J.R. Smith, leikstjórnandi New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara eða sem nemur rúmum þremur milljónum íslenskra króna, vegna Twitter-færslu og vafasamrar myndar sem fylgdi henni.
Smith birti mynd af hálfnaktri konu í rúmi sínu á Twitter-síðu sinni á fimmtudagskvöld. Hann fjarlægði myndina skömmu síðar og baðst afsökunar á háttalagi sínu á föstudag.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta yrði að stórmáli," sagði Smith við fréttamenn.
„Ég sé svo sannarlega eftir þessu. Í hvert skipti sem ég geri eitthvað sem kemur niður á félagi mínu sé ég eftir því," bætti Smith við.
Þrátt fyrir að Smith hafi eytt færslunni kom það ekki í veg fyrir að myndin færi eins og eldur í sinu um vefheima. Hægt er að finna hana með því að slá inn nafn leikmannsins á Twitter.
Smith gekk til liðs við Knicks í febrúar eftir að hafa spilað í Kína á meðan á verkbanninu í NBA-deildinni stóð. Bakvörðurinn 26 ára hefur skorað tæp níu stig að meðaltali í fyrstu níu leikjum sínum.
Sektaður um þrjár milljónir vegna klámfenginnar myndar á Twitter
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn


Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti
