Utah og Philadelphia unnu bæði mikilvæga sigra eftir framlengda leiki í nótt. Denver tryggði sig inn í úrslitakeppninni með sigri á Phoenix sem gæti misst af úrslitakeppninni.
Miami tapaði síðan óvænt gegn Washington og misstu um leið af efsta sætinu í Austurdeildinni. Sólstrandargæjarnir munu enda í öðru sæti en Chicago vinnur Austurdeildina en Bulls lagði Dallas þar sem Derrick Rose spilaði á ný fyrir liðið.
Stjörnur Miami tóku lítinn þátt í leiknum. Bosh og James hvíldu og svo fór putti úr lið hjá Dwyane Wade sem eru ekki góð tíðindi fyrir Heat.
Úrslit:
Phoenix-Denver 107-118
Indiana-Philadelphia 106-109
Miami-Washington 84-86
Chicago-Dallas 93-83
Memphis-Portland 93-89
Houston-Golden State 99-96
Milwaukee-NJ Nets 106-95
Utah-Orlando 117-107
Chicago búið að vinna Austurdeildina

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti