Dwyane Wade hitti ekki úr þriggja skoti á síðustu sekúndu framlengingar í fjórðu viðureign Boston Celtics og Miami Heat í nótt. Boston hafði sigur 93-91 og jafnaði metin í einvígi liðanna sem nú stendur 2-2.
Boston hafði frumkvæðið á heimavelli og náði mest átján stiga forskoti í fyrri hálfleik. Liðið missti leikinn úr höndum sér í síðari hálfleik og LeBron James jafnaði metin með þriggja stiga skoti skömmu fyrir leikslok sem framlengja þurfti leikinn.
James fór af velli með sína sjöttu villu í framlenginunni og sömu sögu var að segja um Paul Pierce leikstjórnanda Boston. Heimamenn réðu betur við fjarveru stórstjörnu sinnar og lönduðu tveggja stiga sigri.
Pierce skoraði 23 stig fyrir heimamenn og Kevin Garnett 17 stig auk þess að taka sinn dagskammt af fráköstum, 14 stykki. Rajon Rondo steig upp í liði Boston í fjarveru Pierce og lauk leik með 15 stig og 15 stoðsendingar.
Hjá gestunum skoraði LeBron James 29 stig og Wade setti 20 stig auk þess að leika á alls oddi í varnarleiknum.
Næsti leikur liðanna fer fram í Miami aðfaranótt miðvikudags.
Körfubolti