Woods ekki lengur tekjuhæsti íþróttamaður heims Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júní 2012 23:15 Woods er fallinn niður í þriðja sætið NordicPhotos/Getty Kylfingurinn, Tiger Woods fellur niður um tvö sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn í heimi á ársgrundvelli, úr því fyrsta niður í það þriðja. Hnefaleikakapparnir, Floyd Mayweather og Manny Pacquiao skipa nú tvö efstu sætin á lista Forbes sem gefinn var út í morgun.Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að finna annan en Woods í efsta sæti listans. Samtals þénaði Mayweather 85 milljónir dala á síðustu 12 mánuðum, rétt um 10,7 milljarða íslenskra króna. Pacquiao tók inn tæpar 62 milljónir á meðan launaseðill Woods hljóðaði upp á 58 milljónir dala.Allt er innifalið í þeim upphæðum sem nefndar eru hér að ofan, það er beinar tekjur af keppnum sem og auglýsingasamningar. Mayweather barðist við tvo andstæðinga á því tímabili sem Forbes tekur saman, gegn Victor Ortiz í september á síðasta ári og Miguel Cotto í maí. Hann hafði betur í báðum viðureignunum rétt eins og í hin 43 skiptin sem hann hefur stigið inn í hringinn á atvinnumannaferli sínum. Langstærsti hlutinn af tekjum Mayweather kemur frá þessum tveimur bardögum sem stóðu samtals yfir í minna en klukkustund. Woods hefur undanfarið verið að rétta úr kútnum á golfvellinum eftir mögur ár þar á undan. Engu að síður er verðlaunafé fyrir frammistöðu í keppnum ársins ekki nema brot af heildartekjum kappans. Tæplega 90 prósent af tekjum Woods koma frá styrktaraðilum. David Beckham er enn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims með tæplega sex milljarða króna en næstir honum eru þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Erlendar Golf Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Kylfingurinn, Tiger Woods fellur niður um tvö sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn í heimi á ársgrundvelli, úr því fyrsta niður í það þriðja. Hnefaleikakapparnir, Floyd Mayweather og Manny Pacquiao skipa nú tvö efstu sætin á lista Forbes sem gefinn var út í morgun.Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að finna annan en Woods í efsta sæti listans. Samtals þénaði Mayweather 85 milljónir dala á síðustu 12 mánuðum, rétt um 10,7 milljarða íslenskra króna. Pacquiao tók inn tæpar 62 milljónir á meðan launaseðill Woods hljóðaði upp á 58 milljónir dala.Allt er innifalið í þeim upphæðum sem nefndar eru hér að ofan, það er beinar tekjur af keppnum sem og auglýsingasamningar. Mayweather barðist við tvo andstæðinga á því tímabili sem Forbes tekur saman, gegn Victor Ortiz í september á síðasta ári og Miguel Cotto í maí. Hann hafði betur í báðum viðureignunum rétt eins og í hin 43 skiptin sem hann hefur stigið inn í hringinn á atvinnumannaferli sínum. Langstærsti hlutinn af tekjum Mayweather kemur frá þessum tveimur bardögum sem stóðu samtals yfir í minna en klukkustund. Woods hefur undanfarið verið að rétta úr kútnum á golfvellinum eftir mögur ár þar á undan. Engu að síður er verðlaunafé fyrir frammistöðu í keppnum ársins ekki nema brot af heildartekjum kappans. Tæplega 90 prósent af tekjum Woods koma frá styrktaraðilum. David Beckham er enn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims með tæplega sex milljarða króna en næstir honum eru þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Erlendar Golf Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira