótmælti marki sem Breiðablik skoraði og fékk fyrir það rautt spjald. Fram kemur í yfirlýsingu sem þjálfarar KA sendu frá sér að Sævar hafi komið sér fyrir á meðal áhorfenda en að dómari leiksins hafi beðið hann um að yfirgefa það svæði einnig. Því hafi Sævar neitað og því hafi leikurinn verið flautaður af. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Vegna umfjöllunar sem hefur átt sér stað vegna leiks Breiðabliks og KA í 4 fl.kk þann 27.6 síðastliðinn þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Er leikmaður KA Kristján Karl Randversson fékk beint rautt spjald á 25 mín leiksins þá mótmæltu foreldrar og þjálfari KA eins og gengur og gerist enda ekki á hverjum degi sem leikmaður í yngri flokkum á Íslandi fær beint rautt spjald. Í upphafi seinni hálfleiks þá skorar Breiðablik eftir umdeilt atvik og aftur eiga sér stað mótmæli. Að þeim loknum tjáir dómari leiksins Sævari Péturssyni að hann fái rautt spjald og þurfi að yfirgefa völlinn. Sævar kemur sér fyrir þar sem foreldrar KA-drengjanna standa og hyggst horfa á leikinn þaðan en dómari leiksins krefst þess að Sævar yfirgefi það svæði. Sævar hins vegar neitar því, enda á sama stað og aðrir áhorfendur leiksins. Í framhaldi af þvi flautar dómari leiksins leikinn af. Allt tal um eitthvað ofbeldi eða ofsafengin viðbrögð, dónaskap eða þaðan af verra að leik loknum vísum við til föðurhúsanna enda búnir að vera í fótboltanum í fjölda ára og oft orðið vitni að mun verri framkomu bæði þjálfara og foreldra. Hörmum við þessa niðurstöðu en hún verður samt ekki til að skyggja á samstarf Breiðabliks og KA sem hefur verið til fyrirmyndar. Steingrímur Eiðsson Þjálfari KA Sævar Pétursson Þjálfari KA"
Íslenski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira