Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshóp sínum fyrir vináttulandsleik á móti Þjóðverjum í Mannheim á miðvikudaginn.
Sverre Jakobsson gefur ekki kost á sér og Fannar Þór Friðgeirsson á við meiðsli að stríða. Því hefur Guðmundur kallað á þá Sigurgeir Árna Ægisson og Hannes Jón Jónsson í þeirra stað.
Sigurgeir Árna Ægisson var fyrirliði FH á síðasta tímabili en hefur í vetur spilað með norska liðinu Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon, aðstoðarmaður Guðmundar hjá landsliðinu. Hannes Jón Jónsson spilar í þýsku úrvalsdeildinni með Hannover-Burgdorf.
Landsliðshópurinn lítur því svona út:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar
Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg
Aðrir leikmenn:
Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Bjarki Már Gunnarsson, HK
Bjarni Fritzson, Akureyri
Hannes Jón Jónsson, Hannover-Burgdorf
Kári Kristján Kristjánsson, HSG D/M Wetzlar
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Ólafur Gústafsson, FH
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Rúnar Kárason, Die Bergische Handball Club
Sigurbergur Sveinsson, RTV 1879 Basel
Sigurgeir Árna Ægisson, Kristiansund HK
Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukar
Sturla Ásgeirsson, Valur
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf
